Erlent

Norskur þing­maður til­nefnir Trump til friðar­verð­launa Nóbels

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AP

Norski þingmaðurinn Christian Tybring-Gjedde hefur tilnefnt Donald Trump Bandaríkjaforseta til friðarverðlauna Nóbels. Tilnefnir hann Trump fyrir aðkomu hans að „sögulegum samningi“ Ísraela og Sameinuðu arabísku furstadæmanna.

Tybring-Gjedde greindi frá þessu í samtali við Fox News. Tybring-Gjedde er þingmaður Framfaraflokksins og hefur átt sæti á Noregsþingi frá árinu 2005.

Greint var frá því í ágúst að stjórnvöld í Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi náð sögulegu samkomulagi um að bæta samband ríkjanna og koma á formlegum samskiptum þeirra á milli. Hafði Bandaríkjastjórn milligöngu um samninginn á bakvið tjöldin.

Furstadæmin eru nú þriðja arabaríkið og það fyrsta við Persaflóa, sem tekur upp hefðbundin diplómatísk samskipti við Ísrael. Hin arabaríkin sem um ræðir eru Egyptaland og Jórdanía.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Tybring-Gjedde tilnefnir Trump til friðarverðlauna Nóbels, en hann gerði slíkt hið sama árið 2018 í kjölfar funda Trump og Kim Jung-un, einræðisherra Norður-Kóreu.

Tilkynnt verður um handhafa friðarverðlauna Nóbels föstudaginn 9. október næstkomandi.


Tengdar fréttir

Ísrael og furstadæmin ná sögulegu samkomulagi

Ríkisstjórnir Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafa náð sögulegu samkomulagi um að bæta samband ríkjanna og koma á formlegum samskiptum þeirra á milli.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×