Dyche ekki bjartsýnn fyrir hönd Jóhanns Berg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2020 07:00 Dyche er ekki bjartsýnn fyrir hönd Jóhanns Bergs sem var borinn af velli í gærkvöld. John Walton/Getty Images Burnley mætti Sheffield United á Turf Moor, heimavelli sínum, í enska deildarbikarnum í gærkvöld. Eftir aðeins tíu mínútna leik var íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson tæklaður illa. Sean Dyche – knattspyrnustjóri Burnley – er ekki bjartsýnn fyrir hönd íslenska landsliðsmannsins og sagði eftir leik að tæklingin hefði verðskuldað rautt spjald. REACTION | Gaffer On Clarets' Cup Clash WATCH https://t.co/fV1RFxbjrB pic.twitter.com/tkINnlAx3I— Burnley FC (@BurnleyOfficial) September 17, 2020 Jack Robinson, leikmaður Sheffield, ætlaði heldur betur að láta finna fyrir sér og endaði með því að tækla Jóhann illa eftir aðeins fimmtán mínútna leik. Dyche ræddi atvikið við vefsíðu Burnley að leik loknum. „Ég sagði við Chris Wilder [stjóra Sheffield United] á meðan leik stóð að þetta hafi verið eðlileg tækling. Eftir á að hyggja á þetta samt að vera rautt spjald, svo einfalt er það. Leikurinn hefur breyst og þetta er ekki eðlileg tækling lengur.“ „Leikmenn mínir voru mjög óánægðir með tæklinguna þegar við fórum inn í klefa í hálfleik. Það sem mér þykir verst er að aðstoðardómarinn var ekki meira en fimm metra frá atvikinu og gerði ekkert í því, ekkert var dæmt,“ sagði Dyche einnig. SD on the foul on JBG pic.twitter.com/Lpg8G8O3dX— Burnley FC (@BurnleyOfficial) September 17, 2020 „Það verður að vera jafnvægi í dómgæslunni. Í úrvalsdeildinni detta menn niður við hvað sem er en í kvöld höfðu þeir rangt fyrir sér og við misstum leikmann meiddan af velli. Það er ljóst að þetta verða meira en nokkrir daga hjá Jóhanni Berg. Við þurfum að bíða eftir niðurstöðunum en hann sneri upp á hnéð þegar hann varð fyrir tæklingunni og það boðar aldrei gott,“ sagði svartsýnn Dyche að lokum. Jóhann Berg hefur átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla síðan hann meiddist illa á kálfa á HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann var til að mynda aðeins í byrjunarliði Burnley sex sinnum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann sleppti landsleikjum Íslands gegn Englandi og Danmörku til að æfa betur með liði sínu og reyna vinna sæti sitt í byrjunarliði Burnley til baka. Nú er óvíst hvort hann verði leikfær er Ísland mætir Rúmeníu þann 8. október í umspili fyrir Evrópumótið sem fram fer næsta sumar. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Jóhann Berg borinn af velli | Mögulega fótbrotinn Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var borinn af velli í leik Burnley og Sheffield United í enska deildarbikarnum sem er nú í gangi. 17. september 2020 17:48 Burnley áfram eftir vítaspyrnukeppni Burnley er komið áfram í næstu umferð enska deildarbikarsins eftir sigur á Sheffield United í vítapsyrnukeppni. Jóhann Berg var borinn af velli eftir slæma tæklingu í upphafi leiks. 17. september 2020 18:55 Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Sjá meira
Burnley mætti Sheffield United á Turf Moor, heimavelli sínum, í enska deildarbikarnum í gærkvöld. Eftir aðeins tíu mínútna leik var íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson tæklaður illa. Sean Dyche – knattspyrnustjóri Burnley – er ekki bjartsýnn fyrir hönd íslenska landsliðsmannsins og sagði eftir leik að tæklingin hefði verðskuldað rautt spjald. REACTION | Gaffer On Clarets' Cup Clash WATCH https://t.co/fV1RFxbjrB pic.twitter.com/tkINnlAx3I— Burnley FC (@BurnleyOfficial) September 17, 2020 Jack Robinson, leikmaður Sheffield, ætlaði heldur betur að láta finna fyrir sér og endaði með því að tækla Jóhann illa eftir aðeins fimmtán mínútna leik. Dyche ræddi atvikið við vefsíðu Burnley að leik loknum. „Ég sagði við Chris Wilder [stjóra Sheffield United] á meðan leik stóð að þetta hafi verið eðlileg tækling. Eftir á að hyggja á þetta samt að vera rautt spjald, svo einfalt er það. Leikurinn hefur breyst og þetta er ekki eðlileg tækling lengur.“ „Leikmenn mínir voru mjög óánægðir með tæklinguna þegar við fórum inn í klefa í hálfleik. Það sem mér þykir verst er að aðstoðardómarinn var ekki meira en fimm metra frá atvikinu og gerði ekkert í því, ekkert var dæmt,“ sagði Dyche einnig. SD on the foul on JBG pic.twitter.com/Lpg8G8O3dX— Burnley FC (@BurnleyOfficial) September 17, 2020 „Það verður að vera jafnvægi í dómgæslunni. Í úrvalsdeildinni detta menn niður við hvað sem er en í kvöld höfðu þeir rangt fyrir sér og við misstum leikmann meiddan af velli. Það er ljóst að þetta verða meira en nokkrir daga hjá Jóhanni Berg. Við þurfum að bíða eftir niðurstöðunum en hann sneri upp á hnéð þegar hann varð fyrir tæklingunni og það boðar aldrei gott,“ sagði svartsýnn Dyche að lokum. Jóhann Berg hefur átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla síðan hann meiddist illa á kálfa á HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann var til að mynda aðeins í byrjunarliði Burnley sex sinnum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann sleppti landsleikjum Íslands gegn Englandi og Danmörku til að æfa betur með liði sínu og reyna vinna sæti sitt í byrjunarliði Burnley til baka. Nú er óvíst hvort hann verði leikfær er Ísland mætir Rúmeníu þann 8. október í umspili fyrir Evrópumótið sem fram fer næsta sumar.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Jóhann Berg borinn af velli | Mögulega fótbrotinn Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var borinn af velli í leik Burnley og Sheffield United í enska deildarbikarnum sem er nú í gangi. 17. september 2020 17:48 Burnley áfram eftir vítaspyrnukeppni Burnley er komið áfram í næstu umferð enska deildarbikarsins eftir sigur á Sheffield United í vítapsyrnukeppni. Jóhann Berg var borinn af velli eftir slæma tæklingu í upphafi leiks. 17. september 2020 18:55 Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Sjá meira
Jóhann Berg borinn af velli | Mögulega fótbrotinn Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var borinn af velli í leik Burnley og Sheffield United í enska deildarbikarnum sem er nú í gangi. 17. september 2020 17:48
Burnley áfram eftir vítaspyrnukeppni Burnley er komið áfram í næstu umferð enska deildarbikarsins eftir sigur á Sheffield United í vítapsyrnukeppni. Jóhann Berg var borinn af velli eftir slæma tæklingu í upphafi leiks. 17. september 2020 18:55