Enski boltinn

Maguire óttaðist um líf sitt í Grikklandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Maguire í 8-liða úrslitunum gegn FCK í Evrópudeildinni.
Maguire í 8-liða úrslitunum gegn FCK í Evrópudeildinni. vísir/getty

Harry Maguire, fyrirliði Man. United, segist hafa óttast um líf sitt á Grikklandi en Englendingurinn lenti í áflogum þar á dögunum.

Maguire er sagður hafa brugðist illa við er systir hans lenti í átökum á eyjunni Mykonis en hún var þar í fríi með Maguire.

Enski miðvörðurinn var dæmdur í rúmlega 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi eftir að hafa verið handtekinn og mikið fjaðrafok hefur verið í kringum málið.

„Lögreglumennirnir kýldu mig mikið í lappirnar en ég hugsaði ekki mikið út í það. Ég skalf og ég var hræddur. Ég óttaðist um líf mitt,“ sagði Maguire í samtali við BBC.

„Maður ætti bara að biðjast afsökunar ef maður hefur gert eitthvað rangt en mér líður ekki eins og ég hafi gert gert eitthvað rangt og skuldi þar af leiðandi afsökunarbeiðni.“

Hann segir þó sjá eftir því að félagið sem hann ber fyrirliðabandið hjá, Manchester United, hafi dregist inn í málið.

„Ég óska engum að lenda í þessu. Þetta hefur skapað vandamál hjá einu stærsta félagi heims og ég sé eftir því að hafa dregið stuðningsmenninna og félagið inn í þetta. En ég hef ekki gert neitt rangt,“ sagði Maguire.

Maguire var hið fyrsta valinn í enska landsliðshópinn sem mætir Íslandi og Danmörku í næsta mánuði en hefur nú verið dreginn úr hópnum.


Tengdar fréttir

Maguire fundinn sekur í þremur ákæruliðum

Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var í dag fundinn sekur í þremur ákæruliðum eftir að hafa verið handtekinn á grísku eyjunni Mykonos þar sem hann var í fríi með fjölskyldu sinni.

Maguire heldur fram sakleysi sínu

Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, heldur fram sakleysi sínu en hann var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×