Indland komið í annað sæti yfir flest smit í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2020 13:30 Örfáar hræður nýttu sér að neðanjarðarlestir væru aftur byrjaðar að ganga eftir um hálfs árs hlé í Nýju-Delí í dag. Vanalega annar neðanjarðarlestakerfið þar um 2,7 milljónum farþega á dag. AP/Manish Swarup Staðfestum kórónuveirusmitum fjölgað gríðarlega á Indlandi í dag og er landið nú komið komið fram úr Brasilíu í annað sæti yfir flest smit í heiminum. Þrátt fyrir það héldu stjórnvöld áfram að endurvekja neðanjarðarlestarferðir og tilkynntu um áform um að opna Taj Mahal fyrir ferðamönnum í þessum mánuði. Tilkynnt var um fleiri en 90.000 ný tilfelli kórónuveiru síðasta sólarhringinn í dag og er fjöldi smitaðra nú 4,2 milljónir. Þar með fór Indland fram úr Brasilíu sem kynnir nýjustu tölur um fjölda smitaðra síðar í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri smit verið staðfest en á Indlandi. Haldi faraldurinn áfram á sömu braut á Indlandi gæti landið farið fram úr Bandaríkjunum í fjölda smitaðra í næsta mánuði. Opinber fjöldi látinna á Indlandi er tæplega 72.000 manns, langt á eftir Bandaríkjunum og Brasilíu þar sem 193.000 og og 126.000 manns hafa tapað lífi í faraldrinum. Þrátt fyrir að faraldurinn sé hvergi nærri í rénun á Indlandi vinnur ríkisstjórn Narendra Modi forsætisráðherra að því að aflétta flestum sóttvarnaaðgerðum til þess að freista þess að blása lífi í efnahag landsins sem hefur tekið mikið högg vegna hans. Heilbrigðiskerfið er sagt við það að sligast vegna álags síðustu mánaða. Læknar lýsa því að þeir séu örmagna og mannekla sé vandamál vegna álagsins. Fáir nýttu sér neðanjarðarlestarkerfi Nýju-Delí þegar það var tekið aftur í notkun eftir hálfs árs lokun vegna faraldursins í dag. Farþegar verða að vera með grímu, huga að fjarlægðarreglu og gangast undir hitamælingu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Neðanjarðarlestir hófu einnig göngu sína á ný að hluta til í Ahmedabad, Lucknow og nokkrum öðrum stöðum. Til stendur að opna Taj Mahal-grafhýsið í Agra fyrir ferðamönnum 21. september. Fimm þúsund manns fá að heimsækja grafhýsið, brot af þeim 80.000 manns sem heimsóttu það daglega þegar atgangurinn þar var sem mestur fyrir faraldurinn. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilfelli kórónuveirasmita á heimsvísu komin yfir 25 milljón Tilfelli kórónuveirusmita á heimsvísu eru nú komin yfir 25 milljón, samkvæmt talningu Reuters. Mestur vöxtur smita er á Indlandi. 30. ágúst 2020 08:47 Smituðum fjölgar mest á Indlandi, átján daga í röð Yfirvöld á Indlandi tilkynntu í dag að 60.975 hafi greinst smitaðir af Covid-19 frá því í gær. Það er mesta fjölgunin í heiminum en sú hefur verið raunin á Indlandi síðust átján daga í röð. 25. ágúst 2020 15:01 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Sjá meira
Staðfestum kórónuveirusmitum fjölgað gríðarlega á Indlandi í dag og er landið nú komið komið fram úr Brasilíu í annað sæti yfir flest smit í heiminum. Þrátt fyrir það héldu stjórnvöld áfram að endurvekja neðanjarðarlestarferðir og tilkynntu um áform um að opna Taj Mahal fyrir ferðamönnum í þessum mánuði. Tilkynnt var um fleiri en 90.000 ný tilfelli kórónuveiru síðasta sólarhringinn í dag og er fjöldi smitaðra nú 4,2 milljónir. Þar með fór Indland fram úr Brasilíu sem kynnir nýjustu tölur um fjölda smitaðra síðar í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri smit verið staðfest en á Indlandi. Haldi faraldurinn áfram á sömu braut á Indlandi gæti landið farið fram úr Bandaríkjunum í fjölda smitaðra í næsta mánuði. Opinber fjöldi látinna á Indlandi er tæplega 72.000 manns, langt á eftir Bandaríkjunum og Brasilíu þar sem 193.000 og og 126.000 manns hafa tapað lífi í faraldrinum. Þrátt fyrir að faraldurinn sé hvergi nærri í rénun á Indlandi vinnur ríkisstjórn Narendra Modi forsætisráðherra að því að aflétta flestum sóttvarnaaðgerðum til þess að freista þess að blása lífi í efnahag landsins sem hefur tekið mikið högg vegna hans. Heilbrigðiskerfið er sagt við það að sligast vegna álags síðustu mánaða. Læknar lýsa því að þeir séu örmagna og mannekla sé vandamál vegna álagsins. Fáir nýttu sér neðanjarðarlestarkerfi Nýju-Delí þegar það var tekið aftur í notkun eftir hálfs árs lokun vegna faraldursins í dag. Farþegar verða að vera með grímu, huga að fjarlægðarreglu og gangast undir hitamælingu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Neðanjarðarlestir hófu einnig göngu sína á ný að hluta til í Ahmedabad, Lucknow og nokkrum öðrum stöðum. Til stendur að opna Taj Mahal-grafhýsið í Agra fyrir ferðamönnum 21. september. Fimm þúsund manns fá að heimsækja grafhýsið, brot af þeim 80.000 manns sem heimsóttu það daglega þegar atgangurinn þar var sem mestur fyrir faraldurinn.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilfelli kórónuveirasmita á heimsvísu komin yfir 25 milljón Tilfelli kórónuveirusmita á heimsvísu eru nú komin yfir 25 milljón, samkvæmt talningu Reuters. Mestur vöxtur smita er á Indlandi. 30. ágúst 2020 08:47 Smituðum fjölgar mest á Indlandi, átján daga í röð Yfirvöld á Indlandi tilkynntu í dag að 60.975 hafi greinst smitaðir af Covid-19 frá því í gær. Það er mesta fjölgunin í heiminum en sú hefur verið raunin á Indlandi síðust átján daga í röð. 25. ágúst 2020 15:01 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Sjá meira
Tilfelli kórónuveirasmita á heimsvísu komin yfir 25 milljón Tilfelli kórónuveirusmita á heimsvísu eru nú komin yfir 25 milljón, samkvæmt talningu Reuters. Mestur vöxtur smita er á Indlandi. 30. ágúst 2020 08:47
Smituðum fjölgar mest á Indlandi, átján daga í röð Yfirvöld á Indlandi tilkynntu í dag að 60.975 hafi greinst smitaðir af Covid-19 frá því í gær. Það er mesta fjölgunin í heiminum en sú hefur verið raunin á Indlandi síðust átján daga í röð. 25. ágúst 2020 15:01