Casilla miður sín og neitar sök Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2020 23:00 Casilla, til hægri, neitar því að hafa sagt niðrandi orð í garð Leko. Vísir/Getty Spænski markvörðurinn Kiko Casilla, leikmaður Leeds United í ensku B-deildinni, er miður sín yfir átta leikja banninu sem hann var dæmdur í af enska knattspyrnusambandinu. Hann segist ekki vera rasisti og fordæmir kynþáttaníð.Sjá einnig: Dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð Casilla var dæmdur í átta leikja bann fyrir atvik sem átti sér stað í september. Þá ku markvörðurinn spænski hafa átt í orðaskiptum við Jonathan Leko, leikmann Charlton Athletic, sem túlkuðu hafa verið sem kynþáttaníð. Fyrir það fékk hann umrætt átta leikja bann sem þýðir að hann missir af mikilvægum leikjum Leeds United í baráttunni um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Einnig var honum gert að borga 60 þúsund pund í sekt sem og að sitja námskeið í umburðarlyndi. Það kom þó ekki að sök um helgina er Leeds lagði Hull City örugglega með fjórum mörkum gegn engu.Sjá einnig: Sjáðu mörkin er Leeds vann stórsigur á Hull CityCasilla hefur nú tjáð sig um málið á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar neitar hann ákærunni og segist vera „mjög leiður og niðurbrotinn yfir því að hafa verið ásakaður um kynþáttaníð.“ „Kynþáttaníð á ekki að vera liðið í fótbolta, íþróttum eða öðrum sviðum samfélagsins,“ segir Casilla einnig. Þá segir hann að síðustu fimm mánuðir hafi verið þeir erfiðustu á ferli sínum og að hann muni taka refsingunni þó hann sé ósammála henni. pic.twitter.com/Tb1VXsjrnW — Kiko Casilla 13 (@KikoCasilla13) February 28, 2020 Leeds hefur stutt við bakið á Casilla og segir í yfirlýsingu að nefnd á vegum enska knattspyrnusambandsins hafi dæmt hann sekan út frá líkum frekar en að sýna fram á sekt hans án alls vafa. Markvörðurinn hafði spilað alla 35 leiki Leeds í ensku B-deildinni en liðið situr í 2. sæti deildarinnar, aðeins stigi á eftir toppliði West Bromwich Albion þegar 10 leikir eru eftir af leiktíðinni. Enski boltinn Tengdar fréttir Dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð Spánverjinn Kiko Casilla, markvörður Leeds United í ensku B-deildinni, hefur verið dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð. 29. febrúar 2020 11:00 Sjáðu mörkin er Leeds vann stórsigur á Hull City Leeds United hefur verið að finna rétta formið undanfarnar vikur og vann sinn fjórða sigur í röð þegar liðið mætti Hull í hádeginu. 29. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Sjá meira
Spænski markvörðurinn Kiko Casilla, leikmaður Leeds United í ensku B-deildinni, er miður sín yfir átta leikja banninu sem hann var dæmdur í af enska knattspyrnusambandinu. Hann segist ekki vera rasisti og fordæmir kynþáttaníð.Sjá einnig: Dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð Casilla var dæmdur í átta leikja bann fyrir atvik sem átti sér stað í september. Þá ku markvörðurinn spænski hafa átt í orðaskiptum við Jonathan Leko, leikmann Charlton Athletic, sem túlkuðu hafa verið sem kynþáttaníð. Fyrir það fékk hann umrætt átta leikja bann sem þýðir að hann missir af mikilvægum leikjum Leeds United í baráttunni um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Einnig var honum gert að borga 60 þúsund pund í sekt sem og að sitja námskeið í umburðarlyndi. Það kom þó ekki að sök um helgina er Leeds lagði Hull City örugglega með fjórum mörkum gegn engu.Sjá einnig: Sjáðu mörkin er Leeds vann stórsigur á Hull CityCasilla hefur nú tjáð sig um málið á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar neitar hann ákærunni og segist vera „mjög leiður og niðurbrotinn yfir því að hafa verið ásakaður um kynþáttaníð.“ „Kynþáttaníð á ekki að vera liðið í fótbolta, íþróttum eða öðrum sviðum samfélagsins,“ segir Casilla einnig. Þá segir hann að síðustu fimm mánuðir hafi verið þeir erfiðustu á ferli sínum og að hann muni taka refsingunni þó hann sé ósammála henni. pic.twitter.com/Tb1VXsjrnW — Kiko Casilla 13 (@KikoCasilla13) February 28, 2020 Leeds hefur stutt við bakið á Casilla og segir í yfirlýsingu að nefnd á vegum enska knattspyrnusambandsins hafi dæmt hann sekan út frá líkum frekar en að sýna fram á sekt hans án alls vafa. Markvörðurinn hafði spilað alla 35 leiki Leeds í ensku B-deildinni en liðið situr í 2. sæti deildarinnar, aðeins stigi á eftir toppliði West Bromwich Albion þegar 10 leikir eru eftir af leiktíðinni.
Enski boltinn Tengdar fréttir Dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð Spánverjinn Kiko Casilla, markvörður Leeds United í ensku B-deildinni, hefur verið dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð. 29. febrúar 2020 11:00 Sjáðu mörkin er Leeds vann stórsigur á Hull City Leeds United hefur verið að finna rétta formið undanfarnar vikur og vann sinn fjórða sigur í röð þegar liðið mætti Hull í hádeginu. 29. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Sjá meira
Dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð Spánverjinn Kiko Casilla, markvörður Leeds United í ensku B-deildinni, hefur verið dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð. 29. febrúar 2020 11:00
Sjáðu mörkin er Leeds vann stórsigur á Hull City Leeds United hefur verið að finna rétta formið undanfarnar vikur og vann sinn fjórða sigur í röð þegar liðið mætti Hull í hádeginu. 29. febrúar 2020 15:00