Erlent

Þjóðverjar telja bólusetningar mögulegar í byrjun næsta árs

Samúel Karl Ólason skrifar
Klaus Cichutek, lífenfafræðingur og yfirmaður Paul Ehrlich Institut.
Klaus Cichutek, lífenfafræðingur og yfirmaður Paul Ehrlich Institut. EPA/SEAN GALLUP

Klaus Cichutek, yfirmaður Paul Ehrlich Institut, sem heldur utan um lögsetningu varðandi bóluefni í Þýskalandi, segir útlit fyrir að einhverjir samfélagshópar geti fengið bóluefni við Covid-19, snemma á næsta ári. Hann segir tilraunir þegar sýna að nokkur þeirra bóluefna sem verið er að þróa um heiminn veiti mótefni við sjúkdómnum sem hefur dregið nærri því 800 þúsund manns til dauða, svo vitað sé, og komið verulega niður á hagkerfum víða um heim.

Þó nokkur lyfjafyrirtæki og stofnanir vinna nú að umfangsmiklum tilraunum sem snúa að tugum þúsunda þátttakanda og eiga að ganga úr skugga um að bóluefni virki og séu örugg. Cichutek segir að mögulega væri hægt að samþykja slík bóluefni í byrjun næsta árs.

Verið er að vinna að þróun bóluefna víða um heim og það í miklum flýti. Yfirvöld í Rússlandi hafa þegar samþykkt bóluefni til fjöldaframleiðslu, sem á að hefjast í næsta mánuði, og Kínverjar segjast ætla að koma bóluefni á markað í lok þessa árs.

Til marks um það á hve miklum hraða þessi þróunarvinna er, má benda á að það bóluefni sem á fljótasta þróunarferlið er bóluefnið við hettusótt sem varð tilbúið árið 1967 eftir fjögurra ára vinnu.


Tengdar fréttir

Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa

Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×