Kristín Ýr hefði valið Hólmfríði í landsliðið: Svo mikill X-faktor í Fríðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2020 12:00 Hólmfríður Magnúsdóttir fagnar eftir að Selfoss vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil. Hún skoraði þá fyrra mark Selfoss í 2-1 sigri á KR. vísir/daníel Hólmfríður Magnúsdóttir átti stórleik með Selfossliðinu í Pepsi Max deild kvenna um helgina í fyrsta leiknum sínum eftir að kom í ljós að hún væri ekki í íslenska landsliðinu. Hólmfríður skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö í 5-0 sigri Selfoss á KR og það í Vesturbænum. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Pepsi Max mörkum kvenna ræddu frammistöðu Hólmfríðar í leiknum í þætti sínum í gær. Selfossliðið blómstraði án Dagnýjar „Ég verð að segja fyrir mitt leyti sem áhorfandi þarna að mér fannst hún vera á allt öðru ‚leveli' en aðrir leikmenn,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Pepsi Max markanna, í upphafi umræðanna um Selfossliðið. Selfoss lék án Dagnýjar Brynjarsdóttur í þessum leik en saknaði ekki hennar ekki síst vegna frammistöðu Hólmfríðar. „Dagný var ekki að spila og maður átti von á því að það myndi veikja Selfoss. Það virtist ekki gera það,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Ef Selfoss hefði verið að mæta einhverju öðru liði en KR þá hugsa ég að það hefði haft meiri áhrif. KR átti ekki neitt í þær,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna. „Ég velti því fyrir mér hvort að það sé að treysta of mikið á Dagnýju til dæmis sóknarlega. Þegar Hólmfríður er búin að vera góð í sumar þá er hún búin að vera besti maður vallarins,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna. Besti maður vallarsin eða nánast ekki með „Þegar hún er ekki besti maður vallarins þá finnst mér hún nánast ekki með. Það er búið að tala svo mikið um að Dagný eigi að bera þetta uppi en svo dettur hún út og þá þurfa hinir leikmennirnir að tengja. Þá fannst mér þetta ganga betur fyrir sig sóknarlega,“ sagði Bára Kristbjörg. Hólmfríður Magnúsdóttir talaði um það á fótbolta.net að hún væri svekkt að vera ekki í landsliðinu. Hún er að verða 36 ára gömul í næstu viku og er annar markahæsta landsliðskonan sögunnar með 37 mörk í 112 landsleikjum. Á hún að vera í landsliðinu? „Við vitum að hún er með mjög mikinn metnað annars væri hún ekki búin að komast þangað sem hún er. Hún er búin að standa sig vel og má vera svekkt en svo er bara spurning um hverjum finnst um að hver eigi að vera hvar,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir. Frekar en Rakel Hönnu „Ég hefði persónulega ekki valið hana yfir neina úr þessum sóknarmannahópi. Ekki núna. Þegar hún er búin að vera góð þá er hún búin að vera besti maður vallarins en mér finnst hún búin að eiga of marga ‚off-leiki' til þess að ég myndi taka einhvern annan sóknarmann út fyrir hana,“ sagði Bára Kristbjörg. „Ég hefði valið hana, ekki til að vera í byrjunarliðinu heldur til að hafa hana á bekknum. Hún er góð til að sprengja upp leikinn. Ég hefði tekið hana frekar en Rakel Hönnu til dæmis,“ sagði Kristín Ýr. „Það er svo mikill X-faktor í Fríðu að koma inn á með einhverja sprengju í nokkrar mínútur,“ sagði Kristín Ýr en það má finna umfjöllunina um Hólmfríði hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna: Hólmfríður Magnúsdóttir og landsliðið Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin EM 2021 í Englandi Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir átti stórleik með Selfossliðinu í Pepsi Max deild kvenna um helgina í fyrsta leiknum sínum eftir að kom í ljós að hún væri ekki í íslenska landsliðinu. Hólmfríður skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö í 5-0 sigri Selfoss á KR og það í Vesturbænum. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Pepsi Max mörkum kvenna ræddu frammistöðu Hólmfríðar í leiknum í þætti sínum í gær. Selfossliðið blómstraði án Dagnýjar „Ég verð að segja fyrir mitt leyti sem áhorfandi þarna að mér fannst hún vera á allt öðru ‚leveli' en aðrir leikmenn,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Pepsi Max markanna, í upphafi umræðanna um Selfossliðið. Selfoss lék án Dagnýjar Brynjarsdóttur í þessum leik en saknaði ekki hennar ekki síst vegna frammistöðu Hólmfríðar. „Dagný var ekki að spila og maður átti von á því að það myndi veikja Selfoss. Það virtist ekki gera það,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Ef Selfoss hefði verið að mæta einhverju öðru liði en KR þá hugsa ég að það hefði haft meiri áhrif. KR átti ekki neitt í þær,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna. „Ég velti því fyrir mér hvort að það sé að treysta of mikið á Dagnýju til dæmis sóknarlega. Þegar Hólmfríður er búin að vera góð í sumar þá er hún búin að vera besti maður vallarins,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna. Besti maður vallarsin eða nánast ekki með „Þegar hún er ekki besti maður vallarins þá finnst mér hún nánast ekki með. Það er búið að tala svo mikið um að Dagný eigi að bera þetta uppi en svo dettur hún út og þá þurfa hinir leikmennirnir að tengja. Þá fannst mér þetta ganga betur fyrir sig sóknarlega,“ sagði Bára Kristbjörg. Hólmfríður Magnúsdóttir talaði um það á fótbolta.net að hún væri svekkt að vera ekki í landsliðinu. Hún er að verða 36 ára gömul í næstu viku og er annar markahæsta landsliðskonan sögunnar með 37 mörk í 112 landsleikjum. Á hún að vera í landsliðinu? „Við vitum að hún er með mjög mikinn metnað annars væri hún ekki búin að komast þangað sem hún er. Hún er búin að standa sig vel og má vera svekkt en svo er bara spurning um hverjum finnst um að hver eigi að vera hvar,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir. Frekar en Rakel Hönnu „Ég hefði persónulega ekki valið hana yfir neina úr þessum sóknarmannahópi. Ekki núna. Þegar hún er búin að vera góð þá er hún búin að vera besti maður vallarins en mér finnst hún búin að eiga of marga ‚off-leiki' til þess að ég myndi taka einhvern annan sóknarmann út fyrir hana,“ sagði Bára Kristbjörg. „Ég hefði valið hana, ekki til að vera í byrjunarliðinu heldur til að hafa hana á bekknum. Hún er góð til að sprengja upp leikinn. Ég hefði tekið hana frekar en Rakel Hönnu til dæmis,“ sagði Kristín Ýr. „Það er svo mikill X-faktor í Fríðu að koma inn á með einhverja sprengju í nokkrar mínútur,“ sagði Kristín Ýr en það má finna umfjöllunina um Hólmfríði hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna: Hólmfríður Magnúsdóttir og landsliðið
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin EM 2021 í Englandi Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira