Lítur á sig sem táknmynd breytinga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2020 14:59 Svetlana Tikhanovskaya vakti gríðarlega mikla athygli í heimalandi sínu eftir að hún steig upp gegn forsetanum og bauð sig fram gegn honum í kjölfar þess að eiginmaður hennar, sem huggðist bjóða sig fram, var handtekinn. EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Svetlana Tsikhanovskaya, stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem hefur flúið land, segist líta á sjálfa sig sem táknmynd breytinga og telur hlutverk sitt vera að tryggja að nýjar kosningar verði haldnar. Alexander Lúkasjenkó, forseti landsins, þurfi að hennar mati að stíga til hliðar fyrr eða síðar. Svetlana flúði land og hélt til Litháen þar sem hún og börnin hennar tvö halda til vegna öryggisástæðna. Tsikhanovskaya sagði í samtali við fréttastofu Reuters að hún teldi það skyldu sína að gera allt sem í hennar valdi stæði til að styðja við mótmælendur í heimalandi hennar. Hún sagði þó að hún myndi ekki bjóða sig fram til forseta á ný. „Á meðan á kosningabaráttunni stóð leit ég ekki á sjálfa mig sem stjórnmálamann en ég hvatti sjálfa mig áfram,“ sagði hún. „Ég sé ekki fyrir mér að vera í stjórnmálum. Ég er ekki stjórnmálamaður.“ Tugir þúsunda Hvít-Rússa hafa mótmælt síðastliðnar tvær vikur vegna niðurstöðu forsetakosninga sem fóru fram 9. ágúst síðastliðinn. Telja þeir að Lúkasjenkó hafi beitt kosningasvindli til að tryggja sér sigur. Krafa mótmælenda er sú að Lúkasjenkó stígi til hliðar og nýjar kosningar verði haldnar. Tsikhanovskaya bauð sig fram til forseta eftir að eiginmaður hennar, sem ætlaði að bjóða sig fram, var fangelsaður. Hún segir að örlögin hafi rétt henni hlutverk sem hún mætti ekki svíkjast undan. „Það eru örlög mín og verkefni, og ég hef engan rétt til að svíkjast undan því. Ég veit að ég er örugg hér en allt fólkið sem kaus mig í Hvíta-Rússlandi… þarf á mér að halda sem táknmynd. Þau þurfa á manneskjunni sem þau kusu að halda. Ég gæti ekki svikið fólkið mitt.“ Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55 Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. 18. ágúst 2020 23:32 Leiðtogaráðið með neyðarfund um Hvíta-Rússland Leiðtogaráð Evrópusambandsins var boðað á neyðarfund í dag vegna ástandsins í Hvíta-Rússlandi. Fjöldamótmæli gegn forseta landsins standa enn yfir eftir umdeildar forsetakosningar. 17. ágúst 2020 19:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Svetlana Tsikhanovskaya, stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem hefur flúið land, segist líta á sjálfa sig sem táknmynd breytinga og telur hlutverk sitt vera að tryggja að nýjar kosningar verði haldnar. Alexander Lúkasjenkó, forseti landsins, þurfi að hennar mati að stíga til hliðar fyrr eða síðar. Svetlana flúði land og hélt til Litháen þar sem hún og börnin hennar tvö halda til vegna öryggisástæðna. Tsikhanovskaya sagði í samtali við fréttastofu Reuters að hún teldi það skyldu sína að gera allt sem í hennar valdi stæði til að styðja við mótmælendur í heimalandi hennar. Hún sagði þó að hún myndi ekki bjóða sig fram til forseta á ný. „Á meðan á kosningabaráttunni stóð leit ég ekki á sjálfa mig sem stjórnmálamann en ég hvatti sjálfa mig áfram,“ sagði hún. „Ég sé ekki fyrir mér að vera í stjórnmálum. Ég er ekki stjórnmálamaður.“ Tugir þúsunda Hvít-Rússa hafa mótmælt síðastliðnar tvær vikur vegna niðurstöðu forsetakosninga sem fóru fram 9. ágúst síðastliðinn. Telja þeir að Lúkasjenkó hafi beitt kosningasvindli til að tryggja sér sigur. Krafa mótmælenda er sú að Lúkasjenkó stígi til hliðar og nýjar kosningar verði haldnar. Tsikhanovskaya bauð sig fram til forseta eftir að eiginmaður hennar, sem ætlaði að bjóða sig fram, var fangelsaður. Hún segir að örlögin hafi rétt henni hlutverk sem hún mætti ekki svíkjast undan. „Það eru örlög mín og verkefni, og ég hef engan rétt til að svíkjast undan því. Ég veit að ég er örugg hér en allt fólkið sem kaus mig í Hvíta-Rússlandi… þarf á mér að halda sem táknmynd. Þau þurfa á manneskjunni sem þau kusu að halda. Ég gæti ekki svikið fólkið mitt.“
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55 Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. 18. ágúst 2020 23:32 Leiðtogaráðið með neyðarfund um Hvíta-Rússland Leiðtogaráð Evrópusambandsins var boðað á neyðarfund í dag vegna ástandsins í Hvíta-Rússlandi. Fjöldamótmæli gegn forseta landsins standa enn yfir eftir umdeildar forsetakosningar. 17. ágúst 2020 19:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55
Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. 18. ágúst 2020 23:32
Leiðtogaráðið með neyðarfund um Hvíta-Rússland Leiðtogaráð Evrópusambandsins var boðað á neyðarfund í dag vegna ástandsins í Hvíta-Rússlandi. Fjöldamótmæli gegn forseta landsins standa enn yfir eftir umdeildar forsetakosningar. 17. ágúst 2020 19:00
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent