Allir núlifandi forsætisráðherrar gagnrýna Johnson Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2020 11:03 David Cameron stýrði ríkisstjórninni sem ákvað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Hann sagði af sér þegar niðurstaðan lá fyrir. Honum lýst ekki á áform Johnson forsætisráðherra um að brjóta alþjóðalög. Vísir/EPA David Cameron varð fimmti fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands til þess að gagnrýna áform Boris Johnson, forsætisráðherra, um að brjóta útgöngusamninginn sem hann gerði sjálfur við Evrópusambandið. Breska þingið greiðir atkvæði um frumvarp þess efnis síðar í dag. Frumvarpið felur í sér breytingar á útgöngusamningnum sem varða Norður-Írland. Yrði það að lögum fengju breskir ráðherrar til þess að brjóta alþjóðalög. Það hefur sætt þverpólitískri gagnrýni í Bretlandi og ráðamenn í Brussel hafa krafist þess að það verði látið niður falla fyrir lok þessa mánaðar. Allir núlifandi forverar Johnson í embætti forsætisráðherra úr báðum flokkum hafa fordæmt frumvarpið um innri markaðinn, eins og það nefnist, einn af öðrum undanfarna daga. Cameron bættist í dag í hóp þeirra Johns Mayor, Tonys Blair, Gordons Brown og Theresu May til að lýsa áhyggjum af útspili ríkisstjórnarinnar. „Að samþykkja lagafrumvarp og brjóta svo gegn skyldum samkvæmt alþjóðasamningi er það allra, allra síðasta sem maður ætti að íhuga að gera. Það ætti að vera algerlega lokaúrræðið,“ sagði Cameron sem leiddi ríkisstjórn Íhaldsflokksins sem hélt þjóðaratkvæðagreiðsluna um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu árið 2016. Sagði Cameron að skoða þyrfti frumvarpið í samhengi við viðræður breskra stjórnvalda og Evrópusambandsins um viðskiptasamband þeirra eftir að viðskilnaði þeirra lýkur formlega við lok þessa árs. Hluti Íhaldsflokksins í uppreisnarhug Atkvæði verða greidd um frumvarp Johnson á breska þinginu í dag. Íhaldsflokkur Johnson er með áttatíu sæta meirihluta í neðri deild þingsins en Reuters-fréttastofan segir að hluti þingflokksins sé í uppreisnarhug. Verði frumvarpið samþykkt í dag taka við fjórir dagar af frekari umræðum. Úrslitaatkvæðagreiðsla um það fer að líkindum fram í næstu viku. Andstaða við frumvarpið er sögð enn meiri á meðal fulltrúa Íhaldsflokksins í lávarðadeild þingsins. Ríkisstjórn Johnson hefur lýst innrimarkaðsfrumvarpinu sem „tryggingu“ fari svo að hún nái ekki samkomulagi við Evrópusambandið um viðskiptasamning. Brandon Lewis, ráðherra málefna Norður-Írlands, sagði frumvarpið aðeins brjóta alþjóðalög á „ákveðinn og takmarkaðan hátt“ í síðustu viku. Málefni Norður-Írlands voru einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Bretlands og Evrópusambandsins. Friður hefur ríkt á breska landsvæðinu frá því að friðarsamningar voru undirritaðir á föstudaginn langa árið 1998. Óttast hefur verið að ófriður gæti blossað upp að nýju yrði komið á hörðum landamærum á mörkum Norður-Írlands og Írlands við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Margir halda því fram að útspil Johnson um að breyta útgöngusamningnum einhliða sé klækjabragð í viðræðum við Evrópusambandið um fríverslunarsamning.Vísir/EPA Saka Johnson um að setja skammarblett á Bretland May, fyrrverandi forsætisráðherra og þingmaður Íhaldsflokksins, varaði við því að traust á Bretlandi rýrnaði ef ríkisstjórnin bryti alþjóðalög. Brown, forsætisráðherra í ríkisstjórn Verkamannaflokksins, líkti frumvarpinu við „sjálfsskaða“. Mayor og Blair, sem voru báðir forsætisráðherrar þegar mest gekk á í friðarviðræðum á Norður-Írlandi, skrifuðu saman grein sem birtist í Sunday Times þar sem þeir sökuðu Johnson um að valda Bretlandi skömm. Hvöttu þeir þingmenn til þess að hafna því sem þeir kölluðu „skammarlega“ tilraun til þess að endurskrifa hluta útgöngusamningsins. Brexit Bretland Evrópusambandið Norður-Írland Írland Tengdar fréttir Johnson ver breytingar sem brjóta alþjóðalög Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hvatti þingmenn til þess að styðja frumvarp um breytingar á útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið þrátt fyrir að ráðherra í ríkisstjórn hans viðurkenndi að þær væru í trássi við alþjóðalög í gær. 9. september 2020 15:28 Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02 Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Sjá meira
David Cameron varð fimmti fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands til þess að gagnrýna áform Boris Johnson, forsætisráðherra, um að brjóta útgöngusamninginn sem hann gerði sjálfur við Evrópusambandið. Breska þingið greiðir atkvæði um frumvarp þess efnis síðar í dag. Frumvarpið felur í sér breytingar á útgöngusamningnum sem varða Norður-Írland. Yrði það að lögum fengju breskir ráðherrar til þess að brjóta alþjóðalög. Það hefur sætt þverpólitískri gagnrýni í Bretlandi og ráðamenn í Brussel hafa krafist þess að það verði látið niður falla fyrir lok þessa mánaðar. Allir núlifandi forverar Johnson í embætti forsætisráðherra úr báðum flokkum hafa fordæmt frumvarpið um innri markaðinn, eins og það nefnist, einn af öðrum undanfarna daga. Cameron bættist í dag í hóp þeirra Johns Mayor, Tonys Blair, Gordons Brown og Theresu May til að lýsa áhyggjum af útspili ríkisstjórnarinnar. „Að samþykkja lagafrumvarp og brjóta svo gegn skyldum samkvæmt alþjóðasamningi er það allra, allra síðasta sem maður ætti að íhuga að gera. Það ætti að vera algerlega lokaúrræðið,“ sagði Cameron sem leiddi ríkisstjórn Íhaldsflokksins sem hélt þjóðaratkvæðagreiðsluna um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu árið 2016. Sagði Cameron að skoða þyrfti frumvarpið í samhengi við viðræður breskra stjórnvalda og Evrópusambandsins um viðskiptasamband þeirra eftir að viðskilnaði þeirra lýkur formlega við lok þessa árs. Hluti Íhaldsflokksins í uppreisnarhug Atkvæði verða greidd um frumvarp Johnson á breska þinginu í dag. Íhaldsflokkur Johnson er með áttatíu sæta meirihluta í neðri deild þingsins en Reuters-fréttastofan segir að hluti þingflokksins sé í uppreisnarhug. Verði frumvarpið samþykkt í dag taka við fjórir dagar af frekari umræðum. Úrslitaatkvæðagreiðsla um það fer að líkindum fram í næstu viku. Andstaða við frumvarpið er sögð enn meiri á meðal fulltrúa Íhaldsflokksins í lávarðadeild þingsins. Ríkisstjórn Johnson hefur lýst innrimarkaðsfrumvarpinu sem „tryggingu“ fari svo að hún nái ekki samkomulagi við Evrópusambandið um viðskiptasamning. Brandon Lewis, ráðherra málefna Norður-Írlands, sagði frumvarpið aðeins brjóta alþjóðalög á „ákveðinn og takmarkaðan hátt“ í síðustu viku. Málefni Norður-Írlands voru einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Bretlands og Evrópusambandsins. Friður hefur ríkt á breska landsvæðinu frá því að friðarsamningar voru undirritaðir á föstudaginn langa árið 1998. Óttast hefur verið að ófriður gæti blossað upp að nýju yrði komið á hörðum landamærum á mörkum Norður-Írlands og Írlands við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Margir halda því fram að útspil Johnson um að breyta útgöngusamningnum einhliða sé klækjabragð í viðræðum við Evrópusambandið um fríverslunarsamning.Vísir/EPA Saka Johnson um að setja skammarblett á Bretland May, fyrrverandi forsætisráðherra og þingmaður Íhaldsflokksins, varaði við því að traust á Bretlandi rýrnaði ef ríkisstjórnin bryti alþjóðalög. Brown, forsætisráðherra í ríkisstjórn Verkamannaflokksins, líkti frumvarpinu við „sjálfsskaða“. Mayor og Blair, sem voru báðir forsætisráðherrar þegar mest gekk á í friðarviðræðum á Norður-Írlandi, skrifuðu saman grein sem birtist í Sunday Times þar sem þeir sökuðu Johnson um að valda Bretlandi skömm. Hvöttu þeir þingmenn til þess að hafna því sem þeir kölluðu „skammarlega“ tilraun til þess að endurskrifa hluta útgöngusamningsins.
Brexit Bretland Evrópusambandið Norður-Írland Írland Tengdar fréttir Johnson ver breytingar sem brjóta alþjóðalög Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hvatti þingmenn til þess að styðja frumvarp um breytingar á útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið þrátt fyrir að ráðherra í ríkisstjórn hans viðurkenndi að þær væru í trássi við alþjóðalög í gær. 9. september 2020 15:28 Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02 Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Sjá meira
Johnson ver breytingar sem brjóta alþjóðalög Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hvatti þingmenn til þess að styðja frumvarp um breytingar á útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið þrátt fyrir að ráðherra í ríkisstjórn hans viðurkenndi að þær væru í trássi við alþjóðalög í gær. 9. september 2020 15:28
Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02