Íslenski boltinn

Íslenskur fótbolti lendir í veseni verði míkróplast á gervigrasvöllum bannað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hér má sjá plastagnirnar spænast upp í leik hjá Val á Orgio vellinum á Hlíðarenda.
Hér má sjá plastagnirnar spænast upp í leik hjá Val á Orgio vellinum á Hlíðarenda. Vísir/Daníel Þór

Stór hluti fótboltaleikja á Íslandi fer fram á gervigrasvöllum í dag enda hefur slíkum völlum fjölgað mikið á síðustu árum. Nú gæti hins vegar framtíð slíkra valla vera í uppnámi.

Stofnun á vegum Evrópusambandsins hefur haft til skoðunar mögulegt bann við notkun núverandi fylliefna frá og með árinu 2028. Ákvörðun verður tekin árið 2022.

Knattspyrnusambönd Norðurlanda hafa tekið höndum saman enda mikið hagsmunamál. Málið er hápólitískt og tók stjórn KSÍ málið fyrir en Fréttablaðið segir frá þessu í dag.

ECHA, stofnun á vegum Evrópusambandsins, hefur haft til skoðunar frá árinu 2019 mögulegt bann við notkun núverandi fylliefna á gervigrasvöllum frá og með árinu 2028 vegna mögulegra umhverfisáhrifa.

Knattspyrnusamböndin á Norðurlöndunum hafa tekið höndum saman vegna málsins enda fjölmargir gervigrasvellir í löndunum. Á Íslandi eru 35 gervigrasvellir í fullri stærð og 163 minni gervigrasvellir.

Í Pepsi Max deild karla spila þannig fleiri lið á gervigrasi (Valur, Stjarnan, Breiðablik, Víkingur, Fylkir, HK og Grótta) en á náttúrulegu grasi (KR, FH, ÍA, KA og Fjölnir).

„Menn geta alveg haft skoðanir á grasi og gervigrasi en við vitum hvað gervigras hefur gert fyrir þróun á fótboltanum hér,“ segir Ingi Sigurðsson, formaður mannvirkjanefndar KSÍ, í samtali við Benedikt Bóas Hinriksson á Fréttablaðinu. Ingi kom fyrir stjórn KSÍ og kynnti þetta mögulega bann á síðasta fundi sambandsins

Í bréfi sem knattspyrnusambönd Norðurlanda sendu ECHA sameiginlega var lögð áhersla á þá stöðu sem er uppi á Norðurlöndum með tilkomu gervigrasvalla og hvaða af leiðingar bann á slíkum völlum myndi hafa á knattspyrnuiðkun á Norðurlöndum.

„Árið 2022 verður þessi ákvörðun tekin og við vitum núna hvað við höfum langan tíma. Þetta er hápólítískt mál og það þarf að upplýsa marga en vonandi gera allir sér grein fyrir hversu miklar afleiðingar þetta getur haft hér á landi. Það er byrjað að telja niður og allir þurfa að fara upp á tærnar þannig að það verði ekki neitt bann,“ sagði Ingi í viðtalinu en það má finna það .Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.