Erlent

Eitt stærsta vændis­hús álfunnar á hausinn

Atli Ísleifsson skrifar
Pascha er að finna norður af miðborg Kölnar.
Pascha er að finna norður af miðborg Kölnar. Getty

Eitt stærsta vændishús Evrópu er farið á hausinn af völdum kórónuveirufaraldursins.

Vændishúsið Pascha í þýsku borginni Köln er heilar tíu hæðir og hefur verið rekið í borginni um árabil. Um 120 vændiskonur starfa við húsið auk annars starfsfólks sem telur um sextíu manns.

Þegar kórónuveiran skall á Evrópu var gripið til þess ráðs að banna vændisstarfssemi sökum smithættu og nú segir eigandinn að ekki sé annað í stöðunni en að segja starfsfólkinu upp.

Hann gagnrýnir þýsk stjórnvöld fyrir að gefa ekki skýr svör um hvenær von sé á afléttingu vændisbannsins og fullyrðir að vændisiðnaðurinn hafi ekki legið í dvala, heldur hafi hann færst undir yfirborðið að nýju þannig að ríkið njóti ekki skattanna af honum eins og á við um Pascha, sem var að fullu lögleg starfsemi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×