Ísraelskur ráðherra segir af sér vegna útgöngubanns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. september 2020 18:40 Yaakov Litzman, heilbrigðisráðherra Ísrael. EPA-EFE/JACK GUEZ Ráðherra í ríkisstjórn Ísrael hefur sagt af sér vegna annars útgöngubanns. Hann segir útgöngubann koma í veg fyrir að gyðingar geti haldið upp á trúarhátíðir síðar í mánuðinum. Ríkistjórn Ísrael tilkynnti í kvöld að útgöngubann yrði sett á að nýju og tekur það gildi á föstudag og mun vara í þrjár vikur. Í því felst að fólk má ekki fara lengra en 500 metra frá heimilum sínum en mega þó ferðast til vinnu. Flestir vinnustaðir verða með lámarksafköst en skólar og verslunarmiðstöðvar verða lokaðar. Matvöruverslanir og apótek verða þó opin. Opinberar stofnanir verða með lámarksþjónustu en einkafyrirtæki mega halda áfram störfum, svo lengi sem þau taka ekki við viðskiptavinum. Yaakov Litzman, heilbrigðisráðherra Ísrael, sagði af sér eftir að til tals kom að setja á annað útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í landinu. Þá hefur hann einnig hótað því að draga flokk sinn úr ríkisstjórnarsamstarfinu, sem yrði henni að falli. Útgöngubannið mun taka gildi á föstudag, þegar nýtt ár gengur í garð hjá gyðingum, og mun vera í gildi yfir Yom Kippur hátíðina, sem er heilagasta hátíð gyðinga, þann 27. september. Fyrra útgöngubann var í gildi frá lokum mars þar til snemma í maí. Litzman er formaður Agudat Yisrael, flokks strangtrúaðra gyðinga. Hann sagði í uppsagnarbréfi sínu að útgöngubannið myndi hafa mikil og slæm áhrif á trúaða gyðinga. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael.EPA-EFE/Alex Kolomoisky Aryeh Deri, innanríkisráðherra Ísrael og formaður annars flokks strangtrúaðra gyðinga, sagði í myndbandi sem hann birti á Twitter að hann styddi aðgerðirnar. Þá sagði hann að fylgdi fólk ekki takmörkunum væri það jafngildi morðs. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir það hvernig yfirvöld hafa tekist á við faraldurinn. Margir gagnrýnendur hafa kennt honum um að setja þurfi á annað útgöngubann, og sé það vegna þess hve illa var staðið að málum þegar faraldurinn braust út. Undanfarnar vikur hafa um þrjú þúsund ný smit komið upp daglega í Ísrael, en íbúar þar í landi eru um níu milljónir talsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að viðurkenna Ísraelsríki. 11. september 2020 22:28 Hamas og Ísraelar ná samkomulagi um vopnahlé 1. september 2020 07:23 Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. 31. ágúst 2020 12:32 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Ráðherra í ríkisstjórn Ísrael hefur sagt af sér vegna annars útgöngubanns. Hann segir útgöngubann koma í veg fyrir að gyðingar geti haldið upp á trúarhátíðir síðar í mánuðinum. Ríkistjórn Ísrael tilkynnti í kvöld að útgöngubann yrði sett á að nýju og tekur það gildi á föstudag og mun vara í þrjár vikur. Í því felst að fólk má ekki fara lengra en 500 metra frá heimilum sínum en mega þó ferðast til vinnu. Flestir vinnustaðir verða með lámarksafköst en skólar og verslunarmiðstöðvar verða lokaðar. Matvöruverslanir og apótek verða þó opin. Opinberar stofnanir verða með lámarksþjónustu en einkafyrirtæki mega halda áfram störfum, svo lengi sem þau taka ekki við viðskiptavinum. Yaakov Litzman, heilbrigðisráðherra Ísrael, sagði af sér eftir að til tals kom að setja á annað útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í landinu. Þá hefur hann einnig hótað því að draga flokk sinn úr ríkisstjórnarsamstarfinu, sem yrði henni að falli. Útgöngubannið mun taka gildi á föstudag, þegar nýtt ár gengur í garð hjá gyðingum, og mun vera í gildi yfir Yom Kippur hátíðina, sem er heilagasta hátíð gyðinga, þann 27. september. Fyrra útgöngubann var í gildi frá lokum mars þar til snemma í maí. Litzman er formaður Agudat Yisrael, flokks strangtrúaðra gyðinga. Hann sagði í uppsagnarbréfi sínu að útgöngubannið myndi hafa mikil og slæm áhrif á trúaða gyðinga. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael.EPA-EFE/Alex Kolomoisky Aryeh Deri, innanríkisráðherra Ísrael og formaður annars flokks strangtrúaðra gyðinga, sagði í myndbandi sem hann birti á Twitter að hann styddi aðgerðirnar. Þá sagði hann að fylgdi fólk ekki takmörkunum væri það jafngildi morðs. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir það hvernig yfirvöld hafa tekist á við faraldurinn. Margir gagnrýnendur hafa kennt honum um að setja þurfi á annað útgöngubann, og sé það vegna þess hve illa var staðið að málum þegar faraldurinn braust út. Undanfarnar vikur hafa um þrjú þúsund ný smit komið upp daglega í Ísrael, en íbúar þar í landi eru um níu milljónir talsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að viðurkenna Ísraelsríki. 11. september 2020 22:28 Hamas og Ísraelar ná samkomulagi um vopnahlé 1. september 2020 07:23 Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. 31. ágúst 2020 12:32 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að viðurkenna Ísraelsríki. 11. september 2020 22:28
Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. 31. ágúst 2020 12:32
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna