„Meiri möguleikar á 90 mínútum en 180 mínútum gegn svona liði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2020 13:15 Breiðablik mætir Rosenborg í fimmtánda Evrópuleik félagsins. vísir/vilhelm Breiðablik mætir Rosenborg, einu stærsta liði Norðurlanda, í forkeppni Evrópudeildarinnar á Lerkendal í Þrándheimi í dag. Rosenborg hefur 26 sinnum orðið norskur meistari, oftast allra liða, og er fastagestur í Evrópukeppnum. Leikurinn í dag er 272. Evrópuleikur Rosenborg. Til samanburðar spilar Breiðablik Evrópuleik númer fimmtán í dag. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að það fari vel um Blika í Þrándheimi þótt aðstæður séu vissulega sérstakar vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er fínt. Við erum bara í smá sápukúlu. Við lentum fyrir hádegi í gær og fórum í sýnatöku. Við tókum eina æfingu og erum bara að undirbúa okkur fyrir leikinn,“ sagði Höskuldur í samtali við Vísi í dag. Breiðabliksliðið æfði í dag á Lerkendal vellinum fyrir leikinn mikilvæga á morgun pic.twitter.com/BFuP88UysI— Blikar.is (@blikar_is) August 26, 2020 Stórt að fá göngutúrinn Í ljósi ástandsins halda Blikar sig mestmegnis inni á hóteli. Þeir fá þó að fara í göngutúr fyrir leikinn. „Við fengum það í gegn. Það var stórt,“ sagði Höskuldur hlæjandi. „Við fáum aðeins að sjá utan veggja hótelsins. Svo er það bara leikurinn.“ Breiðablik vann 0-1 sigur á Gróttu í síðasta leik liðsins í Pepsi Max-deild karla.vísir/hag Þrátt fyrir að verkefnið sé ærið og andstæðingurinn sterkur eru Blikar brattir fyrir leikinn í dag. „Þetta er risalið með risasögu en þeir eru kannski pínu veikir fyrir núna og ekki alveg á þeim stalli sem þeir hafa verið á. Þjálfarinn var rekinn nýlega og þeir eru í smá millibilsástandi. Vonandi náum við að koma þeim á óvart,“ sagði Höskuldur en Rosenborg er í 4. sæti norsku úrvalsdeildarinnar þegar keppni þar er hálfnuð. Stór skepna „Þjálfarateymið okkar leggur mikinn metnað í að leikgreina andstæðinginn og við erum búnir að fara á nokkra töflufundi. Við erum með plan hvernig við ætlum að særa þá. En á sama tíma erum við meðvitaðir um að þeir eru aðeins sterkari andstæðingur en maður er vanur heima. Allt gerist hraðar og maður hefur minni tíma. Við ætlum að reyna að halda í okkar einkenni vitum við að þetta er stór skepna sem það þarf að taka hausinn af,“ sagði Höskuldur. Hann segir að nýtt fyrirkomulag í forkeppninni, einn leikur í stað tveggja, heima og að heiman, ætti að auka möguleika Breiðabliks. „Þetta er meiri bikarleikur sem ég held að sé gott fyrir okkur. Ég held það séu meiri möguleikar á 90 mínútum en 180 mínútum gegn svona liði,“ sagði Höskuldur. Úr fyrsta Evrópuleik Breiðabliks, gegn Motherwell í Skotlandi 2010.getty/Craig Halkett Þetta er í annað sinn sem Breiðablik og Rosenborg eigast við en þau mættust í forkeppni Meistaradeildar Evrópu 2011. Norska liðið vann fyrri leikinn, 5-0, en Blikar þann seinni, 2-0, með mörkum Dylans McAllister og Kristins Steindórssonar. Sá síðarnefndi gekk aftur í raðir Blika fyrir þetta tímabil og hefur leikið sérlega vel í sumar. Man þegar Kiddi setti hann í fjær „Ég var ekki hópnum þarna, enda bara gutti. En ég man eftir heimaleiknum. Ég horfði á hann úr stúkunni. Ég man alltaf þegar Kiddi Steindórs setti hann í fjær og kom okkur í 2-0,“ sagði Höskuldur. „Ég man líka að rimman var búin eftir fyrri leikinn. Stemmningin var ekki alveg eins mikil og ef fyrri leikurinn hefði farið 1-0 eða 1-1. Þetta var í raun aldrei spennandi. En sigur á Rosenborg telur.“ Leikur Rosenborg og Breiðabliks hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Breiðablik mætir Rosenborg, einu stærsta liði Norðurlanda, í forkeppni Evrópudeildarinnar á Lerkendal í Þrándheimi í dag. Rosenborg hefur 26 sinnum orðið norskur meistari, oftast allra liða, og er fastagestur í Evrópukeppnum. Leikurinn í dag er 272. Evrópuleikur Rosenborg. Til samanburðar spilar Breiðablik Evrópuleik númer fimmtán í dag. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að það fari vel um Blika í Þrándheimi þótt aðstæður séu vissulega sérstakar vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er fínt. Við erum bara í smá sápukúlu. Við lentum fyrir hádegi í gær og fórum í sýnatöku. Við tókum eina æfingu og erum bara að undirbúa okkur fyrir leikinn,“ sagði Höskuldur í samtali við Vísi í dag. Breiðabliksliðið æfði í dag á Lerkendal vellinum fyrir leikinn mikilvæga á morgun pic.twitter.com/BFuP88UysI— Blikar.is (@blikar_is) August 26, 2020 Stórt að fá göngutúrinn Í ljósi ástandsins halda Blikar sig mestmegnis inni á hóteli. Þeir fá þó að fara í göngutúr fyrir leikinn. „Við fengum það í gegn. Það var stórt,“ sagði Höskuldur hlæjandi. „Við fáum aðeins að sjá utan veggja hótelsins. Svo er það bara leikurinn.“ Breiðablik vann 0-1 sigur á Gróttu í síðasta leik liðsins í Pepsi Max-deild karla.vísir/hag Þrátt fyrir að verkefnið sé ærið og andstæðingurinn sterkur eru Blikar brattir fyrir leikinn í dag. „Þetta er risalið með risasögu en þeir eru kannski pínu veikir fyrir núna og ekki alveg á þeim stalli sem þeir hafa verið á. Þjálfarinn var rekinn nýlega og þeir eru í smá millibilsástandi. Vonandi náum við að koma þeim á óvart,“ sagði Höskuldur en Rosenborg er í 4. sæti norsku úrvalsdeildarinnar þegar keppni þar er hálfnuð. Stór skepna „Þjálfarateymið okkar leggur mikinn metnað í að leikgreina andstæðinginn og við erum búnir að fara á nokkra töflufundi. Við erum með plan hvernig við ætlum að særa þá. En á sama tíma erum við meðvitaðir um að þeir eru aðeins sterkari andstæðingur en maður er vanur heima. Allt gerist hraðar og maður hefur minni tíma. Við ætlum að reyna að halda í okkar einkenni vitum við að þetta er stór skepna sem það þarf að taka hausinn af,“ sagði Höskuldur. Hann segir að nýtt fyrirkomulag í forkeppninni, einn leikur í stað tveggja, heima og að heiman, ætti að auka möguleika Breiðabliks. „Þetta er meiri bikarleikur sem ég held að sé gott fyrir okkur. Ég held það séu meiri möguleikar á 90 mínútum en 180 mínútum gegn svona liði,“ sagði Höskuldur. Úr fyrsta Evrópuleik Breiðabliks, gegn Motherwell í Skotlandi 2010.getty/Craig Halkett Þetta er í annað sinn sem Breiðablik og Rosenborg eigast við en þau mættust í forkeppni Meistaradeildar Evrópu 2011. Norska liðið vann fyrri leikinn, 5-0, en Blikar þann seinni, 2-0, með mörkum Dylans McAllister og Kristins Steindórssonar. Sá síðarnefndi gekk aftur í raðir Blika fyrir þetta tímabil og hefur leikið sérlega vel í sumar. Man þegar Kiddi setti hann í fjær „Ég var ekki hópnum þarna, enda bara gutti. En ég man eftir heimaleiknum. Ég horfði á hann úr stúkunni. Ég man alltaf þegar Kiddi Steindórs setti hann í fjær og kom okkur í 2-0,“ sagði Höskuldur. „Ég man líka að rimman var búin eftir fyrri leikinn. Stemmningin var ekki alveg eins mikil og ef fyrri leikurinn hefði farið 1-0 eða 1-1. Þetta var í raun aldrei spennandi. En sigur á Rosenborg telur.“ Leikur Rosenborg og Breiðabliks hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki