Segir að árás frá Íran yrði svarað þúsundfalt Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2020 10:49 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Ross D. Franklin Yfirvöld í Íran hafa varað Bandaríkin við því að „gera mistök“ eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði Íran á Twitter. Það gerði forsetinn vegna fregna um að Íranir ætluðu mögulega að reyna að ráða sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Afríku af dögum. Trump sagði að hvers kyns árás frá Íran yrði svarað þúsundfalt. ...caused over so many years. Any attack by Iran, in any form, against the United States will be met with an attack on Iran that will be 1,000 times greater in magnitude!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2020 Fjölmiðlar vestanhafs hafa vitnað í skýrslur frá leyniþjónustum Bandaríkjanna um að Íranir hygðu á hefndir vegna dauða herforingjans Qassem Soleimani, sem dó í loftárás Bandaríkjanna í Írak í janúar. Meðal þeirra leiða sem eru sagðar vera til skoðunar í Íran er að bana áðurnefndum sendiherra, Lana Marks. Í frétt Politico segir að embættismenn í Bandaríkjunum hafi vitað lengi af ógn gegn Marks en sú ógn hafi verið að skýrast og raungerast á undanförnum vikum. Sendiráð Íran í Suður-Afríku er sagt koma að málinu. Marks var skipuð í embætti í október. Hún hefur þekkt Trump í rúma tvo áratugi og hefur lengi verið meðlimur í Mar-a-Lago, einkaklúbbi Trump í Flórída. Tilnefning hennar var harðlega gagnrýnd af Demókrötum. Hún fæddist í Suður-Afríku og talar bæði Afrikaans og Xhosa. Ekki liggur fyrir af hverju sjónir Írana beindust gegn Marks en talið er að vinátta hennar við Trump komi þar að máli. Nokkrum dögum eftir að Soleimani var felldur skutu Íranir fjölda eldflauga að herstöð Bandaríkjanna í Írak. Trump ákvað að hefna ekki fyrir það en beitti í stað viðskiptaþvingunum gegn Íran. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna og aðrir vöruðu þó við því að Íranir myndu leita annarra leiða til að hefna sín. Mehr fréttaveitan, sem er í eigu íranska ríkisins, hefur eftir Saeed Khatibzadeh, talsmanni Utanríkisráðuneytis Íran, að fregnirnar af meintum undirbúningi fyrir morð á sendiherranum áðurnefnda séu lygar. Með þeim séu Bandaríkin að reyna að einangra Íran á alþjóðavettvangi. Þá segir Khatibzadeh að það sé undarlegt að maður eins og Trump, sem hafi aðgang að leyniþjónustum Bandaríkjanna, reiði sig á fréttaflutning fjölmiðla sem hann hafi ítrekað sagt lygara og falska. Íran Bandaríkin Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Yfirvöld í Íran hafa varað Bandaríkin við því að „gera mistök“ eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði Íran á Twitter. Það gerði forsetinn vegna fregna um að Íranir ætluðu mögulega að reyna að ráða sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Afríku af dögum. Trump sagði að hvers kyns árás frá Íran yrði svarað þúsundfalt. ...caused over so many years. Any attack by Iran, in any form, against the United States will be met with an attack on Iran that will be 1,000 times greater in magnitude!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2020 Fjölmiðlar vestanhafs hafa vitnað í skýrslur frá leyniþjónustum Bandaríkjanna um að Íranir hygðu á hefndir vegna dauða herforingjans Qassem Soleimani, sem dó í loftárás Bandaríkjanna í Írak í janúar. Meðal þeirra leiða sem eru sagðar vera til skoðunar í Íran er að bana áðurnefndum sendiherra, Lana Marks. Í frétt Politico segir að embættismenn í Bandaríkjunum hafi vitað lengi af ógn gegn Marks en sú ógn hafi verið að skýrast og raungerast á undanförnum vikum. Sendiráð Íran í Suður-Afríku er sagt koma að málinu. Marks var skipuð í embætti í október. Hún hefur þekkt Trump í rúma tvo áratugi og hefur lengi verið meðlimur í Mar-a-Lago, einkaklúbbi Trump í Flórída. Tilnefning hennar var harðlega gagnrýnd af Demókrötum. Hún fæddist í Suður-Afríku og talar bæði Afrikaans og Xhosa. Ekki liggur fyrir af hverju sjónir Írana beindust gegn Marks en talið er að vinátta hennar við Trump komi þar að máli. Nokkrum dögum eftir að Soleimani var felldur skutu Íranir fjölda eldflauga að herstöð Bandaríkjanna í Írak. Trump ákvað að hefna ekki fyrir það en beitti í stað viðskiptaþvingunum gegn Íran. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna og aðrir vöruðu þó við því að Íranir myndu leita annarra leiða til að hefna sín. Mehr fréttaveitan, sem er í eigu íranska ríkisins, hefur eftir Saeed Khatibzadeh, talsmanni Utanríkisráðuneytis Íran, að fregnirnar af meintum undirbúningi fyrir morð á sendiherranum áðurnefnda séu lygar. Með þeim séu Bandaríkin að reyna að einangra Íran á alþjóðavettvangi. Þá segir Khatibzadeh að það sé undarlegt að maður eins og Trump, sem hafi aðgang að leyniþjónustum Bandaríkjanna, reiði sig á fréttaflutning fjölmiðla sem hann hafi ítrekað sagt lygara og falska.
Íran Bandaríkin Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira