29 lögreglumenn sendir í leyfi fyrir að deila myndum af Hitler og gasklefum Atli Ísleifsson skrifar 17. september 2020 13:59 Húsleit var gerð á fjölda staða í Essen, Mülheim an der Ruhr, Oberhausen, Moers og Selm. Getty 29 lögreglumönnum í Þýskalandi hefur verið vikið úr starfi og þurfa að sæta rannsókn vegna gruns um að hafa deilt áróðri hægri-öfgamanna í spjallhópum. Talsmaður stéttarfélags lögreglumanna segir málið „óþolandi“. Lögreglumenn í Norðurrín-Vestfalíu gerðu húsleit á 34 heimilum og skrifstofum starfsbræðra sinna í gær vegna rannsókna á fimm spjallhópum lögreglumanna í forritinu WhatsApp. Málið snýr að spjallhópum sem voru virkir á árunum 2013 til 2015 þar sem finna mátti 126 áróðursmyndir, þar á meðal myndir af Adolf Hitler og samsettar myndir af flóttamönnum í gasklefum. Herbert Reul, innanríkisráðherra Norrðurrín-Vestfalíu, sagði frá málinu í gær og lýsti hann efninu sem deilt var sem „andstyggilegu“. Frank Richter, lögreglustjóri í Essen, kveðst vera í áfalli vegna málsins og ekkert botna í því að enginn lögreglumannanna hafi tilkynnt um deilingarnar til yfirboðara sinna. Flestir í Essen Reul segir að fjórtán hinna 29 lögreglumanna verði líklega reknir úr lögreglu, en ellefu þeirra hafi deilt efninu svo að glæpsamlegt megi kalla. Þá sé líklegt að hinum verði refsað með öðrum hætti, en að þeir hafi allir komið óorði á um 50 þúsund manna lögreglulið Norðurrín-Vestfalíu. „Hægri öfgamenn og nýnasistar eiga engan stað í lögregluliði Norðurrín-Vestfalíu, í okkar lögregluliði,“ sagði Reul. 25 þessara 29 lögreglumanna störfuðu í borginni Essen, þar sem íbúar telja tæplega 600 þúsund. Þýskaland Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
29 lögreglumönnum í Þýskalandi hefur verið vikið úr starfi og þurfa að sæta rannsókn vegna gruns um að hafa deilt áróðri hægri-öfgamanna í spjallhópum. Talsmaður stéttarfélags lögreglumanna segir málið „óþolandi“. Lögreglumenn í Norðurrín-Vestfalíu gerðu húsleit á 34 heimilum og skrifstofum starfsbræðra sinna í gær vegna rannsókna á fimm spjallhópum lögreglumanna í forritinu WhatsApp. Málið snýr að spjallhópum sem voru virkir á árunum 2013 til 2015 þar sem finna mátti 126 áróðursmyndir, þar á meðal myndir af Adolf Hitler og samsettar myndir af flóttamönnum í gasklefum. Herbert Reul, innanríkisráðherra Norrðurrín-Vestfalíu, sagði frá málinu í gær og lýsti hann efninu sem deilt var sem „andstyggilegu“. Frank Richter, lögreglustjóri í Essen, kveðst vera í áfalli vegna málsins og ekkert botna í því að enginn lögreglumannanna hafi tilkynnt um deilingarnar til yfirboðara sinna. Flestir í Essen Reul segir að fjórtán hinna 29 lögreglumanna verði líklega reknir úr lögreglu, en ellefu þeirra hafi deilt efninu svo að glæpsamlegt megi kalla. Þá sé líklegt að hinum verði refsað með öðrum hætti, en að þeir hafi allir komið óorði á um 50 þúsund manna lögreglulið Norðurrín-Vestfalíu. „Hægri öfgamenn og nýnasistar eiga engan stað í lögregluliði Norðurrín-Vestfalíu, í okkar lögregluliði,“ sagði Reul. 25 þessara 29 lögreglumanna störfuðu í borginni Essen, þar sem íbúar telja tæplega 600 þúsund.
Þýskaland Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira