Johnson ver breytingar sem brjóta alþjóðalög Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2020 15:28 Johnson í fyrirspurnatíma á breska þinginu í dag. Útspil hans með einhliða breytingum á útgöngusamningi við ESB sem Bretar hafa þegar samþykkt er talið pólitískt eldfimt. Útlit er fyrir harðar deilur á milli Breta og ESB á næstunni. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hvatti þingmenn til þess að styðja frumvarp um breytingar á útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið þrátt fyrir að ráðherra í ríkisstjórn hans viðurkenndi að þær væru í trássi við alþjóðalög í gær. Ríkisstjórn Johnson freistar þess nú að gera breytingar á útgöngusamningum sem hún fullyrðir að séu smávægilegar en tryggi „einingu innri markaðar Bretlands“ og verji friðarferlið á Norður-Írlandi. Evrópusambandið hefur krafist neyðarfundar til að ræða efni frumvarpsins. Brandon Lewis, ráðherra málefna Norður-Írlands, viðurkenndi í gær að breytingarnar væru brot á samningnum sem Bretar gerðu við Evrópusambandið í fyrra en á „sértækan og afmarkaðan hátt“. Yfirlögfræðingur ríkisstjórnarinnar sagði af sér í mótmælaskyni við fyrirhuguðu breytingarnar í vikunni. Theresa May, fyrrverandi forsætisráðherra, varaði við því að breytingarnar sköðuðu traust á Bretlandi í samningaviðræðum um fríverslun við önnur ríki. Veitir ráðherrum heimild til að brjóta alþjóðalög Johnson varði fyrirætlanir sínar þegar hann sat fyrir svörum í breska þinginu í dag. Sagði hann breytingarnar nauðsynlegar til þess að koma í veg fyrir að landamæri skapist á milli Norður-Írlands og meginlands Bretlands þar sem það gæti ógnað þeim friði sem náðst hefur á Norður-Írlandi með samkomulaginu sem kennt hefur verið við föstudaginn langa. Í frumvarpi ríkisstjórnar Íhaldsflokksins felst að eftir að aðlögunartímabili vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu lýkur verði ekki komið á neinu frekara eftirliti með vöruflutningum frá Norður-Írlandi til Bretlands. Breskir ráðherrar fái vald til að framfylgja ekki reglum sem kveðið er á um í útgöngusamningnum ef ekki nást samningar við ESB um fríverslun. Sérstaklega er tekið fram í frumvarpinu að ráðherrar hafi þá heimild jafnvel þó að hún stangist á við alþjóðalög. Laura Kuenssberg, stjórnmálaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC, segir að ráðamenn Evrópusambandsins telji útspil Johnson blygðunarlausa tilraun til þess að breyta samningi sem þegar hefur verið skrifað undir. Frumvarpið hefur mælst illa fyrir í Skotlandi og Wales jafnvel þó að Johnson haldi því fram að það muni færa heimastjórnum þar auknar valdheimildir. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, fullyrðir að frumvarpið sé „allsherjarárás“ á valdaframsal frá bresku landsstjórninni til heimastjórna og grafa undan einingu þess með því að „stela“ völdum frá Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í sama streng tekur Jeremy Miles, lögmaður Wales og Brexit-ráðherra. „Þetta frumvarp er árás á lýðræðið og ögrun við íbúa Wales, Skotlands og Norður-Írlands sem hafa kosið með valdaframsali margoft,“ segir Miles. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hvatti þingmenn til þess að styðja frumvarp um breytingar á útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið þrátt fyrir að ráðherra í ríkisstjórn hans viðurkenndi að þær væru í trássi við alþjóðalög í gær. Ríkisstjórn Johnson freistar þess nú að gera breytingar á útgöngusamningum sem hún fullyrðir að séu smávægilegar en tryggi „einingu innri markaðar Bretlands“ og verji friðarferlið á Norður-Írlandi. Evrópusambandið hefur krafist neyðarfundar til að ræða efni frumvarpsins. Brandon Lewis, ráðherra málefna Norður-Írlands, viðurkenndi í gær að breytingarnar væru brot á samningnum sem Bretar gerðu við Evrópusambandið í fyrra en á „sértækan og afmarkaðan hátt“. Yfirlögfræðingur ríkisstjórnarinnar sagði af sér í mótmælaskyni við fyrirhuguðu breytingarnar í vikunni. Theresa May, fyrrverandi forsætisráðherra, varaði við því að breytingarnar sköðuðu traust á Bretlandi í samningaviðræðum um fríverslun við önnur ríki. Veitir ráðherrum heimild til að brjóta alþjóðalög Johnson varði fyrirætlanir sínar þegar hann sat fyrir svörum í breska þinginu í dag. Sagði hann breytingarnar nauðsynlegar til þess að koma í veg fyrir að landamæri skapist á milli Norður-Írlands og meginlands Bretlands þar sem það gæti ógnað þeim friði sem náðst hefur á Norður-Írlandi með samkomulaginu sem kennt hefur verið við föstudaginn langa. Í frumvarpi ríkisstjórnar Íhaldsflokksins felst að eftir að aðlögunartímabili vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu lýkur verði ekki komið á neinu frekara eftirliti með vöruflutningum frá Norður-Írlandi til Bretlands. Breskir ráðherrar fái vald til að framfylgja ekki reglum sem kveðið er á um í útgöngusamningnum ef ekki nást samningar við ESB um fríverslun. Sérstaklega er tekið fram í frumvarpinu að ráðherrar hafi þá heimild jafnvel þó að hún stangist á við alþjóðalög. Laura Kuenssberg, stjórnmálaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC, segir að ráðamenn Evrópusambandsins telji útspil Johnson blygðunarlausa tilraun til þess að breyta samningi sem þegar hefur verið skrifað undir. Frumvarpið hefur mælst illa fyrir í Skotlandi og Wales jafnvel þó að Johnson haldi því fram að það muni færa heimastjórnum þar auknar valdheimildir. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, fullyrðir að frumvarpið sé „allsherjarárás“ á valdaframsal frá bresku landsstjórninni til heimastjórna og grafa undan einingu þess með því að „stela“ völdum frá Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í sama streng tekur Jeremy Miles, lögmaður Wales og Brexit-ráðherra. „Þetta frumvarp er árás á lýðræðið og ögrun við íbúa Wales, Skotlands og Norður-Írlands sem hafa kosið með valdaframsali margoft,“ segir Miles.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02