Rannsókn á máli Greenwood og Foden langt komin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2020 14:32 Greenwood var með grímu á Laugardalsvelli í vikunni. Gríman var hins vegar fjarri þegar íslensku stelpurnar kíktu í heimsókn. Getty/Hafliði Breiðfjörð Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á heimsókn íslenskra kvenna til enskra landsliðsmanna á Hótel Sögu um helgina er langt komin. Sóttvarnalæknir segir klárlega um brot á sóttkví að ræða. Mason Greenwood og Phil Foden spiluðu sinn fyrsta A-landsleik fyrir England á Laugardalsvelli í 1-0 sigrinum á Íslandi á laugardag. Þeir hafa átt forsíður miðlana í dag eftir að í ljós kom að þeir brutu reglur um sóttkví á meðan dvöl þeirra stóð. Íslenskar stúlkur um tvítugsaldurinn fóru í heimsókn til herbergisfélaganna um helgina. Sýndu þær frá samskiptum þeirra við knattspyrnumennina á Snapchat og eru myndbönd af samskiptunum í dreifingu á samfélagsmiðlum. Eitt af þeim myndböndum sem eru í dreifingu. Þar sjást Greenwood og Foden á hótelherbergi á Hótel Sögu. Enska landsliðið hefur verið hér á landi undanfarna daga og gilda afar strangar reglur varðandi veru þeirra hér af sóttvarnaástæðum. Með því að hitta íslensku stelpurnar brutu leikmennirnir bæði reglur landsins og sóttvarnareglur hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að honum sýndist sem klárlega væri um að ræða brot á sóttkví. Slík brot varða allt að 250 þúsund krónu sekt. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði á fundinum í dag að rannsókn á málinu væri langt komin. Henni ætti að ljúka fljótlega. Enska landsliðið flýgur af landi brott klukkan þrjú í dag frá Keflavíkurflugvelli. Hópurinn flýgur til Kaupmannahafnar þar sem framundan er leikur við Belgíu í Þjóðadeildinni. Liðið verður án krafta Greenwood og Foden. Óljóst er hvernig þeir koma til síns heima. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sagði leikmennina hafa hegðað sér barnalega. Hann ætti eftir að fá frekari skýringar á málinu en leikmennirnir hefðu beðist afsökunar. Greenwood og Foden eru meðal mestu vonarstjarna enskrar knattspyrnu. Foden, sem spilar með Manchester City, var í byrjunarliðinu gegn Íslandi. Greenwood kom inn á en hann var á meðal bestu leikmanna Manchester United á síðustu leiktíð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á heimsókn íslenskra kvenna til enskra landsliðsmanna á Hótel Sögu um helgina er langt komin. Sóttvarnalæknir segir klárlega um brot á sóttkví að ræða. Mason Greenwood og Phil Foden spiluðu sinn fyrsta A-landsleik fyrir England á Laugardalsvelli í 1-0 sigrinum á Íslandi á laugardag. Þeir hafa átt forsíður miðlana í dag eftir að í ljós kom að þeir brutu reglur um sóttkví á meðan dvöl þeirra stóð. Íslenskar stúlkur um tvítugsaldurinn fóru í heimsókn til herbergisfélaganna um helgina. Sýndu þær frá samskiptum þeirra við knattspyrnumennina á Snapchat og eru myndbönd af samskiptunum í dreifingu á samfélagsmiðlum. Eitt af þeim myndböndum sem eru í dreifingu. Þar sjást Greenwood og Foden á hótelherbergi á Hótel Sögu. Enska landsliðið hefur verið hér á landi undanfarna daga og gilda afar strangar reglur varðandi veru þeirra hér af sóttvarnaástæðum. Með því að hitta íslensku stelpurnar brutu leikmennirnir bæði reglur landsins og sóttvarnareglur hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að honum sýndist sem klárlega væri um að ræða brot á sóttkví. Slík brot varða allt að 250 þúsund krónu sekt. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði á fundinum í dag að rannsókn á málinu væri langt komin. Henni ætti að ljúka fljótlega. Enska landsliðið flýgur af landi brott klukkan þrjú í dag frá Keflavíkurflugvelli. Hópurinn flýgur til Kaupmannahafnar þar sem framundan er leikur við Belgíu í Þjóðadeildinni. Liðið verður án krafta Greenwood og Foden. Óljóst er hvernig þeir koma til síns heima. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sagði leikmennina hafa hegðað sér barnalega. Hann ætti eftir að fá frekari skýringar á málinu en leikmennirnir hefðu beðist afsökunar. Greenwood og Foden eru meðal mestu vonarstjarna enskrar knattspyrnu. Foden, sem spilar með Manchester City, var í byrjunarliðinu gegn Íslandi. Greenwood kom inn á en hann var á meðal bestu leikmanna Manchester United á síðustu leiktíð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira