Erlent

Berlusconi með kórónuveiruna

Kjartan Kjartansson skrifar
Berlusconi er nú á níræðisaldri.
Berlusconi er nú á níræðisaldri. Vísir/EPA

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er í einangrun á heimili sínu nærri Mílanó eftir að hann greindist með nýtt afbrigði kórónuveiru. Starfslið Berlusconi, sem er 83 ára gamall, segir hann ætla að halda áfram að vinna að undirbúningi fyrir sveitarstjórnarkosningar sem fara fram í þessum mánuði.

Kaupsýslumaðurinn Flavio Briatore greindist smitaður af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, skömmu eftir að þeir Berlusconi hittust í síðasta mánuði. Þá sagði Berlusconi að sýni sem var tekið úr honum hafi verið neikvætt, að sögn Sky-fréttastofunnar.

Berlusconi var forsætisráðherra í fjórum ríkisstjórnum, alls í níu ár. Hann hraktist úr embætti árið 2011 en hefur verið virkur í flokki sínum Áfram Ítalía. Eftir að Berlusconi sagði skilið við fyrrverandi kærustu sína í mars byrjaði hann með Mörtu Antoniu Fascina, þrítugri þingkonu flokksins. Hún er 53 árum yngri en Berslusconi.


Tengdar fréttir

Berlusconi yngir verulega upp

Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu er hættur með kærustu sinni til 12 ára, Francescu Pascale.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×