Lára gengin á land í Louisiana Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2020 07:31 Skemmtigarður við ströndina í Galveston í Texas í gærkvöldi. Getty Fellibylurinn Lára hefur nú náð landi í Louisiana og Texas í Bandaríkjunum og er byrjaður að valda miklum skyndiflóðum. Lára er nú flokkuð sem fjórða stigs fellibylur og er talið að hún gæti valdið gríðarlegri eyðileggingu þar sem vindhraðinn hefur nú náð allt að 67 metrum á sekúndu. Haldi fellibylurinn þessum styrk gæti þetta verið einn öflugasti fellibylurinn til að skella á suðurströnd Bandaríkjanna. Um hálf milljón manna hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í hluta Texas og Louisiana. BBC segir frá því að Lára hafi gengið á land skömmu eftir miðnætti að staðartíma, um klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma, nærri Cameron í Louisiana. Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna hefur varað íbúa við því að vera á svæðinu og biðlað til fólks að grípa til aðgerða nú til að hægt sé að koma í veg fyrir manntjón. Er því sagt að halda kyrru fyrir í herberjum fjarri gluggum. „Farið undir borð eða önnur sterkbyggð húsgögn. Notið dýnur, teppi eða kodda til að verja höfuð ykkar og líkama.“ Nærri 200 þúsund heimili í Louisiana eru nú án rafmagns, en í Texas eru þau um 45 þúsund. Fellibylurinn Lára, auk annars sem nefndur hefur verið Marco, hefur nú þegar valdið miklum usla í Karíbahafi og er tala látinna þar nú 24. Lára hefur sótt í sig veðrið síðustu daga og efldist á tímabili um nærri 70 prósent á innan við sólarhring. Bandaríkin Tengdar fréttir Fellibylurinn Lára sækir í sig veðrið Fellibylurinn Lára sem stefnir hraðbyri að ströndum Bandarísku ríkjanna Texas og Louisiana hefur sótt í sig veðrið í dag og flokkast nú sem fjórða stigs fellibylur. Þá hafa veðurfræðingar varað við því að flætt gæti vegna flóðsins og vatnsyfirborðið náð allt að sex metra hæð og segja nær ómögulegt að lifa slíkt flóð af. 26. ágúst 2020 23:24 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Fellibylurinn Lára hefur nú náð landi í Louisiana og Texas í Bandaríkjunum og er byrjaður að valda miklum skyndiflóðum. Lára er nú flokkuð sem fjórða stigs fellibylur og er talið að hún gæti valdið gríðarlegri eyðileggingu þar sem vindhraðinn hefur nú náð allt að 67 metrum á sekúndu. Haldi fellibylurinn þessum styrk gæti þetta verið einn öflugasti fellibylurinn til að skella á suðurströnd Bandaríkjanna. Um hálf milljón manna hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í hluta Texas og Louisiana. BBC segir frá því að Lára hafi gengið á land skömmu eftir miðnætti að staðartíma, um klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma, nærri Cameron í Louisiana. Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna hefur varað íbúa við því að vera á svæðinu og biðlað til fólks að grípa til aðgerða nú til að hægt sé að koma í veg fyrir manntjón. Er því sagt að halda kyrru fyrir í herberjum fjarri gluggum. „Farið undir borð eða önnur sterkbyggð húsgögn. Notið dýnur, teppi eða kodda til að verja höfuð ykkar og líkama.“ Nærri 200 þúsund heimili í Louisiana eru nú án rafmagns, en í Texas eru þau um 45 þúsund. Fellibylurinn Lára, auk annars sem nefndur hefur verið Marco, hefur nú þegar valdið miklum usla í Karíbahafi og er tala látinna þar nú 24. Lára hefur sótt í sig veðrið síðustu daga og efldist á tímabili um nærri 70 prósent á innan við sólarhring.
Bandaríkin Tengdar fréttir Fellibylurinn Lára sækir í sig veðrið Fellibylurinn Lára sem stefnir hraðbyri að ströndum Bandarísku ríkjanna Texas og Louisiana hefur sótt í sig veðrið í dag og flokkast nú sem fjórða stigs fellibylur. Þá hafa veðurfræðingar varað við því að flætt gæti vegna flóðsins og vatnsyfirborðið náð allt að sex metra hæð og segja nær ómögulegt að lifa slíkt flóð af. 26. ágúst 2020 23:24 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Fellibylurinn Lára sækir í sig veðrið Fellibylurinn Lára sem stefnir hraðbyri að ströndum Bandarísku ríkjanna Texas og Louisiana hefur sótt í sig veðrið í dag og flokkast nú sem fjórða stigs fellibylur. Þá hafa veðurfræðingar varað við því að flætt gæti vegna flóðsins og vatnsyfirborðið náð allt að sex metra hæð og segja nær ómögulegt að lifa slíkt flóð af. 26. ágúst 2020 23:24