Erlent

Tölvu­á­rás gerð á norska þingið

Atli Ísleifsson skrifar
Alls eru 169 þingmenn á norska þinginu, Stortinget.
Alls eru 169 þingmenn á norska þinginu, Stortinget. Getty

Umfangsmikil tölvuárás hefur verið gerð á norska þingið þar sem tölvupóstsreikningar fjölda þingmanna hafa verið hakkaðir.

Marianne Andreassen, framkvæmdastjóri skrifstofu þingsins, segir í yfirlýsingu að mjög alvarlega sé litið á málið og að verið sé að kortleggja árásina og mögulegt tjón.

NRK segir frá því að svo virðist sem að tölvuþrjótarnir hafi hlaðið niður ýmsum gögnum eftir að hafa brotist inn í tölvupóst „lítils fjölda þingmanna og starfsmanna þingsins“. Búið sé að hafa samband við viðkomandi starfsmenn.

Alls eru 169 þingmenn á norska þinginu, Stortinget.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×