„Virðist meira hugsað um leik Íslands og Englands en félögin í landinu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. ágúst 2020 20:00 Rúnar í góðri fjarlægð í dag. vísir/skjáskot Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, skaut aðeins á forsvarsmenn KSÍ í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason en KR-ingar losna úr sóttkví á miðnætti. KR mætir Val á miðvikudaginn í fyrsta leiknum eftir sóttkvína frægu en KR-ingar fóru í sóttkví eftir ferðina til Skotlands. Flautað verður til leiks á Meistaravöllum klukkan 17.00 og leikurinn að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Við fengum svar að við gátum byrjað í þessari vinnusóttkví eða hvað sem þetta kallast, seint á föstudagskvöld, svo við byrjuðum að æfa á laugardagsmorgni,“ sagði Rúnar, í góðri fjarlægð. „Við æfðum laugardag og sunnudag og svo aftur í dag [mánudag]. Versta við þetta er að við gátum ekkert æft miðvikudag til föstudags. Það hefði verið betra að fá einhverjar æfingar en þetta breytir kannski ekki öllu.“ Rúnar segir að hann hafi viljað sjá öðruvísi stjórnarhætti hjá KSÍ og segir að landsleikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni virðist hafa átt hug allra hjá KSÍ. „Þetta er bara staðan. Við verðum að sætta okkur við þetta og keyra á þetta áfram. Við erum ekkert öðruvísi en aðrir og maður hefði viljað sjá KSÍ beita sér meira fyrir félögin í landinu, frekar en, eins og þetta virðist vera, að það sé meira verið að hugsa um leik Englands og Íslands.“ „Það virðist vera hugsað meira um þann leik en félögin.“ Hann segir að allir þeir sem höfðu fengið svör úr síðari skimuninni, þegar viðtalið var tekið, hafi reynst neikvæðir. „Við erum búnir að vera fá svör í dag flest allir en það eru nokkrir sem hafa ekki fengið svar. Allir eru neikvæðir en ætla að koma jákvæðir á æfingu. Það eru gleðifréttir og vonandi geta týnast inn síðustu nöfnin á eftir og þá erum við orðnir frjálsir aftur,“ sagði Rúnar. Viðtalið við Rúnar má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Rúnar Kristinsson Pepsi Max-deild karla KR KSÍ Tengdar fréttir „Ekki séns“ að KR spili á miðvikudag losni þeir úr sóttkví á þriðjudag Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að liðið sé enn í sóttkví eftir ferðina til Skotlands er liðið spilaði leik í forkeppni Meistaradeildarinnar gegn Celtic. 21. ágúst 2020 12:00 KR-ingar í sóttkví - Verður mögulega breytt í vinnusóttkví Íslensk fótboltalið sem taka þátt í Evrópukeppnum, Meistaradeild Evrópu eða Evrópudeildinni, mega fara í vinnusóttkví eftir að þau koma heim til Íslands. 20. ágúst 2020 18:30 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, skaut aðeins á forsvarsmenn KSÍ í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason en KR-ingar losna úr sóttkví á miðnætti. KR mætir Val á miðvikudaginn í fyrsta leiknum eftir sóttkvína frægu en KR-ingar fóru í sóttkví eftir ferðina til Skotlands. Flautað verður til leiks á Meistaravöllum klukkan 17.00 og leikurinn að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Við fengum svar að við gátum byrjað í þessari vinnusóttkví eða hvað sem þetta kallast, seint á föstudagskvöld, svo við byrjuðum að æfa á laugardagsmorgni,“ sagði Rúnar, í góðri fjarlægð. „Við æfðum laugardag og sunnudag og svo aftur í dag [mánudag]. Versta við þetta er að við gátum ekkert æft miðvikudag til föstudags. Það hefði verið betra að fá einhverjar æfingar en þetta breytir kannski ekki öllu.“ Rúnar segir að hann hafi viljað sjá öðruvísi stjórnarhætti hjá KSÍ og segir að landsleikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni virðist hafa átt hug allra hjá KSÍ. „Þetta er bara staðan. Við verðum að sætta okkur við þetta og keyra á þetta áfram. Við erum ekkert öðruvísi en aðrir og maður hefði viljað sjá KSÍ beita sér meira fyrir félögin í landinu, frekar en, eins og þetta virðist vera, að það sé meira verið að hugsa um leik Englands og Íslands.“ „Það virðist vera hugsað meira um þann leik en félögin.“ Hann segir að allir þeir sem höfðu fengið svör úr síðari skimuninni, þegar viðtalið var tekið, hafi reynst neikvæðir. „Við erum búnir að vera fá svör í dag flest allir en það eru nokkrir sem hafa ekki fengið svar. Allir eru neikvæðir en ætla að koma jákvæðir á æfingu. Það eru gleðifréttir og vonandi geta týnast inn síðustu nöfnin á eftir og þá erum við orðnir frjálsir aftur,“ sagði Rúnar. Viðtalið við Rúnar má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Rúnar Kristinsson
Pepsi Max-deild karla KR KSÍ Tengdar fréttir „Ekki séns“ að KR spili á miðvikudag losni þeir úr sóttkví á þriðjudag Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að liðið sé enn í sóttkví eftir ferðina til Skotlands er liðið spilaði leik í forkeppni Meistaradeildarinnar gegn Celtic. 21. ágúst 2020 12:00 KR-ingar í sóttkví - Verður mögulega breytt í vinnusóttkví Íslensk fótboltalið sem taka þátt í Evrópukeppnum, Meistaradeild Evrópu eða Evrópudeildinni, mega fara í vinnusóttkví eftir að þau koma heim til Íslands. 20. ágúst 2020 18:30 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
„Ekki séns“ að KR spili á miðvikudag losni þeir úr sóttkví á þriðjudag Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að liðið sé enn í sóttkví eftir ferðina til Skotlands er liðið spilaði leik í forkeppni Meistaradeildarinnar gegn Celtic. 21. ágúst 2020 12:00
KR-ingar í sóttkví - Verður mögulega breytt í vinnusóttkví Íslensk fótboltalið sem taka þátt í Evrópukeppnum, Meistaradeild Evrópu eða Evrópudeildinni, mega fara í vinnusóttkví eftir að þau koma heim til Íslands. 20. ágúst 2020 18:30