Enski boltinn

For­setinn sem studdi Guðna tjáir sig um Evrópu­bann Man. City

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ceferin á blaðamannafundi.
Ceferin á blaðamannafundi. vísir/getty

Aleksander Ceferin, forseti UEFA, treystir dómstólum til að komast að réttri niðurstöðu í máli Manchester City sem var á dögunum dæmt í þriggja ára bann frá Evrópukeppnum.

City var dæmt fyrir brot á fjárhagsreglum og þriggja ára bann frá Meistaradeildinni var niðurstaðan en City hefur áfrýjað dómnum til Alþjóða íþróttadómstólsins í Sviss.

Ceferin, sem vakti athygli með stuðningsyfirlýsingu sinni við Guðna Bergsson í formannskjöri KSÍ á síðasta ári, hafði þetta að segja:

„Sem lögfræðingur þá ber ég virðingu fyrir kerfinu. Við erum með rannsóknarardeild, dómstig og á endanum er áfrýjunardómstóllinn í Lausanne,“ sagði Ceferin á blaðmannafundi er hann var spurður út í málið.







„Fyrir suma stjórnendur er það vandamál að vera með sér dómstig en mér finnst það vera forréttindi. Ég talaði ekki um mál Manchester City við neina meðlimi dómsins fyrir eða eftir það var dæmt í því.“

„Ég hef heldur ekki kíkt á það, hvorki fyrir eða eftir að það var dæmt í því, en það eina sem ég hef séð er að City ætlar að mótmæla til áfrýjunardómstólsins. Svo við sjáum til.“

„Ég get ekki tjáð mig meira um þetta. Í fyrsta lagi því ég þekki ekki málið og í öðru lagi væri það ekki viðeigandi ef ég þekkti það,“ sagði Slóveninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×