Erlent

Elds­voði í stærstu flótta­manna­búðum Les­bos

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Flóttamenn í tugþúsundatali hafa búið við þröngan kost í Moria-flóttamannabúðunum um langt skeið. Hér má sjá eldana loga í búðunum.
Flóttamenn í tugþúsundatali hafa búið við þröngan kost í Moria-flóttamannabúðunum um langt skeið. Hér má sjá eldana loga í búðunum. AP/Panagiotis Balaskas

Eldur kom upp í stærstu flóttamannabúðum grísku eyjunnar Lesbos í nótt. Búðirnar, hinar alræmdu Moria-búðir, hafa verið yfirfullar um nokkurra ára skeið. 

Eldurinn breiddist hratt út og segir landstjórinn á Lesbos að búðirnar séu gjörónýtar. Enginn virðist hafa látist í eldsvoðanum en einhverjir fengu snert af reykeitrun. Ekki er ljóst hvað olli eldsvoðanum en sterkur vindur var í nótt og annars staðar á eyjunni brunnu tveir kjarreldar stjórnlaust.

Til að bæta gráu ofan á svart voru íbúar búðanna allir í sóttkví eftir að kórónuveirusmit kom upp í búðunum. Þrjátíu og fimm flóttamenn höfðu greinst smitaðir áður en eldurinn blossaði upp.

Um þrettán þúsund manns hafa þurft að búa við þröngan kost í Moria-búðunum en svæðið er aðeins hannað til að taka á móti um þrjú þúsund manns. 


Tengdar fréttir

Grikkir sagðir halda flóttafólki í leynifangelsi

Fyrrverandi sendifulltrúi SÞ vegna mannréttinda flóttafólks telur grísk stjórnvöld brjóta réttindi flóttafólks með leynifangelsi nærri landamærunum að Tyrklandi. New York Times segir að sýrlensku flóttafólki sé haldið þar áður en því sé vísað úr landi án þess að vera gefið tækifæri til að sækja um hæli eða ræða við lögmann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×