Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2020 08:41 Alexei Navalní dvelur nú á Charité-sjúkrahúsinu í Berlín. EPA Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní, sem nýtur nú aðhlynningar á sjúkrahúsi í Berlín, hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig. Þetta hefur New York Times eftir ónafngreindum heimildarmanni innan þýska stjórnkerfisins. Navalní á að hafa rætt við saksóknara í Þýskalandi um eitrunina þar sem þetta kom fram. Navalní er nú á batavegi eftir að hafa verið byrlað taugaeitrinu novichok um borð í flugvél á leið frá Síberíu til Moskvu í síðasta mánuði. Honum var flogið til Þýskalands 22. ágúst, þar sem honum var haldið sofandi í öndunarvél í fjölda daga. Navalní birti í morgun fyrstu myndina af sér frá sjúkrastofu sinni á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram , . . , . . , . . , . A post shared by (@navalny) on Sep 15, 2020 at 2:38am PDT Skýr í hugsun New York Times hefur eftir heimildarmanni sínum að Navalní, sem hefur verið einn fyrirferðamesti stjórnarandstæðingurinn í landinu síðustu ár, sé nú skýr í hugsun og vel meðvitaður um að hvað gerðist og hvar hann sé niður kominn. Frönsk og sænsk stjórnvöld staðfestu í gær niðurstöður Þjóðverja um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok. Hafa rússnesk stjórnvöld verið sökuð um aðkomu að tilræðinu, en Vladimír Pútín Rússlandsforseti á að hafa tjáð Frakklandsforseta, Emmanuel Macron, að honum þyki það „óviðeigandi“ að saka rússnesk stjórnvöld um að hafa eitrað fyrir Navalní. Alexei Navalní.EPA Segja Rússar engar sannanir fyrir því að eitrað hafi verið fyrir Navalní og varpað fram hugmyndum um að of stór lyfjaskammtur eða lágur blóðþrýstingur kunni að vera skýringin á ástandi Navalní. Hyggst ekki lifa í útlegð í Þýskalandi Mikil öryggisgæsla hefur verið á Charité-sjúkrahúsinu í Berlín þar sem Navalní dvelur. Í samtali við saksóknarann á Navalní að hafa hafnað beiðni rússneskra stjórnvalda að starfa saman að rannsókn málsins. Þegar Navalní jafni sig ætli hann sér svo að snúa aftur til Rússlands. „Hann ætlar sér ekki að lifa í útlegð í Þýskalandi. Hann vill aftur heim til Rússlands og vill halda baráttu sinni áfram.“ Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní sagður á batavegi Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu. 14. september 2020 13:38 Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní, sem nýtur nú aðhlynningar á sjúkrahúsi í Berlín, hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig. Þetta hefur New York Times eftir ónafngreindum heimildarmanni innan þýska stjórnkerfisins. Navalní á að hafa rætt við saksóknara í Þýskalandi um eitrunina þar sem þetta kom fram. Navalní er nú á batavegi eftir að hafa verið byrlað taugaeitrinu novichok um borð í flugvél á leið frá Síberíu til Moskvu í síðasta mánuði. Honum var flogið til Þýskalands 22. ágúst, þar sem honum var haldið sofandi í öndunarvél í fjölda daga. Navalní birti í morgun fyrstu myndina af sér frá sjúkrastofu sinni á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram , . . , . . , . . , . A post shared by (@navalny) on Sep 15, 2020 at 2:38am PDT Skýr í hugsun New York Times hefur eftir heimildarmanni sínum að Navalní, sem hefur verið einn fyrirferðamesti stjórnarandstæðingurinn í landinu síðustu ár, sé nú skýr í hugsun og vel meðvitaður um að hvað gerðist og hvar hann sé niður kominn. Frönsk og sænsk stjórnvöld staðfestu í gær niðurstöður Þjóðverja um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok. Hafa rússnesk stjórnvöld verið sökuð um aðkomu að tilræðinu, en Vladimír Pútín Rússlandsforseti á að hafa tjáð Frakklandsforseta, Emmanuel Macron, að honum þyki það „óviðeigandi“ að saka rússnesk stjórnvöld um að hafa eitrað fyrir Navalní. Alexei Navalní.EPA Segja Rússar engar sannanir fyrir því að eitrað hafi verið fyrir Navalní og varpað fram hugmyndum um að of stór lyfjaskammtur eða lágur blóðþrýstingur kunni að vera skýringin á ástandi Navalní. Hyggst ekki lifa í útlegð í Þýskalandi Mikil öryggisgæsla hefur verið á Charité-sjúkrahúsinu í Berlín þar sem Navalní dvelur. Í samtali við saksóknarann á Navalní að hafa hafnað beiðni rússneskra stjórnvalda að starfa saman að rannsókn málsins. Þegar Navalní jafni sig ætli hann sér svo að snúa aftur til Rússlands. „Hann ætlar sér ekki að lifa í útlegð í Þýskalandi. Hann vill aftur heim til Rússlands og vill halda baráttu sinni áfram.“
Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní sagður á batavegi Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu. 14. september 2020 13:38 Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Navalní sagður á batavegi Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu. 14. september 2020 13:38
Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54