Enski boltinn

Greenwood búinn að eyða Twitter að­gangi sínum eftir fjaðra­fokið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Iceland v England - UEFA Nations League REYKJAVIK, ICELAND - SEPTEMBER 05: Mason Greenwood of England shoots during the UEFA Nations League group stage match between Iceland and England at Laugardalsvollur National Stadium on September 05, 2020 in Reykjavik, Iceland. (Photo by Haflidi Breidfjord/Getty Images)
Iceland v England - UEFA Nations League REYKJAVIK, ICELAND - SEPTEMBER 05: Mason Greenwood of England shoots during the UEFA Nations League group stage match between Iceland and England at Laugardalsvollur National Stadium on September 05, 2020 in Reykjavik, Iceland. (Photo by Haflidi Breidfjord/Getty Images)

Mason Greenwood, framherji enska landsliðsins og Manchester United, hefur eytt Twitter aðgangi sínum eftir allt fjaðrafokið síðasta sólarhringinn.

Upp komst um þá Greenwood og Phil Foden í gær, að þeir hefðu boðið tveimur íslenskum stelpum upp á hótel enska landsliðsins og brutu þar með reglur um sóttkví.

Þeim var vikið úr enska landsliðshópnum og leika ekki með liðinu í Danmörku í kvöld. Að auki voru þeir sektaðir af íslensku lögreglunni fyrir brot á sóttkví.

Nú hefur hinn ungi Greenwood fengið nóg og hefur ákveðið að eyða Twitter aðganginum sínum en hann hafði slegið í gegn með Manchester United á síðustu leiktíð.

Þar skoraði hann sautján mörk í öllum keppnum en landsleikurinn á laugardagi var hans fyrsti A-landsleikur. Það gæti verið að hann þurfi að bíða í einhvern tíma eftir þeim næsta.


Tengdar fréttir

Greenwood og Foden báðust afsökunar

Ungstirni enska landsliðsins báðust afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að fá heimsókn upp á hótel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×