Erlent

Hamas og Ísraelar ná sam­komu­lagi um vopna­hlé

Atli Ísleifsson skrifar
Ísraelsmenn hafa gert loftárásir á Gaza nær daglega frá því í byrjun ágúst. Hafa Hamas-liðar hafa sent eldsprengjur hangandi í blöðrum og stundum eldflaugar, yfir til Ísraels á móti.
Ísraelsmenn hafa gert loftárásir á Gaza nær daglega frá því í byrjun ágúst. Hafa Hamas-liðar hafa sent eldsprengjur hangandi í blöðrum og stundum eldflaugar, yfir til Ísraels á móti. AP

Hamas-samtökin sem stjórna Gazaströndinni í Palestínu segjast hafa náð samkomulagi við Ísraelsmenn um vopnahlé en átök hafa verið tíð á svæðinu síðustu vikur.

Guardian segir frá því að vopnahléinu hafi verið komið á með milligöngu stjórnvalda í Katar en Ísraelsmenn hafa gert loftárásir á Gaza nær daglega frá því í byrjun ágúst. Hafa Hamas-liðar hafa sent eldsprengjur hangandi í blöðrum og stundum eldflaugar, yfir til Ísraels á móti.

Með vopnahléinu fallast Ísraelar á að opna á ný fyrir eldsneytisflutninga inn á Gaza auk og þá verður hægt að koma rafmagni aftur á svæðið en þar hafði aðeins verið rafmagn í um fjóra tíma á hverjum sólarhring.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×