Erlent

Vildi býtta á Grænlandi og Púertó Ríkó

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump í Púertó Ríkó árið 2017.
Donald Trump í Púertó Ríkó árið 2017. EPA/Thais Llorca

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist tilbúinn til að gefa Dönum yfirvöld á Púertó Ríkó í stað þess að Bandaríkin fengju völd yfir Grænlandi. Þetta segir fyrrverandi yfirmaður hjá Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna. Miles Taylor var nýverið í viðtali hjá MSNBC þar sem hann var meðal annars spurður út í samskipti sín og Trump.

Taylor sagði klikkuðustu samskipti sín við forsetann hafa átt sér stað í ágúst 2018. Þau hafi snúið að Púertó Ríkó og Grænlandi.

Þetta var eftir að fellibyljirnir María og Irma léku Púertó Ríkó grátt árið 2017 og olli þar gífurlegum skemmdum og manntjóni. Skömmu áður hafði Trump stungið upp á því að kaupa Grænland en sú uppástunga mætti miklu háði í Grænlandi og í Danmörku þegar hún var opinberuð sumarið 2019.

Taylor fór til Púertó Ríkó í ágúst 2018 til að fylgja eftir viðbrögðum vegna skemmdanna þar og í aðdraganda ferðarinnar lagði Trump til að selja Púertó Ríkó eða skipta því eyjunni og Grænlandi, því Púertó Ríkó sé „skítug og fólkið fátækt“.

„Þetta eru Bandaríkjamenn,“ sagði Taylor. „Við tölum ekki svona um samlanda okkar og sú staðreynd að forseti Bandaríkjanna hafi viljað taka bandarískt landsvæði og skipta því fyrir annað ríki er ótrúlegt.“

Hann ítrekaði að þetta hafi ekki verið brandari.


Tengdar fréttir

Bandaríkin auka umsvif sín á Grænlandi

Bandarísk stjórnvöld hafa opnað ræðismannsskrifstofu sína í Nuuk á Grænlandi á nýjan leik. Hún var áður starfrækt á árunum 1940 til 1953.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×