Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin sem komu Val á toppinn og fjörið í nýliðaslagnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hlín Eiríksdóttir kom Val á bragðið gegn Stjörnunni.
Hlín Eiríksdóttir kom Val á bragðið gegn Stjörnunni. vísir/vilhelm

Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max-deild kvenna í gærkvöldi. Íslandsmeistarar Vals endurheimtu toppsætið með 0-3 sigri á Stjörnunni í Garðabænum og Þróttur og FH skildu jöfn, 2-2, í nýliðaslag í Laugardalnum.

Hlín Eiríksdóttir kom Val yfir á 9. mínútu gegn Stjörnunni með góðu skoti í fjærhornið. Þetta var ellefta mark hennar í sumar. Elín Metta Jensen tvöfaldaði forskotið á 68. mínútu og átta mínútum fyrir leikslok skoraði Mist Edvardsdóttir sitt fyrsta mark í sumar eftir sendingu Hlínar.

Þetta var sjöundi sigur Vals í röð. Liðið er með 37 stig á toppi deildarinnar, einu stigi meira en Breiðablik sem á leik til góða. Stjarnan er í 6. sæti deildarinnar með fjórtán stig, tveimur stigum frá fallsæti.

Þróttur lenti 0-2 undir gegn FH en kom til baka og náði í stig en kom liðinu upp úr fallsæti. Andrea Mist Pálsdóttir kom FH yfir á 11. mínútu með marki beint úr hornspyrnu. Sex mínútum síðar skoraði Jelena Tinna Kujundzic sjálfsmark eftir hornspyrnu Andreu.

Skömmu fyrir hálfleik fékk Þróttur vítaspyrnu þegar x braut á Stephanie Ribeiro innan teigs. Mary Alice Vignola fór á punktinn en skaut framhjá.

Á 58. mínútu minnkaði Morgan Goff muninn fyrir Þrótt með glæsilegu skoti í stöng og inn og sex mínútum síðar bætti Mary Alice upp fyrir vítaklúðrið og skoraði jöfnunarmark heimakvenna eftir hornspyrnu. Lokatölur 2-2.

Þetta var sjötta jafntefli Þróttar í deildinni. Liðið er í 8. sæti með tólf stig, einu stigi á eftir FH sem er í 7. sætinu. FH-ingar hafa aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum.

Ríkharð Óskar Guðnason fór yfir leikina tvo í Sportpakkanum en yfirferðina má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn - Fjörugir leikir í Pepsi Max-deild kvenna

Tengdar fréttir

Betsy: Gott að fá smá frí

Ný-Sjálendingurinn Betsy Hassett var skiljanlega vonsvikin í leikslok eftir að hafa tapað með þremur mörkum gegn engu á heimavelli á móti Val í Pepsi Max deildinni fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×