Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Vésteinn Örn Pétursson og Birgir Olgeirsson skrifa 7. september 2020 18:01 Foden (t.v.) og Greenwood komu báðir við sögu á Laugardalsvelli síðastliðinn laugardag. Vísir/Getty Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. Leikmennirnir hafa verið sektaðir um 250.000 krónur hvor. Þeir Greenwood og Foden komu báðir við sögu þegar enska landsliðið lagði það íslenska á Laugardalsvelli á laugardag með einu marki gegn engu. Enska liðið þurfti að lúta ströngum reglum um sóttkví á meðan það var hér á landi og máttu ekki eiga samskipti við neinn utan hennar. Konurnar sýndu frá heimsókninni og undanfara hennar á lokuðum hópum á samfélagsmiðlum. Leikmennirnir máttu ekki yfirgefa hótelið. Því var ákveðið að bóka tvö önnur herbergi á hótelinu þar sem þeir gátu hitt konurnar. Um er að ræða brot á sóttvarnalögum en rannsóknarlögreglumenn yfirheyrðu leikmennina tvo á hótel Sögu í dag. Leikmennirnir hafa báðir gengist við broti gegn skyldum þeirra sem eru í sóttkví og fengu fyrir það hámarkssekt, 250.000 krónur hvor. Ætla má að sektin sem enska knattspyrnusambandið muni leggja á þá verði talsvert hærri. Höfðu sjálfar samband við lögreglu Konurnar vildu ekki tjá sig um málið en sögðu þó í samtali við fréttastofu að þær hefðu ekki gert sér grein fyrir að mennirnir væru í sóttkví. Þær höfðu sjálfar samband við lögreglu að fyrra bragði þegar málið komst í hámæli í dag. Eftir nokkurra klukkutíma athugun var úrskurðað að þær þyrftu ekki að fara í sóttkví vegna heimsóknarinnar. Breska pressan hefur verið undirlögð af fréttum af málinu í dag og hafa konurnar fengið fjölda fyrirspurna vegna málsins frá erlendum blaðamönnum. Enska landsliðið mætir því danska í Þjóðadeildinni annað kvöld. Þeir Greenwood og Foden, sem leika fyrir Manchester United og Manchester City, voru teknir út úr hópnum sem ferðaðist til Danmerkur í dag. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því fyrr í dag að leikmennirnir tveir myndu ferðast aftur til Englands. Þá sagði hann að málið væri litið alvarlegum augum og ekki væri hægt að afsaka athæfið þrátt fyrir ungan aldur þeirra. Greenwood er 18 ára og Foden er tvítugur. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Sjáðu enska liðið yfirgefa Hótel Sögu Enska landsliðið yfirgaf Hótel Sögu áðan og hélt til Keflavíkur þaðan sem það flýgur til Kaupmannahafnar. 7. september 2020 14:34 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Fleiri fréttir Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Sjá meira
Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. Leikmennirnir hafa verið sektaðir um 250.000 krónur hvor. Þeir Greenwood og Foden komu báðir við sögu þegar enska landsliðið lagði það íslenska á Laugardalsvelli á laugardag með einu marki gegn engu. Enska liðið þurfti að lúta ströngum reglum um sóttkví á meðan það var hér á landi og máttu ekki eiga samskipti við neinn utan hennar. Konurnar sýndu frá heimsókninni og undanfara hennar á lokuðum hópum á samfélagsmiðlum. Leikmennirnir máttu ekki yfirgefa hótelið. Því var ákveðið að bóka tvö önnur herbergi á hótelinu þar sem þeir gátu hitt konurnar. Um er að ræða brot á sóttvarnalögum en rannsóknarlögreglumenn yfirheyrðu leikmennina tvo á hótel Sögu í dag. Leikmennirnir hafa báðir gengist við broti gegn skyldum þeirra sem eru í sóttkví og fengu fyrir það hámarkssekt, 250.000 krónur hvor. Ætla má að sektin sem enska knattspyrnusambandið muni leggja á þá verði talsvert hærri. Höfðu sjálfar samband við lögreglu Konurnar vildu ekki tjá sig um málið en sögðu þó í samtali við fréttastofu að þær hefðu ekki gert sér grein fyrir að mennirnir væru í sóttkví. Þær höfðu sjálfar samband við lögreglu að fyrra bragði þegar málið komst í hámæli í dag. Eftir nokkurra klukkutíma athugun var úrskurðað að þær þyrftu ekki að fara í sóttkví vegna heimsóknarinnar. Breska pressan hefur verið undirlögð af fréttum af málinu í dag og hafa konurnar fengið fjölda fyrirspurna vegna málsins frá erlendum blaðamönnum. Enska landsliðið mætir því danska í Þjóðadeildinni annað kvöld. Þeir Greenwood og Foden, sem leika fyrir Manchester United og Manchester City, voru teknir út úr hópnum sem ferðaðist til Danmerkur í dag. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því fyrr í dag að leikmennirnir tveir myndu ferðast aftur til Englands. Þá sagði hann að málið væri litið alvarlegum augum og ekki væri hægt að afsaka athæfið þrátt fyrir ungan aldur þeirra. Greenwood er 18 ára og Foden er tvítugur.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Sjáðu enska liðið yfirgefa Hótel Sögu Enska landsliðið yfirgaf Hótel Sögu áðan og hélt til Keflavíkur þaðan sem það flýgur til Kaupmannahafnar. 7. september 2020 14:34 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Fleiri fréttir Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Sjá meira
Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56
Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59
Sjáðu enska liðið yfirgefa Hótel Sögu Enska landsliðið yfirgaf Hótel Sögu áðan og hélt til Keflavíkur þaðan sem það flýgur til Kaupmannahafnar. 7. september 2020 14:34
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent