Enski boltinn

Harry Maguire handtekinn í Grikklandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Maguire á að vera að slappa af í Grikklandi en kom sér í mikil vandræði.
Harry Maguire á að vera að slappa af í Grikklandi en kom sér í mikil vandræði. EPA-EFE/PETER POWELL

Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er í sumarfríi í Grikklandi en það gengur ekki áfallalaust fyrir sig.

Grískir fjölmiðlar sögðu frá því að Harry Maguire hafi lenti í útistöðum fyrir utan bar á grísku eyjunni Mykonos í nótt og enskir miðlar hafa nú fengið það staðfest.

Fyrirliði Manchester United er í sumarfríi í sólinni í Grikklandi en það er stutt síðan að tímabilinu lauk hjá United liðinu þegar liðið datt út úr undanúrslitum Evrópudeildarinnar.

Heimildir grískra fjölmiðla herma að Harry Maguire hafi verið handtekinn eftir að hann réðst á lögreglumann.

Lögreglan hafði komið á staðinn eftir að breskir ferðamenn höfðu abbast upp á Harry Maguire fyrir utan bar á svæðinu.

Harry Maguire og landar hans voru aftur á móti ekki sáttir með afskipti lögreglunnar af þeim og réðust á lögreglumennina. Það endaði með því að þeim var öllum hent í tukthúsið.

Manchester United hefur staðfest við BBC að þeir viti af vandræðum Harry Maguire á Mykonos í nótt og þeir vinni með grískum yfirvöldum að lausn málsins. United ætlar hins vegar ekki að tjá sig meira um málið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.