Erlent

Norski fjöldamorðinginn sækir um reynslulausn

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Breivik hefur eins og aðrir sem hafa hlotið 21 árs fangelsisdóm rétt til að sækja um reynslulausn. Hann hefur afplánað tíu ár af dómnum sínum næsta sumar.
Breivik hefur eins og aðrir sem hafa hlotið 21 árs fangelsisdóm rétt til að sækja um reynslulausn. Hann hefur afplánað tíu ár af dómnum sínum næsta sumar. Vísir/AFP

Norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik hyggst sækja um reynslulausn. Þetta staðfestir lögmaður hans í samtali við Verdens Gang.

Breivik var á haustmánuðum 2012 dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir að hafa orðið 77 manns að bana í tvískiptri hryðjuverkaárás sumarið 2011. Dómurinn sem Breivik hlaut er þyngsti fangelsisdómur sem hægt er að hljóta innan ramma norska kerfisins en yfirvöld hafa heimild til að framlengja dóm hans ítrekað um fimm ár í senn þegar hann hefur lokið afplánun á 21 árs fangelsisdómnum.

Breivik er heimilt, eins og öðrum föngum, að sækja um reynslulausn eftir að hann hefur afplánað tíu ár af dómnum en í júlí á næsta ári hefur Breivik verið á bak við lás og slá í tíu ár.

„Ég hef, að hans kröfu, sótt um reynslulausn,“ segir Oeystein Storrvik, lögmaður Breiviks í samtali við VG.

Norðmenn hafa brugðist harkalega við fréttum af fyrirætlunum Breiviks og fordæmt hann. Í tísti sagði Raymond Johansen borgarstjóri Osló, að Breivik yrði aldrei sleppt úr fangelsi. Og ítrekaði „aldrei!“.

Vegard Wennesland er einn af þeim sem lifði af hryðjuverkaárásina í Útey. Hann sagðist sannfærður um að norska réttarkerfið muni ekki valda honum vonbrigðum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.