Erlent

Sam­komu­tak­markanir hertar á ný og fólk hvatt til að vinna að heiman

Atli Ísleifsson skrifar
Mette Frederiksen er forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Frederiksen er forsætisráðherra Danmerkur. Getty

Veitingastaðir alls staðar í Danmörku skulu nú loka í síðasta lagi klukkan 22 á kvöldin og þá verða samkomurtakmarkaðar hertar þannig að fimmtíu mega að hámarki koma saman frá hádegi á morgun.

Þetta kom fram í máli Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í hádeginu þar sem hún kynnti hertar aðgerðir danskra stjórnvalda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Fyrr í vikunni var greint frá því að veitingastaðir á Kaupmannahafnarsvæðinu skyldu loka klukkan 22, en nú mun það ná til landsins alls. Þessar nýju takmarkanir munu fyrst gilda til 4. október.

Kære alle. Nogle ord om den alvorlige situation, vi står i lige nu. Corona har igen fået et stærkt greb om vores...

Posted by Mette Frederiksen on Friday, 18 September 2020

Frederiksen sagði að undantekningar væru á hinni nýju fimmtíu manna reglu, sem snúa helst að samkomum þar sem fólk er sitjandi í sætum.

Smitum hefur farið fjölgandi í Danmörku síðustu vikurnar, en í viku 35 voru skráð smit 606. Vikuna á eftir voru þau 1.302 og í síðustu viku 2.236.

Forsætisráðherrann sagðist vonast til að með þessum aðgerðum myndi smitum fækka og að hægt yrði að koma í veg fyrir frekari lokun samfélagsins. Hún hvatti jafnframt alla þá sem gætu að vinna að heiman næstu daga og vikur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.