Sér eftir því að hafa trúað flökkusögum um Covid-19 eftir að hafa misst eiginkonuna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2020 22:04 Margir ganga með grímur í Bandaríkjunum. Getty/Sebastian Condrea Leigubílstjóri í Flórída-ríki Bandaríkjanna, sem trúði flökkusögum um Covid-19, segist nú sjá eftir að hafa ekki tekið kórónuveirufaraldurinn alvarlega frá byrjun, eftir að eiginkona hans lést af völdum Covid-19. Hann biðlar til samlanda sinna um að fylgja ýtrustu sóttvarnarfyrirmælum. BBC fjallar um málið en breski fjölmiðillinn hefur að undanförnu fjallað sérstaklega um dauðsföll og mannskaða sem rekja má að einhverju leyti til upplýsingaóreiðu um heimsfaraldur kórónveiru. Í frétt BBC er saga Brian Lee Hitchens og eiginkonu hans Erin rakin. Kemur fram að þegar fyrstu fregnir af kórónuveiruinni hafi farið að láta kræla á sér hafi þau ekki pælt mikið í þeim fregnum. Þau hafi hins vegar lesið á netinu falskar sögusagnir og samsæriskenningar um að kórónuveirufaraldurinn mætti rekja til 5G-væðingar, væri gabb eða álíka alvarlegur og venjulegt kvef og talið þær skýringar líklegar. Því hafi þau ekki sóttvarnartilmæli alvarlega þegar faraldurinn kom til Bandaríkjanna. Brian hélt áfram að starfa sem leigubílstjóri og hirti lítið um að bera grímu á almannafæri, halda fjarlægðarmörkum og svona mætti áfram telja. Brian og Erin smituðust af veirunni í maí á þessu ári. Brian jafnaði sig en Erin, sem glímdi við undirliggjandi sjúkdóma, lést af völdum veirunnar. Í kjölfar andláts eiginkonunnar skrifaði Brian færslu á Facebook sem fór víða. Þar biðlaði hann til almennings um að taka veiruna alvarlega. Í samtali við BBC segir Brian óska þess að hann hafi tekið veiruna alvarlega frá upphafi, og hann vonaði að eiginkona hans gæti fyrirgefið honum. „Þetta er alvöru veira sem hefur mismunandi áhrif á fólk. Ég get ekki breytt fortíðinni. Ég get aðeins lifað í núinu og tekið betri ákvarðanir í framtíðinni,“ sagði Brian í samtali við BBC. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr starfi af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Leigubílstjóri í Flórída-ríki Bandaríkjanna, sem trúði flökkusögum um Covid-19, segist nú sjá eftir að hafa ekki tekið kórónuveirufaraldurinn alvarlega frá byrjun, eftir að eiginkona hans lést af völdum Covid-19. Hann biðlar til samlanda sinna um að fylgja ýtrustu sóttvarnarfyrirmælum. BBC fjallar um málið en breski fjölmiðillinn hefur að undanförnu fjallað sérstaklega um dauðsföll og mannskaða sem rekja má að einhverju leyti til upplýsingaóreiðu um heimsfaraldur kórónveiru. Í frétt BBC er saga Brian Lee Hitchens og eiginkonu hans Erin rakin. Kemur fram að þegar fyrstu fregnir af kórónuveiruinni hafi farið að láta kræla á sér hafi þau ekki pælt mikið í þeim fregnum. Þau hafi hins vegar lesið á netinu falskar sögusagnir og samsæriskenningar um að kórónuveirufaraldurinn mætti rekja til 5G-væðingar, væri gabb eða álíka alvarlegur og venjulegt kvef og talið þær skýringar líklegar. Því hafi þau ekki sóttvarnartilmæli alvarlega þegar faraldurinn kom til Bandaríkjanna. Brian hélt áfram að starfa sem leigubílstjóri og hirti lítið um að bera grímu á almannafæri, halda fjarlægðarmörkum og svona mætti áfram telja. Brian og Erin smituðust af veirunni í maí á þessu ári. Brian jafnaði sig en Erin, sem glímdi við undirliggjandi sjúkdóma, lést af völdum veirunnar. Í kjölfar andláts eiginkonunnar skrifaði Brian færslu á Facebook sem fór víða. Þar biðlaði hann til almennings um að taka veiruna alvarlega. Í samtali við BBC segir Brian óska þess að hann hafi tekið veiruna alvarlega frá upphafi, og hann vonaði að eiginkona hans gæti fyrirgefið honum. „Þetta er alvöru veira sem hefur mismunandi áhrif á fólk. Ég get ekki breytt fortíðinni. Ég get aðeins lifað í núinu og tekið betri ákvarðanir í framtíðinni,“ sagði Brian í samtali við BBC.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr starfi af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira