Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Sylvía Hall skrifar 11. september 2020 22:28 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þakkaði Trump fyrir aðkomu sína að samkomulaginu. Vísir/Getty Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að tryggja diplómatísk tengsl við Ísrael, en aðeins þrjú önnur hafa gert það frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948; Sameinuðu arabísku furstadæmin, Egyptaland og Jórdanía. Ríkin undirrituðu friðarsamkomulag í dag. Donald Trump tilkynnti samkomulagið á Twitter og fagnaði því að enn eitt arabaríkið hefði gert friðarsamkomulag við Ísrael, en Sameinuðu arabísku furstadæmin gerðu einnig samkomulag við ríkið fyrir tæplega mánuði síðan þar sem samþykkt var að bæta samband ríkjanna og koma á formlegum samskiptum þeirra á milli. Another HISTORIC breakthrough today! Our two GREAT friends Israel and the Kingdom of Bahrain agree to a Peace Deal – the second Arab country to make peace with Israel in 30 days!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 11, 2020 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þakkaði Donald Trump fyrir aðkomu sína að samkomulaginu. Hann hefur miðlað málum milli ríkjanna líkt og hann gerði í tilviki Sameinuðu arabísku furstadæmanna, en samkomulagið var sögulegt enda höfðu ríkin eldað grátt silfur sín á milli um árabil á opinberum vettvangi. „Það liðu 26 ár milli annars friðarsamkomulagsins og þess þriðja, en aðeins 29 dagar á milli þriðja og fjórða, og þau verða fleiri,“ sagði Netanyahu. Trump tjáði sig um samkomulagið í Hvíta húsinu í dag og sagði samkomulagið vera öflugasta mótsvarið gegn „hatrinu sem leiddi til 11. september“ en í dag eru nítján liðin frá árásunum á World Trade Center í New York. Ísrael Barein Donald Trump Tengdar fréttir Norskur þingmaður tilnefnir Trump til friðarverðlauna Nóbels Donald Trump er tilnefndur fyrir aðkomu sína að „sögulegum samningi“ Ísraela og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. 9. september 2020 09:55 Khamenei segir furstadæmin hafa svikið aðra múslima Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa svikið önnur ríki múslima og Palestínumenn með samkomulagi ríkisins við Ísrael. 1. september 2020 14:51 Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. 31. ágúst 2020 12:32 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að tryggja diplómatísk tengsl við Ísrael, en aðeins þrjú önnur hafa gert það frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948; Sameinuðu arabísku furstadæmin, Egyptaland og Jórdanía. Ríkin undirrituðu friðarsamkomulag í dag. Donald Trump tilkynnti samkomulagið á Twitter og fagnaði því að enn eitt arabaríkið hefði gert friðarsamkomulag við Ísrael, en Sameinuðu arabísku furstadæmin gerðu einnig samkomulag við ríkið fyrir tæplega mánuði síðan þar sem samþykkt var að bæta samband ríkjanna og koma á formlegum samskiptum þeirra á milli. Another HISTORIC breakthrough today! Our two GREAT friends Israel and the Kingdom of Bahrain agree to a Peace Deal – the second Arab country to make peace with Israel in 30 days!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 11, 2020 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þakkaði Donald Trump fyrir aðkomu sína að samkomulaginu. Hann hefur miðlað málum milli ríkjanna líkt og hann gerði í tilviki Sameinuðu arabísku furstadæmanna, en samkomulagið var sögulegt enda höfðu ríkin eldað grátt silfur sín á milli um árabil á opinberum vettvangi. „Það liðu 26 ár milli annars friðarsamkomulagsins og þess þriðja, en aðeins 29 dagar á milli þriðja og fjórða, og þau verða fleiri,“ sagði Netanyahu. Trump tjáði sig um samkomulagið í Hvíta húsinu í dag og sagði samkomulagið vera öflugasta mótsvarið gegn „hatrinu sem leiddi til 11. september“ en í dag eru nítján liðin frá árásunum á World Trade Center í New York.
Ísrael Barein Donald Trump Tengdar fréttir Norskur þingmaður tilnefnir Trump til friðarverðlauna Nóbels Donald Trump er tilnefndur fyrir aðkomu sína að „sögulegum samningi“ Ísraela og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. 9. september 2020 09:55 Khamenei segir furstadæmin hafa svikið aðra múslima Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa svikið önnur ríki múslima og Palestínumenn með samkomulagi ríkisins við Ísrael. 1. september 2020 14:51 Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. 31. ágúst 2020 12:32 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Norskur þingmaður tilnefnir Trump til friðarverðlauna Nóbels Donald Trump er tilnefndur fyrir aðkomu sína að „sögulegum samningi“ Ísraela og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. 9. september 2020 09:55
Khamenei segir furstadæmin hafa svikið aðra múslima Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa svikið önnur ríki múslima og Palestínumenn með samkomulagi ríkisins við Ísrael. 1. september 2020 14:51
Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. 31. ágúst 2020 12:32
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“