Erlent

Fjöldi smitaðra kominn yfir 30 milljónir

Samúel Karl Ólason skrifar
Heilbrigðisstarfsmenn við skimun á Indlandi.
Heilbrigðisstarfsmenn við skimun á Indlandi. AP/Mahesh Kumar A

Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum. Minnst 946 þúsund hafa dáið en víða er útlit fyrir að faraldurinn sé enn í sókn, þó hægt hafi á henni, og óttast forsvarsmenn margra ríkja á norðurhveli nýja bylgju með haustinu.

Þjóðirnar sem hafa orðið hvað verst fyrir barðinu á nýju kórónuveirunni, sem veldur Covid-19, eru Bandaríkin, Indland og Brasilía. Í Bandaríkjunum hafa 6,7 milljónir smitast og 198 þúsund dáið. Á Indlandi hafa 5,2 milljónir smitast og 84 þúsund dáið. Í Brasilíu hafa svo 4,5 milljónir smitast og 135 þúsund dáið.

Aukin skimun víðsvegar um heim er sögð meðal þeirra ástæðna að fyrr í vikunni greindist mestur fjöldi nýsmitaðra frá því faraldurinn hófst. Það er þó ekki eina ástæðan og ljóst þykir að faraldrinum er í vexti víða, mest í Asíu.

Á Indlandi fjölgar smituðum hratt eða um um það bil 90 þúsund manns á dag, eins og segir í frétt BBC. Þar segir einnig að vitað sé til þess að rúmlega milljón manna hafi smitast í Afríku. Þar sé skimun þó mjög takmörkuð og raunveruleg útbreiðsla veirunnar óljós.


Tengdar fréttir

WHO varar við að sóttkví sé stytt

Evrópuþjóðir verða að halda fast við sóttkvíarreglur vegna kórónuveirufaraldursins í ljósi fjölgunar smitaðra um alla álfuna undanfarið, að mati yfirmanns Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu. Fjölgunin ætti að vera álfunni vakning.

Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19

Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.