Telur drápið á íranska hershöfðingjanum brot á alþjóðalögum Kjartan Kjartansson skrifar 9. júlí 2020 22:47 Auglýsingaskilti með mynd af Qasem Soleimani í Bagdad. Hershöfðinginn var drepinn í drónaárás Bandaríkjanna í Írak í janúar. Vísir/EPA Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga telur að dráp Bandaríkjastjórnar á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, hafi verið brot á alþjóðalögum. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sakar hann á móti um að bera blak af hryðjuverkamönnum. Níu manns féllu í drónaárás Bandaríkjahers á bílalest Soleimani á flugvelli við Bagdad í Írak í janúar. Bandarísk stjórnvöld héldu í fyrstu fram að þau hefðu látið til skarar skríða gegn Soleimani vegna aðsteðjandi hættu á hryðjuverkum. Þau hafa hins vegar aldrei rökstutt frekar hver þau voru. Í nýrri skýrslu Agnesar Callamard, sérfræðings Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga, til mannréttindaráðs þeirra segir að Bandaríkjastjórn hafi ekki lagt fram fullnægjandi sannanir fyrir því Soleimani hafi lagt á ráðin um yfirvofandi árás á Bandaríkjamenn, séstaklega í Írak, sem réttlætti tafarlausa árás á hann. „Soleimani hershöfðingi var yfir hernaðaráætlunum og aðgerðum Írans í Sýrlandi og Írak. Án raunverulegrar aðsteðjandi ógnar við líf voru aðgerðirnar sem Bandaríkin gripu til ólöglegar,“ segir Callamard í skýrslunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Telur hún Bandaríkjastjórn hafa brotið alþjóðleg mannréttindalög en einnig að hefndarárásir Írana hafi verið lögbrot. Talskona bandaríska utanríkisráðuneytisins sakaði Callamard um „vitsmunalegan óheiðarleika“ og fullyrti að Bandaríkin hefðu gripið til aðgerða í sjálfsvörn. Skýrslan grafi undan mannréttindum með því að bera blak af hryðjuverkamönnum. Hún sýni að Bandaríkjastjórn hafi gert rétt með því að segja skilið við mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fyrir tveimur árum. Stjórnvöld í Teheran gáfu út handtökuskipun á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta og embættismönnum sem þau telja hafa staðið að árásinni á Soleimani á dögunum. Kröfðust þau þess að alþjóðalögreglan Interpol aðstoðaði við að framfylgja skipuninni. Íran Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir handtökuskipunina Hvorki Interpol né Bandaríkjastjórn gefa mikið fyrir handtökutilskipun sem írönsk stjórnvöld gáfu út á hendur Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og 35 öðrum vegna dauða hershöfðingjans Qasem Soleimani í byrjun árs. 29. júní 2020 23:38 Íranir gefa út handtökuskipan á hendur Trump Stjórnvöld í Teheran gáfu út handtökuskipun á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta og óskuðu eftir að stoð alþjóðalögreglunnar Interpol til að handsama hann í dag. Auk Trump vilja Íranir handtaka þrjátíu aðra Bandaríkjamenn sem þeir telja hafa staðið að drónaárás sem felldi íranskan herforingja í Bagdad í janúar. 29. júní 2020 12:41 34 bandarískir hermenn hlutu heilaáverka eftir árás Írana Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. 25. janúar 2020 10:01 Segjast hafa drepið Soleimani til að stöðva yfirvofandi árás Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir morðið á hátt settum Írana hafa verið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir árás. Trump forseti segir að hann hefði átt að drepa fyrir löngu. 3. janúar 2020 15:45 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga telur að dráp Bandaríkjastjórnar á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, hafi verið brot á alþjóðalögum. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sakar hann á móti um að bera blak af hryðjuverkamönnum. Níu manns féllu í drónaárás Bandaríkjahers á bílalest Soleimani á flugvelli við Bagdad í Írak í janúar. Bandarísk stjórnvöld héldu í fyrstu fram að þau hefðu látið til skarar skríða gegn Soleimani vegna aðsteðjandi hættu á hryðjuverkum. Þau hafa hins vegar aldrei rökstutt frekar hver þau voru. Í nýrri skýrslu Agnesar Callamard, sérfræðings Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga, til mannréttindaráðs þeirra segir að Bandaríkjastjórn hafi ekki lagt fram fullnægjandi sannanir fyrir því Soleimani hafi lagt á ráðin um yfirvofandi árás á Bandaríkjamenn, séstaklega í Írak, sem réttlætti tafarlausa árás á hann. „Soleimani hershöfðingi var yfir hernaðaráætlunum og aðgerðum Írans í Sýrlandi og Írak. Án raunverulegrar aðsteðjandi ógnar við líf voru aðgerðirnar sem Bandaríkin gripu til ólöglegar,“ segir Callamard í skýrslunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Telur hún Bandaríkjastjórn hafa brotið alþjóðleg mannréttindalög en einnig að hefndarárásir Írana hafi verið lögbrot. Talskona bandaríska utanríkisráðuneytisins sakaði Callamard um „vitsmunalegan óheiðarleika“ og fullyrti að Bandaríkin hefðu gripið til aðgerða í sjálfsvörn. Skýrslan grafi undan mannréttindum með því að bera blak af hryðjuverkamönnum. Hún sýni að Bandaríkjastjórn hafi gert rétt með því að segja skilið við mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fyrir tveimur árum. Stjórnvöld í Teheran gáfu út handtökuskipun á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta og embættismönnum sem þau telja hafa staðið að árásinni á Soleimani á dögunum. Kröfðust þau þess að alþjóðalögreglan Interpol aðstoðaði við að framfylgja skipuninni.
Íran Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir handtökuskipunina Hvorki Interpol né Bandaríkjastjórn gefa mikið fyrir handtökutilskipun sem írönsk stjórnvöld gáfu út á hendur Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og 35 öðrum vegna dauða hershöfðingjans Qasem Soleimani í byrjun árs. 29. júní 2020 23:38 Íranir gefa út handtökuskipan á hendur Trump Stjórnvöld í Teheran gáfu út handtökuskipun á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta og óskuðu eftir að stoð alþjóðalögreglunnar Interpol til að handsama hann í dag. Auk Trump vilja Íranir handtaka þrjátíu aðra Bandaríkjamenn sem þeir telja hafa staðið að drónaárás sem felldi íranskan herforingja í Bagdad í janúar. 29. júní 2020 12:41 34 bandarískir hermenn hlutu heilaáverka eftir árás Írana Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. 25. janúar 2020 10:01 Segjast hafa drepið Soleimani til að stöðva yfirvofandi árás Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir morðið á hátt settum Írana hafa verið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir árás. Trump forseti segir að hann hefði átt að drepa fyrir löngu. 3. janúar 2020 15:45 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Gefa lítið fyrir handtökuskipunina Hvorki Interpol né Bandaríkjastjórn gefa mikið fyrir handtökutilskipun sem írönsk stjórnvöld gáfu út á hendur Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og 35 öðrum vegna dauða hershöfðingjans Qasem Soleimani í byrjun árs. 29. júní 2020 23:38
Íranir gefa út handtökuskipan á hendur Trump Stjórnvöld í Teheran gáfu út handtökuskipun á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta og óskuðu eftir að stoð alþjóðalögreglunnar Interpol til að handsama hann í dag. Auk Trump vilja Íranir handtaka þrjátíu aðra Bandaríkjamenn sem þeir telja hafa staðið að drónaárás sem felldi íranskan herforingja í Bagdad í janúar. 29. júní 2020 12:41
34 bandarískir hermenn hlutu heilaáverka eftir árás Írana Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. 25. janúar 2020 10:01
Segjast hafa drepið Soleimani til að stöðva yfirvofandi árás Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir morðið á hátt settum Írana hafa verið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir árás. Trump forseti segir að hann hefði átt að drepa fyrir löngu. 3. janúar 2020 15:45