Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Sylvía Hall skrifar 11. september 2020 22:28 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þakkaði Trump fyrir aðkomu sína að samkomulaginu. Vísir/Getty Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að tryggja diplómatísk tengsl við Ísrael, en aðeins þrjú önnur hafa gert það frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948; Sameinuðu arabísku furstadæmin, Egyptaland og Jórdanía. Ríkin undirrituðu friðarsamkomulag í dag. Donald Trump tilkynnti samkomulagið á Twitter og fagnaði því að enn eitt arabaríkið hefði gert friðarsamkomulag við Ísrael, en Sameinuðu arabísku furstadæmin gerðu einnig samkomulag við ríkið fyrir tæplega mánuði síðan þar sem samþykkt var að bæta samband ríkjanna og koma á formlegum samskiptum þeirra á milli. Another HISTORIC breakthrough today! Our two GREAT friends Israel and the Kingdom of Bahrain agree to a Peace Deal – the second Arab country to make peace with Israel in 30 days!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 11, 2020 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þakkaði Donald Trump fyrir aðkomu sína að samkomulaginu. Hann hefur miðlað málum milli ríkjanna líkt og hann gerði í tilviki Sameinuðu arabísku furstadæmanna, en samkomulagið var sögulegt enda höfðu ríkin eldað grátt silfur sín á milli um árabil á opinberum vettvangi. „Það liðu 26 ár milli annars friðarsamkomulagsins og þess þriðja, en aðeins 29 dagar á milli þriðja og fjórða, og þau verða fleiri,“ sagði Netanyahu. Trump tjáði sig um samkomulagið í Hvíta húsinu í dag og sagði samkomulagið vera öflugasta mótsvarið gegn „hatrinu sem leiddi til 11. september“ en í dag eru nítján liðin frá árásunum á World Trade Center í New York. Ísrael Barein Donald Trump Tengdar fréttir Norskur þingmaður tilnefnir Trump til friðarverðlauna Nóbels Donald Trump er tilnefndur fyrir aðkomu sína að „sögulegum samningi“ Ísraela og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. 9. september 2020 09:55 Khamenei segir furstadæmin hafa svikið aðra múslima Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa svikið önnur ríki múslima og Palestínumenn með samkomulagi ríkisins við Ísrael. 1. september 2020 14:51 Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. 31. ágúst 2020 12:32 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að tryggja diplómatísk tengsl við Ísrael, en aðeins þrjú önnur hafa gert það frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948; Sameinuðu arabísku furstadæmin, Egyptaland og Jórdanía. Ríkin undirrituðu friðarsamkomulag í dag. Donald Trump tilkynnti samkomulagið á Twitter og fagnaði því að enn eitt arabaríkið hefði gert friðarsamkomulag við Ísrael, en Sameinuðu arabísku furstadæmin gerðu einnig samkomulag við ríkið fyrir tæplega mánuði síðan þar sem samþykkt var að bæta samband ríkjanna og koma á formlegum samskiptum þeirra á milli. Another HISTORIC breakthrough today! Our two GREAT friends Israel and the Kingdom of Bahrain agree to a Peace Deal – the second Arab country to make peace with Israel in 30 days!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 11, 2020 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þakkaði Donald Trump fyrir aðkomu sína að samkomulaginu. Hann hefur miðlað málum milli ríkjanna líkt og hann gerði í tilviki Sameinuðu arabísku furstadæmanna, en samkomulagið var sögulegt enda höfðu ríkin eldað grátt silfur sín á milli um árabil á opinberum vettvangi. „Það liðu 26 ár milli annars friðarsamkomulagsins og þess þriðja, en aðeins 29 dagar á milli þriðja og fjórða, og þau verða fleiri,“ sagði Netanyahu. Trump tjáði sig um samkomulagið í Hvíta húsinu í dag og sagði samkomulagið vera öflugasta mótsvarið gegn „hatrinu sem leiddi til 11. september“ en í dag eru nítján liðin frá árásunum á World Trade Center í New York.
Ísrael Barein Donald Trump Tengdar fréttir Norskur þingmaður tilnefnir Trump til friðarverðlauna Nóbels Donald Trump er tilnefndur fyrir aðkomu sína að „sögulegum samningi“ Ísraela og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. 9. september 2020 09:55 Khamenei segir furstadæmin hafa svikið aðra múslima Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa svikið önnur ríki múslima og Palestínumenn með samkomulagi ríkisins við Ísrael. 1. september 2020 14:51 Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. 31. ágúst 2020 12:32 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Norskur þingmaður tilnefnir Trump til friðarverðlauna Nóbels Donald Trump er tilnefndur fyrir aðkomu sína að „sögulegum samningi“ Ísraela og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. 9. september 2020 09:55
Khamenei segir furstadæmin hafa svikið aðra múslima Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa svikið önnur ríki múslima og Palestínumenn með samkomulagi ríkisins við Ísrael. 1. september 2020 14:51
Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. 31. ágúst 2020 12:32