Þungamiðja faraldursins að færast til Indlands Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2020 23:36 Ráðamenn á Indlandi segja umfangsmikla skimun útskýra mikla fjölgun smitaðra þar í landi. Tiltölulega lág dánartíðni virðist styðja það. EPA/JAGADEESH NV Minnst 900 hundruð þúsund manns hafa nú dáið vegna Covid-19, svo vitað sé. Tæplega 28 milljónir hafa smitast. Síðustu tvær vikur hafa að meðaltali um 5.600 manns dáið á degi hverjum á heimsvísu. Smituðum fer hratt fjölgandi á Indlandi. Þar greindust 97.399 nýsmitaðir á milli daga og hefur fjöldinn aldrei verið meiri. Svo virðist sem þungamiðja heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar sé að færast til Indlands, næst fjölmennasta ríkis heims. Í heildina hafa 4,4 milljónir greinst smitaðir á Indlandi og tæplega 74 þúsund hafa dáið. Vitað er að 6,4 milljónir hafa smitast í Bandaríkjunum og rúmlega 190 þúsund hafa dáið. Í Brasilíu hafa 4,2 milljónir smitast og 127 þúsund dáið. Þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra á Indlandi er verið að draga úr ferðatakmörkunum og voru barir til að mynda opnaðir í dag. Hvergi í heiminum hafa fleiri greinst smitaðir á dag og rúmlega þúsund manns hafa dáið á hverjum degi í tvær vikur, samkvæmt samantekt Reuters. Dánarhlutfallið á Indlandi virðist vera um eitt prósent en í Bandaríkjunum og Brasilíu virðist það um þrjú prósent, sem er í takt við meðaltalið. Ráðamenn á Indlandi segja mikla fjölgun smitaðra þar í landi vera til marks um verulega umfangsmikla skimun fyrir kórónuveirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Tengdar fréttir Frakkar þurfa að taka erfiðar ákvarðanir Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að 8.577 hefðu greinst smitaðir af Covid-19 á milli daga. Það er næst mesti fjöldinn sem greinst hefur frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst en vísindaráð landsins hefur ráðlagt ríkisstjórn Emmanuel Macron að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða og taka erfiðar og mögulega óvinsælar ákvarðanir sem fyrst. 9. september 2020 18:16 „Við höfum ekki hugmynd um hvaðan besta bóluefnið mun koma“ Enginn getur vitað fyrir víst hvaðan fyrsta örugga og áhrifaríka bóluefni gegn kórónuveirunni mun koma. Þetta segir Jeremy Farrar, einn helsti sérfræðingur Breta í smitsjúkdómum. 9. september 2020 17:09 Prófunum á Oxford-bóluefni frestað vegna aukaverkana Lyfjarisinn AstraZeneca hefur nú frestað tímabundið lokaprófunum á bóluefni fyrir kórónuveirunni. 9. september 2020 06:44 Vara við því að veiran sé orðin stjórnlaus í Bretlandi Tveir vísindaráðgjafar bresku ríkistjórnarinnar hafa nú stigið fram og varað við því að kórónuveiran sé að verða stjórnlaus á Bretlandseyjum. 8. september 2020 07:24 WHO býst ekki við bóluefni fyrr en á næsta ári 4. september 2020 15:04 Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Minnst 900 hundruð þúsund manns hafa nú dáið vegna Covid-19, svo vitað sé. Tæplega 28 milljónir hafa smitast. Síðustu tvær vikur hafa að meðaltali um 5.600 manns dáið á degi hverjum á heimsvísu. Smituðum fer hratt fjölgandi á Indlandi. Þar greindust 97.399 nýsmitaðir á milli daga og hefur fjöldinn aldrei verið meiri. Svo virðist sem þungamiðja heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar sé að færast til Indlands, næst fjölmennasta ríkis heims. Í heildina hafa 4,4 milljónir greinst smitaðir á Indlandi og tæplega 74 þúsund hafa dáið. Vitað er að 6,4 milljónir hafa smitast í Bandaríkjunum og rúmlega 190 þúsund hafa dáið. Í Brasilíu hafa 4,2 milljónir smitast og 127 þúsund dáið. Þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra á Indlandi er verið að draga úr ferðatakmörkunum og voru barir til að mynda opnaðir í dag. Hvergi í heiminum hafa fleiri greinst smitaðir á dag og rúmlega þúsund manns hafa dáið á hverjum degi í tvær vikur, samkvæmt samantekt Reuters. Dánarhlutfallið á Indlandi virðist vera um eitt prósent en í Bandaríkjunum og Brasilíu virðist það um þrjú prósent, sem er í takt við meðaltalið. Ráðamenn á Indlandi segja mikla fjölgun smitaðra þar í landi vera til marks um verulega umfangsmikla skimun fyrir kórónuveirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Tengdar fréttir Frakkar þurfa að taka erfiðar ákvarðanir Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að 8.577 hefðu greinst smitaðir af Covid-19 á milli daga. Það er næst mesti fjöldinn sem greinst hefur frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst en vísindaráð landsins hefur ráðlagt ríkisstjórn Emmanuel Macron að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða og taka erfiðar og mögulega óvinsælar ákvarðanir sem fyrst. 9. september 2020 18:16 „Við höfum ekki hugmynd um hvaðan besta bóluefnið mun koma“ Enginn getur vitað fyrir víst hvaðan fyrsta örugga og áhrifaríka bóluefni gegn kórónuveirunni mun koma. Þetta segir Jeremy Farrar, einn helsti sérfræðingur Breta í smitsjúkdómum. 9. september 2020 17:09 Prófunum á Oxford-bóluefni frestað vegna aukaverkana Lyfjarisinn AstraZeneca hefur nú frestað tímabundið lokaprófunum á bóluefni fyrir kórónuveirunni. 9. september 2020 06:44 Vara við því að veiran sé orðin stjórnlaus í Bretlandi Tveir vísindaráðgjafar bresku ríkistjórnarinnar hafa nú stigið fram og varað við því að kórónuveiran sé að verða stjórnlaus á Bretlandseyjum. 8. september 2020 07:24 WHO býst ekki við bóluefni fyrr en á næsta ári 4. september 2020 15:04 Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Frakkar þurfa að taka erfiðar ákvarðanir Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að 8.577 hefðu greinst smitaðir af Covid-19 á milli daga. Það er næst mesti fjöldinn sem greinst hefur frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst en vísindaráð landsins hefur ráðlagt ríkisstjórn Emmanuel Macron að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða og taka erfiðar og mögulega óvinsælar ákvarðanir sem fyrst. 9. september 2020 18:16
„Við höfum ekki hugmynd um hvaðan besta bóluefnið mun koma“ Enginn getur vitað fyrir víst hvaðan fyrsta örugga og áhrifaríka bóluefni gegn kórónuveirunni mun koma. Þetta segir Jeremy Farrar, einn helsti sérfræðingur Breta í smitsjúkdómum. 9. september 2020 17:09
Prófunum á Oxford-bóluefni frestað vegna aukaverkana Lyfjarisinn AstraZeneca hefur nú frestað tímabundið lokaprófunum á bóluefni fyrir kórónuveirunni. 9. september 2020 06:44
Vara við því að veiran sé orðin stjórnlaus í Bretlandi Tveir vísindaráðgjafar bresku ríkistjórnarinnar hafa nú stigið fram og varað við því að kórónuveiran sé að verða stjórnlaus á Bretlandseyjum. 8. september 2020 07:24
Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00