Trump hampar „dögun nýrra Mið-Austurlanda“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2020 23:26 (Frá vinstri til hægri) Abdullatif bin Rashid, utanríkisráðherra Barein, Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, Donald Trump Bandaríkjaforesti og Abdullah bin Zayed bin Sultan Al Nahyan, utanríkisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, skrifa undir friðarsamninga fyrir utan Hvíta húsið í dag. Getty/Alex Wong Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnaði því í dag að samningar hafi náðst milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Barein og kallaði undirritun samninganna „dögun nýrra Mið-Austurlanda.“ Friðarsamningarnir eru sagðir sögulegir en með undirritun þeirra eru Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein þriðja og fjórða arabaríkið til að viðurkenna tilvist Ísrael frá því það var stofnað árið 1948. Bandaríkjastjórn hafði milligöngu um samningana og sagði Trump við undirritun þeirra í dag að samningarnir væru sögulegir. Þá sagðist hann vonast til þess að fleiri lönd muni fylgja en Palestínumenn hafa biðlað til þeirra að fylgja löndunum tveimur ekki eftir á meðan deilur Palestínu og Ísrael eru enn óleystar. Í áraraðir hafa flest arabaríki sniðgengið Ísrael og haldið því fram að samskipti við Ísrael verði ekki tekin upp fyrr en búið er að útkljá deilurnar við Palestínu. „Eftir áratuga átök og sundrung er komið að dögun nýrra Mið-Austurlanda,“ sagði Trump í ræðu sinni en undirskriftarathöfnin var haldin fyrir framan Hvíta húsið þar sem hundruð höfðu safnast saman til að fylgjast með. „Við erum hér í dag til þess að breyta stefnu sögunnar,“ bætti hann við. Tveimur eldflaugum skotið frá Gaza á meðan á athöfninni stóð Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði samningana velkomna en Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu, sagði að aðeins þegar Ísrael yfirgæfi hernumin svæði í Palestínu gæti friður ríkt í Mið-Austurlöndum. Mahmoud Abbas leiðtogi Palestínu á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann heldur hér uppi korti sem er tillaga að landskiptingu Ísrael og Palestínu.Getty/Spencer Platt Samkvæmt upplýsingum frá ísraelska hernum var tveimur eldflaugum skotið frá Gaza á ísraelskt land á meðan á athöfninni stóð. Hingað til hafa einungis tvö önnur ríki í Mið-Austurlöndum viðurkennt tilvist Ísraels, það eru Egyptaland og Jórdanía, en þau skrifuðu undir friðarsamninga við Ísrael árin 1978 og 1994. Þá átti Máritanía, sem er meðlimur Arababandalagsins í norðvestur Afríku, í stjórnmálasambandi við Ísrael frá árinu 1999 en því var slitið árið 2010. Donald Trump Bandaríkin Ísrael Sameinuðu arabísku furstadæmin Barein Tengdar fréttir Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að viðurkenna Ísraelsríki. 11. september 2020 22:28 Hamas og Ísraelar ná samkomulagi um vopnahlé 1. september 2020 07:23 Khamenei segir furstadæmin hafa svikið aðra múslima Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa svikið önnur ríki múslima og Palestínumenn með samkomulagi ríkisins við Ísrael. 1. september 2020 14:51 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnaði því í dag að samningar hafi náðst milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Barein og kallaði undirritun samninganna „dögun nýrra Mið-Austurlanda.“ Friðarsamningarnir eru sagðir sögulegir en með undirritun þeirra eru Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein þriðja og fjórða arabaríkið til að viðurkenna tilvist Ísrael frá því það var stofnað árið 1948. Bandaríkjastjórn hafði milligöngu um samningana og sagði Trump við undirritun þeirra í dag að samningarnir væru sögulegir. Þá sagðist hann vonast til þess að fleiri lönd muni fylgja en Palestínumenn hafa biðlað til þeirra að fylgja löndunum tveimur ekki eftir á meðan deilur Palestínu og Ísrael eru enn óleystar. Í áraraðir hafa flest arabaríki sniðgengið Ísrael og haldið því fram að samskipti við Ísrael verði ekki tekin upp fyrr en búið er að útkljá deilurnar við Palestínu. „Eftir áratuga átök og sundrung er komið að dögun nýrra Mið-Austurlanda,“ sagði Trump í ræðu sinni en undirskriftarathöfnin var haldin fyrir framan Hvíta húsið þar sem hundruð höfðu safnast saman til að fylgjast með. „Við erum hér í dag til þess að breyta stefnu sögunnar,“ bætti hann við. Tveimur eldflaugum skotið frá Gaza á meðan á athöfninni stóð Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði samningana velkomna en Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu, sagði að aðeins þegar Ísrael yfirgæfi hernumin svæði í Palestínu gæti friður ríkt í Mið-Austurlöndum. Mahmoud Abbas leiðtogi Palestínu á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann heldur hér uppi korti sem er tillaga að landskiptingu Ísrael og Palestínu.Getty/Spencer Platt Samkvæmt upplýsingum frá ísraelska hernum var tveimur eldflaugum skotið frá Gaza á ísraelskt land á meðan á athöfninni stóð. Hingað til hafa einungis tvö önnur ríki í Mið-Austurlöndum viðurkennt tilvist Ísraels, það eru Egyptaland og Jórdanía, en þau skrifuðu undir friðarsamninga við Ísrael árin 1978 og 1994. Þá átti Máritanía, sem er meðlimur Arababandalagsins í norðvestur Afríku, í stjórnmálasambandi við Ísrael frá árinu 1999 en því var slitið árið 2010.
Donald Trump Bandaríkin Ísrael Sameinuðu arabísku furstadæmin Barein Tengdar fréttir Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að viðurkenna Ísraelsríki. 11. september 2020 22:28 Hamas og Ísraelar ná samkomulagi um vopnahlé 1. september 2020 07:23 Khamenei segir furstadæmin hafa svikið aðra múslima Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa svikið önnur ríki múslima og Palestínumenn með samkomulagi ríkisins við Ísrael. 1. september 2020 14:51 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að viðurkenna Ísraelsríki. 11. september 2020 22:28
Khamenei segir furstadæmin hafa svikið aðra múslima Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa svikið önnur ríki múslima og Palestínumenn með samkomulagi ríkisins við Ísrael. 1. september 2020 14:51
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“