Chelsea lék Gylfa og félaga grátt

Sindri Sverrisson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fylgist með leikmönnum Chelsea fagna einu marka sinna í dag. Gylfi var fyrirliði í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson fylgist með leikmönnum Chelsea fagna einu marka sinna í dag. Gylfi var fyrirliði í dag. vísir/getty

Chelsea fór á kostum gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og landaði mikilvægum 4-0 sigri í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Gylfi Þór Sigurðsson bar fyrirliðabandið hjá Everton sem sá aldrei til sólar í leiknum. Mason Mount kom Chelsea yfir á 14. mínútu og Pedro jók muninn fimm mínútum síðar.

Staðan var 2-0 í leikhléi en eftir tíu mínútur í seinni hálfleik höfðu Willian og Olivier Giroud bætt við tveimur mörkum.

Chelsea er því með 48 stig í 4. sæti, fimm stigum á undan Wolves og Sheffield United, og sex stigum á undan Manchester United. Tvö síðastnefndu liðin eiga leik til góða.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira