Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2020 12:32 Embættismaður á flugvellinum í Abu Dhabi stendur við dyr flugvélarinnar eftir að henni var lent. AP/Nir Elias Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. Um borð í flugvélinni voru erindrekar frá Bandaríkjunum og Ísrael, meðal annars Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Furstadæmin og yfirvöld í Ísrael samþykktu nýverið, með milligöngu Bandaríkjanna, að koma á formlegum samskiptum. Með því urðu furstadæmin þriðja arabaríkið og það fyrsta við Persaflóa sem tekur upp hefðbundin samskipti við Ísrael. Hin ríkin eru Egyptaland og Jórdanía. Á bakvið tjöldin hafa ríkin þó um nokkuð skeið átt í samstarfi sem beinst hefur gegn Íran. Samkvæmt AP fréttaveitunni er það sömuleiðis mikill áfangi að leyfi hafi fengist til þess að fljúga flugvélinni í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu. Það sé til marks um samþykkt konungsríkisins á ákvörðun furstadæmisins. Flugferðin tekur rúma þrjá tíma en ef fljúga þyrfti í kringum Sádi-Arabíu tæki hún rúma sjö tíma. Um er að ræða fyrstu flugferð El Al flugfélagsins frá 1. júlí, vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Talsmaður flugfélagsins segir flugvélina búna eldflaugavarnarkerfi. Flugvélin var sömuleiðis skreytt orðinu „friður“, sem hafði verið skrifað á arabísku, hebresku og ensku. Á Ben-Gurion flugvellinum í Lod í Ísrael í morgun. Þarna má sjá erindreka frá Bandaríkjunum og Ísrael.AP/Heidi Levine Ísrael Sameinuðu arabísku furstadæmin Fréttir af flugi Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira
Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. Um borð í flugvélinni voru erindrekar frá Bandaríkjunum og Ísrael, meðal annars Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Furstadæmin og yfirvöld í Ísrael samþykktu nýverið, með milligöngu Bandaríkjanna, að koma á formlegum samskiptum. Með því urðu furstadæmin þriðja arabaríkið og það fyrsta við Persaflóa sem tekur upp hefðbundin samskipti við Ísrael. Hin ríkin eru Egyptaland og Jórdanía. Á bakvið tjöldin hafa ríkin þó um nokkuð skeið átt í samstarfi sem beinst hefur gegn Íran. Samkvæmt AP fréttaveitunni er það sömuleiðis mikill áfangi að leyfi hafi fengist til þess að fljúga flugvélinni í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu. Það sé til marks um samþykkt konungsríkisins á ákvörðun furstadæmisins. Flugferðin tekur rúma þrjá tíma en ef fljúga þyrfti í kringum Sádi-Arabíu tæki hún rúma sjö tíma. Um er að ræða fyrstu flugferð El Al flugfélagsins frá 1. júlí, vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Talsmaður flugfélagsins segir flugvélina búna eldflaugavarnarkerfi. Flugvélin var sömuleiðis skreytt orðinu „friður“, sem hafði verið skrifað á arabísku, hebresku og ensku. Á Ben-Gurion flugvellinum í Lod í Ísrael í morgun. Þarna má sjá erindreka frá Bandaríkjunum og Ísrael.AP/Heidi Levine
Ísrael Sameinuðu arabísku furstadæmin Fréttir af flugi Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira