Erlent

Þúsundir mót­mæltu sótt­varna­að­gerðum yfir­valda

Sylvía Hall skrifar
Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag. Vísir/AP

Mikill fjöldi fólks kom saman í mótmælagöngu í Berlín í Þýskalandi í dag. Talið er að fjöldinn hafi hlaupið á þúsundum en lögregla skyldaði mótmælendur til þess að nota andlitsgrímur í mótmælunum.

Yfirvöld í Berlín höfðu reynt að koma í veg fyrir mótmælin af ótta við að sóttvarnatilmæli yrðu hundsuð. Dómstóll felldi bann við mótmælunum úr gildi og fóru þau fram líkt og áætlað var. Samkvæmt tölum lögreglu tóku átján þúsund þátt í mótmælunum.

Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins voru mótmælin nokkuð friðsæl en vegna þess hversu margir neituðu að vera með grímur þurfti lögregla að skerast í leikinn og tvístra mótmælendum. Þá voru fjarlægðarmörk ekki virt þrátt fyrir tilmæli lögreglu.

Talið er að átján þúsund hafi tekið þátt í mótmælunum.Vísir/AP

Önnur bylgja faraldursins fór að láta á sér kræla í Þýskalandi aftur í ágúst eftir gott gengi í baráttunni við veiruna. Grímuskyldu hefur verið komið á víða og hefur bann við stórum opinberum samkomum verið framlengt til næsta árs.

Lögregla greindi frá því á Twitter-síðu sinni að rætt hafði verið við skipuleggjanda mótmælanna og hann beðinn um að biðja mótmælendur að virða fjarlægðarmörk.


Tengdar fréttir

Virðist í upp­sveiflu víðs vegar um Evrópu

Kórónuveirufaraldurinn virðist nú í uppsveiflu víðs vegar um Evrópu og í mörgum löndum álfunnar voru staðfest smit í gær fleiri en þau hafa verið um mánaðaskeið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×