Dyche ekki bjartsýnn fyrir hönd Jóhanns Berg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2020 07:00 Dyche er ekki bjartsýnn fyrir hönd Jóhanns Bergs sem var borinn af velli í gærkvöld. John Walton/Getty Images Burnley mætti Sheffield United á Turf Moor, heimavelli sínum, í enska deildarbikarnum í gærkvöld. Eftir aðeins tíu mínútna leik var íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson tæklaður illa. Sean Dyche – knattspyrnustjóri Burnley – er ekki bjartsýnn fyrir hönd íslenska landsliðsmannsins og sagði eftir leik að tæklingin hefði verðskuldað rautt spjald. REACTION | Gaffer On Clarets' Cup Clash WATCH https://t.co/fV1RFxbjrB pic.twitter.com/tkINnlAx3I— Burnley FC (@BurnleyOfficial) September 17, 2020 Jack Robinson, leikmaður Sheffield, ætlaði heldur betur að láta finna fyrir sér og endaði með því að tækla Jóhann illa eftir aðeins fimmtán mínútna leik. Dyche ræddi atvikið við vefsíðu Burnley að leik loknum. „Ég sagði við Chris Wilder [stjóra Sheffield United] á meðan leik stóð að þetta hafi verið eðlileg tækling. Eftir á að hyggja á þetta samt að vera rautt spjald, svo einfalt er það. Leikurinn hefur breyst og þetta er ekki eðlileg tækling lengur.“ „Leikmenn mínir voru mjög óánægðir með tæklinguna þegar við fórum inn í klefa í hálfleik. Það sem mér þykir verst er að aðstoðardómarinn var ekki meira en fimm metra frá atvikinu og gerði ekkert í því, ekkert var dæmt,“ sagði Dyche einnig. SD on the foul on JBG pic.twitter.com/Lpg8G8O3dX— Burnley FC (@BurnleyOfficial) September 17, 2020 „Það verður að vera jafnvægi í dómgæslunni. Í úrvalsdeildinni detta menn niður við hvað sem er en í kvöld höfðu þeir rangt fyrir sér og við misstum leikmann meiddan af velli. Það er ljóst að þetta verða meira en nokkrir daga hjá Jóhanni Berg. Við þurfum að bíða eftir niðurstöðunum en hann sneri upp á hnéð þegar hann varð fyrir tæklingunni og það boðar aldrei gott,“ sagði svartsýnn Dyche að lokum. Jóhann Berg hefur átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla síðan hann meiddist illa á kálfa á HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann var til að mynda aðeins í byrjunarliði Burnley sex sinnum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann sleppti landsleikjum Íslands gegn Englandi og Danmörku til að æfa betur með liði sínu og reyna vinna sæti sitt í byrjunarliði Burnley til baka. Nú er óvíst hvort hann verði leikfær er Ísland mætir Rúmeníu þann 8. október í umspili fyrir Evrópumótið sem fram fer næsta sumar. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Jóhann Berg borinn af velli | Mögulega fótbrotinn Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var borinn af velli í leik Burnley og Sheffield United í enska deildarbikarnum sem er nú í gangi. 17. september 2020 17:48 Burnley áfram eftir vítaspyrnukeppni Burnley er komið áfram í næstu umferð enska deildarbikarsins eftir sigur á Sheffield United í vítapsyrnukeppni. Jóhann Berg var borinn af velli eftir slæma tæklingu í upphafi leiks. 17. september 2020 18:55 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira
Burnley mætti Sheffield United á Turf Moor, heimavelli sínum, í enska deildarbikarnum í gærkvöld. Eftir aðeins tíu mínútna leik var íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson tæklaður illa. Sean Dyche – knattspyrnustjóri Burnley – er ekki bjartsýnn fyrir hönd íslenska landsliðsmannsins og sagði eftir leik að tæklingin hefði verðskuldað rautt spjald. REACTION | Gaffer On Clarets' Cup Clash WATCH https://t.co/fV1RFxbjrB pic.twitter.com/tkINnlAx3I— Burnley FC (@BurnleyOfficial) September 17, 2020 Jack Robinson, leikmaður Sheffield, ætlaði heldur betur að láta finna fyrir sér og endaði með því að tækla Jóhann illa eftir aðeins fimmtán mínútna leik. Dyche ræddi atvikið við vefsíðu Burnley að leik loknum. „Ég sagði við Chris Wilder [stjóra Sheffield United] á meðan leik stóð að þetta hafi verið eðlileg tækling. Eftir á að hyggja á þetta samt að vera rautt spjald, svo einfalt er það. Leikurinn hefur breyst og þetta er ekki eðlileg tækling lengur.“ „Leikmenn mínir voru mjög óánægðir með tæklinguna þegar við fórum inn í klefa í hálfleik. Það sem mér þykir verst er að aðstoðardómarinn var ekki meira en fimm metra frá atvikinu og gerði ekkert í því, ekkert var dæmt,“ sagði Dyche einnig. SD on the foul on JBG pic.twitter.com/Lpg8G8O3dX— Burnley FC (@BurnleyOfficial) September 17, 2020 „Það verður að vera jafnvægi í dómgæslunni. Í úrvalsdeildinni detta menn niður við hvað sem er en í kvöld höfðu þeir rangt fyrir sér og við misstum leikmann meiddan af velli. Það er ljóst að þetta verða meira en nokkrir daga hjá Jóhanni Berg. Við þurfum að bíða eftir niðurstöðunum en hann sneri upp á hnéð þegar hann varð fyrir tæklingunni og það boðar aldrei gott,“ sagði svartsýnn Dyche að lokum. Jóhann Berg hefur átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla síðan hann meiddist illa á kálfa á HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann var til að mynda aðeins í byrjunarliði Burnley sex sinnum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann sleppti landsleikjum Íslands gegn Englandi og Danmörku til að æfa betur með liði sínu og reyna vinna sæti sitt í byrjunarliði Burnley til baka. Nú er óvíst hvort hann verði leikfær er Ísland mætir Rúmeníu þann 8. október í umspili fyrir Evrópumótið sem fram fer næsta sumar.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Jóhann Berg borinn af velli | Mögulega fótbrotinn Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var borinn af velli í leik Burnley og Sheffield United í enska deildarbikarnum sem er nú í gangi. 17. september 2020 17:48 Burnley áfram eftir vítaspyrnukeppni Burnley er komið áfram í næstu umferð enska deildarbikarsins eftir sigur á Sheffield United í vítapsyrnukeppni. Jóhann Berg var borinn af velli eftir slæma tæklingu í upphafi leiks. 17. september 2020 18:55 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira
Jóhann Berg borinn af velli | Mögulega fótbrotinn Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var borinn af velli í leik Burnley og Sheffield United í enska deildarbikarnum sem er nú í gangi. 17. september 2020 17:48
Burnley áfram eftir vítaspyrnukeppni Burnley er komið áfram í næstu umferð enska deildarbikarsins eftir sigur á Sheffield United í vítapsyrnukeppni. Jóhann Berg var borinn af velli eftir slæma tæklingu í upphafi leiks. 17. september 2020 18:55