Forseti UEFA: Skiptir máli fyrir Ísland að meðlimum UEFA líki vel við formann KSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. janúar 2019 20:00 Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fékk góðan stuðning í kosningabaráttu sinni í dag þegar forseti UEFA gaf honum óformlega stuðningsyfirlýsingu og sagði samskipti KSÍ og UEFA aldrei hafa verið betri. Slóveninn Aleksander Ceferin var kjörinn forseti UEFA árið 2016 með miklum yfirburðum. Hann segist stöðu sinnar vegna ekki geta stutt formlega við bakið á neinum frambjóðanda hjá KSÍ en dregur ekki dul á að hann styðji Guðna. „Ég verð þó að segja að ég ber mikla virðingu fyrir Guðna Bergssyni. Ég tel hann vera frábæran leiðtoga og KSÍ hefur aldrei átt í eins góðum samskiptum við UEFA og það gerir í dag með Guðna sem formann,“ sagði Ceferin í samtali við íþróttadeild í morgun.Þekki Geir ekki mikið Þegar Ceferin var kjörinn forseti UEFA var Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og hann kaus mótframbjóðanda Ceferin. Forsetinn vill ekki segja að samband KSÍ og UEFA hafi verið slæmt er Geir réði málum. „Það er erfitt að segja hvort þau voru slæm eða ekki og ég vil ekki dæma Geir því ég þekki hann ekki mikið. Staðreyndin er samt að samskiptin núna eru frábær og ég efast um að þau verði betri með öðrum manni í brúnni.“ Ceferin segir að Guðni sé ákaflega vel liðinn hjá UEFA og það skipti máli fyrir KSÍ.Líkar öllum vel við Guðna „Það líkar öllum vel við Guðna og treystu mér að það skiptir miklu máli varðandi framtíðarþróun íslenska boltans. Ísland er lítið land eins og Slóvenía, þaðan sem ég kem frá, en stórt land hvað varðar fótboltann síðustu ár. Þið ættuð að halda áfram á sömu braut því þannig þróast fótboltinn og Guðni er frábær formaður fyrir KSÍ.“ Ceferin segir að það hafi tekist góður vinskapur með honum og Guðna og segir sinn óformlega stuðning við Guðna ekki tengjast því neitt að Geir hafi ekki kosið hann á sínum tíma. „Þetta er ekkert persónulegt af minni hálfu og fyrir mig er mikilvægt að tjá mig um hvað mér finnst og mér finnst að Guðni Bergsson sé góður formaður. Hann er ungur maður með framtíðarsýn fyrir fótboltann og það hefur ekkert með Geir að gera.“ KSÍ Tengdar fréttir Mikil togstreita hefur myndast Geir Þorsteinsson býður sig fram til formanns KSÍ en gegndi þeirri stöðu á árunum 2007-17. Hann vill efla félögin í landinu og breyta skipulagi KSÍ. Hann segir nauðsynlegt að lægja öldurnar í íslenskum fótbolta. 7. janúar 2019 08:00 Guðni: Ekkert sem kallar á að Geir bjóði sig fram Guðni Bergsson, formaður KSÍ, furðar sig á því að Geir Þorsteinsson skuli bjóða sig fram til formanns KSÍ tveimur árum eftir að hann steig frá borði. 9. janúar 2019 12:00 Guðni vonast eftir málefnalegri baráttu um formannsstöðuna Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var í viðtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem leitað var viðbragða hans við framboði Geirs Þorsteinssonar. 5. janúar 2019 19:58 Geir: Átök innan hreyfingarinnar sem eru ekki á yfirborðinu Geir Þorsteinsson segir að það þurfi að gera róttækar breytingar á KSÍ og íslenskum fótbolta. 5. janúar 2019 13:16 Guðni hvatti Geir til að hætta við Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefur staðfest að hann hafi hvatt Geir Þorsteinsson til þess að hætta við að bjóða sig fram gegn honum. 9. janúar 2019 10:45 Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31 Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Fleiri fréttir Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fékk góðan stuðning í kosningabaráttu sinni í dag þegar forseti UEFA gaf honum óformlega stuðningsyfirlýsingu og sagði samskipti KSÍ og UEFA aldrei hafa verið betri. Slóveninn Aleksander Ceferin var kjörinn forseti UEFA árið 2016 með miklum yfirburðum. Hann segist stöðu sinnar vegna ekki geta stutt formlega við bakið á neinum frambjóðanda hjá KSÍ en dregur ekki dul á að hann styðji Guðna. „Ég verð þó að segja að ég ber mikla virðingu fyrir Guðna Bergssyni. Ég tel hann vera frábæran leiðtoga og KSÍ hefur aldrei átt í eins góðum samskiptum við UEFA og það gerir í dag með Guðna sem formann,“ sagði Ceferin í samtali við íþróttadeild í morgun.Þekki Geir ekki mikið Þegar Ceferin var kjörinn forseti UEFA var Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og hann kaus mótframbjóðanda Ceferin. Forsetinn vill ekki segja að samband KSÍ og UEFA hafi verið slæmt er Geir réði málum. „Það er erfitt að segja hvort þau voru slæm eða ekki og ég vil ekki dæma Geir því ég þekki hann ekki mikið. Staðreyndin er samt að samskiptin núna eru frábær og ég efast um að þau verði betri með öðrum manni í brúnni.“ Ceferin segir að Guðni sé ákaflega vel liðinn hjá UEFA og það skipti máli fyrir KSÍ.Líkar öllum vel við Guðna „Það líkar öllum vel við Guðna og treystu mér að það skiptir miklu máli varðandi framtíðarþróun íslenska boltans. Ísland er lítið land eins og Slóvenía, þaðan sem ég kem frá, en stórt land hvað varðar fótboltann síðustu ár. Þið ættuð að halda áfram á sömu braut því þannig þróast fótboltinn og Guðni er frábær formaður fyrir KSÍ.“ Ceferin segir að það hafi tekist góður vinskapur með honum og Guðna og segir sinn óformlega stuðning við Guðna ekki tengjast því neitt að Geir hafi ekki kosið hann á sínum tíma. „Þetta er ekkert persónulegt af minni hálfu og fyrir mig er mikilvægt að tjá mig um hvað mér finnst og mér finnst að Guðni Bergsson sé góður formaður. Hann er ungur maður með framtíðarsýn fyrir fótboltann og það hefur ekkert með Geir að gera.“
KSÍ Tengdar fréttir Mikil togstreita hefur myndast Geir Þorsteinsson býður sig fram til formanns KSÍ en gegndi þeirri stöðu á árunum 2007-17. Hann vill efla félögin í landinu og breyta skipulagi KSÍ. Hann segir nauðsynlegt að lægja öldurnar í íslenskum fótbolta. 7. janúar 2019 08:00 Guðni: Ekkert sem kallar á að Geir bjóði sig fram Guðni Bergsson, formaður KSÍ, furðar sig á því að Geir Þorsteinsson skuli bjóða sig fram til formanns KSÍ tveimur árum eftir að hann steig frá borði. 9. janúar 2019 12:00 Guðni vonast eftir málefnalegri baráttu um formannsstöðuna Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var í viðtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem leitað var viðbragða hans við framboði Geirs Þorsteinssonar. 5. janúar 2019 19:58 Geir: Átök innan hreyfingarinnar sem eru ekki á yfirborðinu Geir Þorsteinsson segir að það þurfi að gera róttækar breytingar á KSÍ og íslenskum fótbolta. 5. janúar 2019 13:16 Guðni hvatti Geir til að hætta við Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefur staðfest að hann hafi hvatt Geir Þorsteinsson til þess að hætta við að bjóða sig fram gegn honum. 9. janúar 2019 10:45 Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31 Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Fleiri fréttir Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjá meira
Mikil togstreita hefur myndast Geir Þorsteinsson býður sig fram til formanns KSÍ en gegndi þeirri stöðu á árunum 2007-17. Hann vill efla félögin í landinu og breyta skipulagi KSÍ. Hann segir nauðsynlegt að lægja öldurnar í íslenskum fótbolta. 7. janúar 2019 08:00
Guðni: Ekkert sem kallar á að Geir bjóði sig fram Guðni Bergsson, formaður KSÍ, furðar sig á því að Geir Þorsteinsson skuli bjóða sig fram til formanns KSÍ tveimur árum eftir að hann steig frá borði. 9. janúar 2019 12:00
Guðni vonast eftir málefnalegri baráttu um formannsstöðuna Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var í viðtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem leitað var viðbragða hans við framboði Geirs Þorsteinssonar. 5. janúar 2019 19:58
Geir: Átök innan hreyfingarinnar sem eru ekki á yfirborðinu Geir Þorsteinsson segir að það þurfi að gera róttækar breytingar á KSÍ og íslenskum fótbolta. 5. janúar 2019 13:16
Guðni hvatti Geir til að hætta við Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefur staðfest að hann hafi hvatt Geir Þorsteinsson til þess að hætta við að bjóða sig fram gegn honum. 9. janúar 2019 10:45
Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31