Rúnar: Spiluðum einfaldan fótbolta til að vinna þennan leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2020 21:45 Rúnar er mjög ánægður með að vera kominn í undanúrslit Mjólkurbikarsins. vísir/skjáskot Rúnar Kristinsson var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna eftir 4-2 sigur á Breiðablik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld. Rúnar talaði um einfaldan fótbolta og hrósaði Ægi Jarli Jónassyni í hástert en hann skoraði tvö marka KR í kvöld. „Mér líður vel, það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki og sérstaklega því þetta er í bikar. Eru komnir lengra en í fyrra og hitt í fyrra svo ég er ánægður með það,“ sagði Rúnar glaður í bragði að leik loknum. „Við spiluðum hann einfalt en mjög vel. Vörðumst ofboðslega vel. Blikar eru mjög góðir, spila frábæran fótbolta og það er mjög erfitt að verjast þeim. Besta liðið á landinu þegar þeir geta verið með boltann og fært hann hratt. Við vorum að reyna loka svæðum ásamt því að nýta skyndisóknir og föst leikatriði. Spiluðum bara einfaldan fótbolta til að vinna þennan leik,“ sagði Rúnar um leik kvöldsins. Aðspurður hvort hann ætti þá við að Blikar væru ef til vill að spila of flókið þá þvertók Rúnar fyrir það. „Nei ég er ekki að meina það. Þeir eru frábærir í því sem þeir eru að gera. Við vissum að við þyrftum að berjast, hlaupa og hafa fyrir hlutunum. Baráttan skilaði þessum sigri.“ „Ofboðslega ánægður fyrir hönd Ægis. Hann hefur verið hjá okkur í tvö ár og fengið einhver tækifæri en ekki alltaf heppnast hjá honum. Hann tók sénsinn í dag, spilaði frábærlega. Hann er búinn að sýna okkur þetta lengi vel á æfingum en við höfum þurft að fá að sjá þetta í leik líka, það er ekki nóg að vera góður á æfingum. Rosa margir geggjaðir á æfingum en eiga erfiðara með að spila á stórum velli, það er tvennt ólíkt. Ægir sýndi okkur hvað í honum býr og skoraði tvö frábær mörk í kvöld,“ sagði Rúnar um frammistöðu Ægis Jarls Jónassonar í kvöld. Þetta var hans fyrsti byrjunarliðsleikur í sumar og hann svaraði með tveimur mörkum ásamt því að hlaupa eins og enginn sé morgundagurinn. „Við lentum í smá erfiðleikum í nokkrum leikjum en það er alltaf viðbúið að það geti gerst. Þurfum að vera sterkir í hausnum og vinna okkur út úr því Erum búnir að gera það og það sýnir sig á leik okkar í dag og gegn Akranesi fyrir tveimur vikum eða svo. Þegar við erum að berjast og hlaupa fyrir hvern annan erum við mjög góðir. Við sýndum fína takta hér í dag og gerðum fín mörk en það þurfti að hafa fyrir því. Það þurfti að vinna og berjast. Það er ekki alltaf hægt að vera með boltann og spila flott, þú þarft að skora, búa til færi og verja markið þitt. Við gátum gert allt þetta í dag en við höfum ekki alltaf gert það í sumar,“ sagði Rúnar um umræðu þess efnis að KR hefði verið í „krísu“ fyrir nokkrum vikum síðar. Að lokum var Rúnar spurður út í óskamótherja í undanúrslitum en hann svaraði því nokkuð óljóst. Eins og líklega allir vill hann eflaust bara heimaleik. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn KR Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - KR 2-4 | KR í undanúrslitin eftir góðan sigur í Kópavogi Ægir Jarl Jónasson nýtti tækifærið svo sannarlega er KR vann Breiðablik 4-2 í Kópavogi er liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Var þetta fyrsti leikur Ægis í byrjunarliði KR í sumar. 10. september 2020 21:30 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Rúnar Kristinsson var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna eftir 4-2 sigur á Breiðablik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld. Rúnar talaði um einfaldan fótbolta og hrósaði Ægi Jarli Jónassyni í hástert en hann skoraði tvö marka KR í kvöld. „Mér líður vel, það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki og sérstaklega því þetta er í bikar. Eru komnir lengra en í fyrra og hitt í fyrra svo ég er ánægður með það,“ sagði Rúnar glaður í bragði að leik loknum. „Við spiluðum hann einfalt en mjög vel. Vörðumst ofboðslega vel. Blikar eru mjög góðir, spila frábæran fótbolta og það er mjög erfitt að verjast þeim. Besta liðið á landinu þegar þeir geta verið með boltann og fært hann hratt. Við vorum að reyna loka svæðum ásamt því að nýta skyndisóknir og föst leikatriði. Spiluðum bara einfaldan fótbolta til að vinna þennan leik,“ sagði Rúnar um leik kvöldsins. Aðspurður hvort hann ætti þá við að Blikar væru ef til vill að spila of flókið þá þvertók Rúnar fyrir það. „Nei ég er ekki að meina það. Þeir eru frábærir í því sem þeir eru að gera. Við vissum að við þyrftum að berjast, hlaupa og hafa fyrir hlutunum. Baráttan skilaði þessum sigri.“ „Ofboðslega ánægður fyrir hönd Ægis. Hann hefur verið hjá okkur í tvö ár og fengið einhver tækifæri en ekki alltaf heppnast hjá honum. Hann tók sénsinn í dag, spilaði frábærlega. Hann er búinn að sýna okkur þetta lengi vel á æfingum en við höfum þurft að fá að sjá þetta í leik líka, það er ekki nóg að vera góður á æfingum. Rosa margir geggjaðir á æfingum en eiga erfiðara með að spila á stórum velli, það er tvennt ólíkt. Ægir sýndi okkur hvað í honum býr og skoraði tvö frábær mörk í kvöld,“ sagði Rúnar um frammistöðu Ægis Jarls Jónassonar í kvöld. Þetta var hans fyrsti byrjunarliðsleikur í sumar og hann svaraði með tveimur mörkum ásamt því að hlaupa eins og enginn sé morgundagurinn. „Við lentum í smá erfiðleikum í nokkrum leikjum en það er alltaf viðbúið að það geti gerst. Þurfum að vera sterkir í hausnum og vinna okkur út úr því Erum búnir að gera það og það sýnir sig á leik okkar í dag og gegn Akranesi fyrir tveimur vikum eða svo. Þegar við erum að berjast og hlaupa fyrir hvern annan erum við mjög góðir. Við sýndum fína takta hér í dag og gerðum fín mörk en það þurfti að hafa fyrir því. Það þurfti að vinna og berjast. Það er ekki alltaf hægt að vera með boltann og spila flott, þú þarft að skora, búa til færi og verja markið þitt. Við gátum gert allt þetta í dag en við höfum ekki alltaf gert það í sumar,“ sagði Rúnar um umræðu þess efnis að KR hefði verið í „krísu“ fyrir nokkrum vikum síðar. Að lokum var Rúnar spurður út í óskamótherja í undanúrslitum en hann svaraði því nokkuð óljóst. Eins og líklega allir vill hann eflaust bara heimaleik.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn KR Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - KR 2-4 | KR í undanúrslitin eftir góðan sigur í Kópavogi Ægir Jarl Jónasson nýtti tækifærið svo sannarlega er KR vann Breiðablik 4-2 í Kópavogi er liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Var þetta fyrsti leikur Ægis í byrjunarliði KR í sumar. 10. september 2020 21:30 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - KR 2-4 | KR í undanúrslitin eftir góðan sigur í Kópavogi Ægir Jarl Jónasson nýtti tækifærið svo sannarlega er KR vann Breiðablik 4-2 í Kópavogi er liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Var þetta fyrsti leikur Ægis í byrjunarliði KR í sumar. 10. september 2020 21:30