Birta myndskeið af meintum árásarmanni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2020 23:31 Árásarmaðurinn meinti í myndbrotinu sem birt var af lögreglu. YouTube/West Midlands Police Myndskeið úr öryggismyndavélum af manni sem grunaður er að hafa myrt einn og sært sjö í eggvopnsárásum í miðborg Birmingham á Bretlandi hefur verið birt af lögreglu. Lögreglan hefur leitað mannsins af mikilli áfergju frá því í nótt. Árásirnar voru gerðar miðsvæðis í Birmingham þar sem mikið er um skemmtistaði. Sá sem lést var 23 ára gamall maður og dó hann á Irving stræti klukkan 01:50 í nótt að staðartíma. Maður og kona, 19 og 32 ára, hlutu alvarlega áverka og eru sögð í lífshættu. Fimm önnur, á aldrinum 23 til 33 ára, særðust einnig í árásinni. Voru þau öll flutt á sjúkrahús og hafa tvö nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Árásirnar voru gerðar á fjórum mismunandi stöðum milli klukkan hálf eitt og hálf þrjú í nótt að staðartíma. Í myndbrotinu sem náðist á öryggismyndavél sést maður með derhúfu á höfði og í dökkri hettupeysu. Þá er hann klæddur í dökkar buxur og dökka skó en hann sést standa við og ganga fyrir horn. „Á þessum tímapunkti teljum við árásirnar hafa verið gerðar af handahófi og við höfum engar vísbendingar um að nokkur ástæða hafi verið að baki þeim,“ sagði Steve Graham, yfirlögregluþjónn í Birmingham, og hvatti hann almenning að vera á tánum. „Við biðlum til fólks sem gæti kannast við manninn sem sést á upptökunni til að hafa samband við okkur eins fljótt og auðið er. Ef þið sjáið hann, vinsamlegast nálgist hann ekki, en hringið þegar í stað í neyðarlínuna,“ bætti hann við. Hafa fundið hníf en of snemmt að vita hvort hann hafi verið notaður í árásunum Lögreglan var fyrst kölluð út að Constitution Hill þar sem maður var alvarlega særður rétt eftir klukkan hálf eitt að staðartíma. Þá var hún kölluð út að Livery Street um tuttugu mínútum síðar þar sem nítján ára maður særðist alvarlega og kona var einnig særð. Um klukkutíma síðar, klukkan 01:50 að staðartíma, var lögregla kölluð út að Irving Street, þar sem 23 ára gamall maður lést og annar maður særðist alvarlega. Tíu mínútum síðar var lögregla kölluð út að Hurst Street þar sem 32 ára gömul kona særðist alvarlega og tveir menn særðust. Lögreglan telur árásirnar ekki tengdar hryðjuverkastarfsemi eða starfsemi skipulagðra glæpahópa. Atvikið var flokkað sem alvarlegt atvik af lögreglu um leið og ljóst var hve stórvægilegt það væri. Þá hefur lögreglan unnið linnulaust frá því í nótt að því að finna árásarmanninn og er atvikið nú rannsakað sem morð. Fjöldi fólks varð vitni að árásunum og lýsti eitt vitnanna, sem er eigandi veitingastaðar, því hvernig árásarmaðurinn gekk frá árásarstað mjög rólega eftir að hann hafði stungið konu ítrekað með eggvopni. „Ég horfði beint á hann, og ég get séð að hann heldur á eggvopni, smáu, ekkert rosalega stóru, og hann var að stinga hana í hálsinn,“ sagði Savvas Sfrantzis, í samtali við breska ríkisútvarpið. „Hann var mjög rólegur og var ekki í uppnámi og hann brást ekki einu sinni við. Eftir að hann stakk hana á milli fimm og sjö sinnum… gekk hann í burtu eins og ekkert hefði gerst.“ Lögreglan hefur lagt hald á hníf sem fannst í niðurfalli en Graham yfirlögregluþjónn segir of snemmt til að vita hvort umræddur hnífur hafi verið sá sem notaður var í árásinni. Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag var hann spurður hvers vegna árásarmaðurinn hafi getað ferðast í gegn um miðborgina í meira en tvo klukkutíma án þess að nást. Graham sagði að leiðin sem hinn grunaði fór í gegn um miðborgina hafi verið nokkuð óhefðbundin. Bretland England Tengdar fréttir Einn látinn og sjö særðir í Birmingham Einn er látinn og sjö særðust í hnífaárásum sem gerðar voru í ensku borginni Birmingham í nótt. Árásarmannsins er enn leitað. 6. september 2020 10:58 Ráðist á fólk með eggvopni í miðborg Birmingham Lögregla í Birmingham í Englandi var kölluð út skömmu eftir miðnætti þegar tilkynnt var um að ráðist hafi verið á fólk með eggvopni. 6. september 2020 08:07 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Myndskeið úr öryggismyndavélum af manni sem grunaður er að hafa myrt einn og sært sjö í eggvopnsárásum í miðborg Birmingham á Bretlandi hefur verið birt af lögreglu. Lögreglan hefur leitað mannsins af mikilli áfergju frá því í nótt. Árásirnar voru gerðar miðsvæðis í Birmingham þar sem mikið er um skemmtistaði. Sá sem lést var 23 ára gamall maður og dó hann á Irving stræti klukkan 01:50 í nótt að staðartíma. Maður og kona, 19 og 32 ára, hlutu alvarlega áverka og eru sögð í lífshættu. Fimm önnur, á aldrinum 23 til 33 ára, særðust einnig í árásinni. Voru þau öll flutt á sjúkrahús og hafa tvö nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Árásirnar voru gerðar á fjórum mismunandi stöðum milli klukkan hálf eitt og hálf þrjú í nótt að staðartíma. Í myndbrotinu sem náðist á öryggismyndavél sést maður með derhúfu á höfði og í dökkri hettupeysu. Þá er hann klæddur í dökkar buxur og dökka skó en hann sést standa við og ganga fyrir horn. „Á þessum tímapunkti teljum við árásirnar hafa verið gerðar af handahófi og við höfum engar vísbendingar um að nokkur ástæða hafi verið að baki þeim,“ sagði Steve Graham, yfirlögregluþjónn í Birmingham, og hvatti hann almenning að vera á tánum. „Við biðlum til fólks sem gæti kannast við manninn sem sést á upptökunni til að hafa samband við okkur eins fljótt og auðið er. Ef þið sjáið hann, vinsamlegast nálgist hann ekki, en hringið þegar í stað í neyðarlínuna,“ bætti hann við. Hafa fundið hníf en of snemmt að vita hvort hann hafi verið notaður í árásunum Lögreglan var fyrst kölluð út að Constitution Hill þar sem maður var alvarlega særður rétt eftir klukkan hálf eitt að staðartíma. Þá var hún kölluð út að Livery Street um tuttugu mínútum síðar þar sem nítján ára maður særðist alvarlega og kona var einnig særð. Um klukkutíma síðar, klukkan 01:50 að staðartíma, var lögregla kölluð út að Irving Street, þar sem 23 ára gamall maður lést og annar maður særðist alvarlega. Tíu mínútum síðar var lögregla kölluð út að Hurst Street þar sem 32 ára gömul kona særðist alvarlega og tveir menn særðust. Lögreglan telur árásirnar ekki tengdar hryðjuverkastarfsemi eða starfsemi skipulagðra glæpahópa. Atvikið var flokkað sem alvarlegt atvik af lögreglu um leið og ljóst var hve stórvægilegt það væri. Þá hefur lögreglan unnið linnulaust frá því í nótt að því að finna árásarmanninn og er atvikið nú rannsakað sem morð. Fjöldi fólks varð vitni að árásunum og lýsti eitt vitnanna, sem er eigandi veitingastaðar, því hvernig árásarmaðurinn gekk frá árásarstað mjög rólega eftir að hann hafði stungið konu ítrekað með eggvopni. „Ég horfði beint á hann, og ég get séð að hann heldur á eggvopni, smáu, ekkert rosalega stóru, og hann var að stinga hana í hálsinn,“ sagði Savvas Sfrantzis, í samtali við breska ríkisútvarpið. „Hann var mjög rólegur og var ekki í uppnámi og hann brást ekki einu sinni við. Eftir að hann stakk hana á milli fimm og sjö sinnum… gekk hann í burtu eins og ekkert hefði gerst.“ Lögreglan hefur lagt hald á hníf sem fannst í niðurfalli en Graham yfirlögregluþjónn segir of snemmt til að vita hvort umræddur hnífur hafi verið sá sem notaður var í árásinni. Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag var hann spurður hvers vegna árásarmaðurinn hafi getað ferðast í gegn um miðborgina í meira en tvo klukkutíma án þess að nást. Graham sagði að leiðin sem hinn grunaði fór í gegn um miðborgina hafi verið nokkuð óhefðbundin.
Bretland England Tengdar fréttir Einn látinn og sjö særðir í Birmingham Einn er látinn og sjö særðust í hnífaárásum sem gerðar voru í ensku borginni Birmingham í nótt. Árásarmannsins er enn leitað. 6. september 2020 10:58 Ráðist á fólk með eggvopni í miðborg Birmingham Lögregla í Birmingham í Englandi var kölluð út skömmu eftir miðnætti þegar tilkynnt var um að ráðist hafi verið á fólk með eggvopni. 6. september 2020 08:07 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Einn látinn og sjö særðir í Birmingham Einn er látinn og sjö særðust í hnífaárásum sem gerðar voru í ensku borginni Birmingham í nótt. Árásarmannsins er enn leitað. 6. september 2020 10:58
Ráðist á fólk með eggvopni í miðborg Birmingham Lögregla í Birmingham í Englandi var kölluð út skömmu eftir miðnætti þegar tilkynnt var um að ráðist hafi verið á fólk með eggvopni. 6. september 2020 08:07