Erlent

Gagn­rýna Ung­verja fyrir að loka landa­mærunum ein­hliða

Atli Ísleifsson skrifar
Alls hafa verið skráð 6.139 kórónuveirusmit í Ungverjalandi frá upphafi faraldursins og eru virk smit nú 1.763.
Alls hafa verið skráð 6.139 kórónuveirusmit í Ungverjalandi frá upphafi faraldursins og eru virk smit nú 1.763. EPA

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gagnrýnt ákvörðun ungverskra stjórnvalda umað loka landamærum sínum einhliða til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Framkvæmdastjórnin telur slíka ráðstöfun „ekki skilvirka“ í baráttunni.

Frá og með deginum í dag verða landamærin að Ungverjalandi lokuð öllum útlendingum, með fáeinum undantekningum á borð við herfylgd, ferðir diplómata og mannúðarflutninga.

Auk þess hafa ungversk stjórnvöld greint frá því að allir þeir Ungverjar sem snúa aftur til landsins frá útlöndum þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví, eða þá þar til að þeir geti framvísað neikvæðum niðurstöðum úr tveimur skimunum. Þeir þurfa sjálfur að greiða fyrir slíkar skimanir.

„Samstaða þýðir sameiginleg velgengni,“ sagði ungverski forsætisráðherrann Viktor Orban. „En við getum ekki notið velgengni saman ef við njótum ekki velgengni ein og sér.“ Vonast stjórnin til að með þessum nýju aðgerðum verði hægt að hefja skólastarf.

Kórónuveirusmitum hefur fjölgað nokkuð í Ungverjalandi að undanförnu og á sunnudaginn voru 292 ný tilfelli skráð. Var um að ræða mesta fjöldann í landinu á einum degi frá í vor.

Alls hafa verið skráð 6.139 kórónuveirusmit í Ungverjalandi frá upphafi faraldursins og eru virk smit nú 1.763. Alls hafa 616 manns látið lífið í landinu af völdum Covid-19 samkvæmt opinberum gögnum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.