Trump hampar „dögun nýrra Mið-Austurlanda“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2020 23:26 (Frá vinstri til hægri) Abdullatif bin Rashid, utanríkisráðherra Barein, Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, Donald Trump Bandaríkjaforesti og Abdullah bin Zayed bin Sultan Al Nahyan, utanríkisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, skrifa undir friðarsamninga fyrir utan Hvíta húsið í dag. Getty/Alex Wong Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnaði því í dag að samningar hafi náðst milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Barein og kallaði undirritun samninganna „dögun nýrra Mið-Austurlanda.“ Friðarsamningarnir eru sagðir sögulegir en með undirritun þeirra eru Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein þriðja og fjórða arabaríkið til að viðurkenna tilvist Ísrael frá því það var stofnað árið 1948. Bandaríkjastjórn hafði milligöngu um samningana og sagði Trump við undirritun þeirra í dag að samningarnir væru sögulegir. Þá sagðist hann vonast til þess að fleiri lönd muni fylgja en Palestínumenn hafa biðlað til þeirra að fylgja löndunum tveimur ekki eftir á meðan deilur Palestínu og Ísrael eru enn óleystar. Í áraraðir hafa flest arabaríki sniðgengið Ísrael og haldið því fram að samskipti við Ísrael verði ekki tekin upp fyrr en búið er að útkljá deilurnar við Palestínu. „Eftir áratuga átök og sundrung er komið að dögun nýrra Mið-Austurlanda,“ sagði Trump í ræðu sinni en undirskriftarathöfnin var haldin fyrir framan Hvíta húsið þar sem hundruð höfðu safnast saman til að fylgjast með. „Við erum hér í dag til þess að breyta stefnu sögunnar,“ bætti hann við. Tveimur eldflaugum skotið frá Gaza á meðan á athöfninni stóð Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði samningana velkomna en Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu, sagði að aðeins þegar Ísrael yfirgæfi hernumin svæði í Palestínu gæti friður ríkt í Mið-Austurlöndum. Mahmoud Abbas leiðtogi Palestínu á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann heldur hér uppi korti sem er tillaga að landskiptingu Ísrael og Palestínu.Getty/Spencer Platt Samkvæmt upplýsingum frá ísraelska hernum var tveimur eldflaugum skotið frá Gaza á ísraelskt land á meðan á athöfninni stóð. Hingað til hafa einungis tvö önnur ríki í Mið-Austurlöndum viðurkennt tilvist Ísraels, það eru Egyptaland og Jórdanía, en þau skrifuðu undir friðarsamninga við Ísrael árin 1978 og 1994. Þá átti Máritanía, sem er meðlimur Arababandalagsins í norðvestur Afríku, í stjórnmálasambandi við Ísrael frá árinu 1999 en því var slitið árið 2010. Donald Trump Bandaríkin Ísrael Sameinuðu arabísku furstadæmin Barein Tengdar fréttir Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að viðurkenna Ísraelsríki. 11. september 2020 22:28 Hamas og Ísraelar ná samkomulagi um vopnahlé 1. september 2020 07:23 Khamenei segir furstadæmin hafa svikið aðra múslima Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa svikið önnur ríki múslima og Palestínumenn með samkomulagi ríkisins við Ísrael. 1. september 2020 14:51 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnaði því í dag að samningar hafi náðst milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Barein og kallaði undirritun samninganna „dögun nýrra Mið-Austurlanda.“ Friðarsamningarnir eru sagðir sögulegir en með undirritun þeirra eru Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein þriðja og fjórða arabaríkið til að viðurkenna tilvist Ísrael frá því það var stofnað árið 1948. Bandaríkjastjórn hafði milligöngu um samningana og sagði Trump við undirritun þeirra í dag að samningarnir væru sögulegir. Þá sagðist hann vonast til þess að fleiri lönd muni fylgja en Palestínumenn hafa biðlað til þeirra að fylgja löndunum tveimur ekki eftir á meðan deilur Palestínu og Ísrael eru enn óleystar. Í áraraðir hafa flest arabaríki sniðgengið Ísrael og haldið því fram að samskipti við Ísrael verði ekki tekin upp fyrr en búið er að útkljá deilurnar við Palestínu. „Eftir áratuga átök og sundrung er komið að dögun nýrra Mið-Austurlanda,“ sagði Trump í ræðu sinni en undirskriftarathöfnin var haldin fyrir framan Hvíta húsið þar sem hundruð höfðu safnast saman til að fylgjast með. „Við erum hér í dag til þess að breyta stefnu sögunnar,“ bætti hann við. Tveimur eldflaugum skotið frá Gaza á meðan á athöfninni stóð Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði samningana velkomna en Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu, sagði að aðeins þegar Ísrael yfirgæfi hernumin svæði í Palestínu gæti friður ríkt í Mið-Austurlöndum. Mahmoud Abbas leiðtogi Palestínu á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann heldur hér uppi korti sem er tillaga að landskiptingu Ísrael og Palestínu.Getty/Spencer Platt Samkvæmt upplýsingum frá ísraelska hernum var tveimur eldflaugum skotið frá Gaza á ísraelskt land á meðan á athöfninni stóð. Hingað til hafa einungis tvö önnur ríki í Mið-Austurlöndum viðurkennt tilvist Ísraels, það eru Egyptaland og Jórdanía, en þau skrifuðu undir friðarsamninga við Ísrael árin 1978 og 1994. Þá átti Máritanía, sem er meðlimur Arababandalagsins í norðvestur Afríku, í stjórnmálasambandi við Ísrael frá árinu 1999 en því var slitið árið 2010.
Donald Trump Bandaríkin Ísrael Sameinuðu arabísku furstadæmin Barein Tengdar fréttir Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að viðurkenna Ísraelsríki. 11. september 2020 22:28 Hamas og Ísraelar ná samkomulagi um vopnahlé 1. september 2020 07:23 Khamenei segir furstadæmin hafa svikið aðra múslima Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa svikið önnur ríki múslima og Palestínumenn með samkomulagi ríkisins við Ísrael. 1. september 2020 14:51 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að viðurkenna Ísraelsríki. 11. september 2020 22:28
Khamenei segir furstadæmin hafa svikið aðra múslima Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa svikið önnur ríki múslima og Palestínumenn með samkomulagi ríkisins við Ísrael. 1. september 2020 14:51