Mason Greenwood, framherji enska landsliðsins og Manchester United, hefur eytt Twitter aðgangi sínum eftir allt fjaðrafokið síðasta sólarhringinn.
Upp komst um þá Greenwood og Phil Foden í gær, að þeir hefðu boðið tveimur íslenskum stelpum upp á hótel enska landsliðsins og brutu þar með reglur um sóttkví.
Þeim var vikið úr enska landsliðshópnum og leika ekki með liðinu í Danmörku í kvöld. Að auki voru þeir sektaðir af íslensku lögreglunni fyrir brot á sóttkví.
Nú hefur hinn ungi Greenwood fengið nóg og hefur ákveðið að eyða Twitter aðganginum sínum en hann hafði slegið í gegn með Manchester United á síðustu leiktíð.
Þar skoraði hann sautján mörk í öllum keppnum en landsleikurinn á laugardagi var hans fyrsti A-landsleikur. Það gæti verið að hann þurfi að bíða í einhvern tíma eftir þeim næsta.
Mason Greenwood deletes Twitter account as Man Utd star faces backlash after England sagahttps://t.co/sC74aXyzUQ pic.twitter.com/HquuVgRlki
— Mirror Football (@MirrorFootball) September 7, 2020