Enski boltinn

Liverpool og Manchester United mætast ekki fyrr en á næsta ári

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah svekkir sig yfir að hafa ekki nýtt gott færi í leik Liverpool og Manchester United á síðustu leiktíð.
Mohamed Salah svekkir sig yfir að hafa ekki nýtt gott færi í leik Liverpool og Manchester United á síðustu leiktíð. EPA-EFE/PETER POWELL

Liverpool er að verja Englandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í þrjátíu ár og það mun reyna vel á liðið í fyrstu umferðunum í titilvörninni.

Enska úrvalsdeildin gaf út leikjadagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í morgun og þar kom í ljós að Liverpool fær allt annað en létt verkefni í upphafi móts.

Liverpool byrjar á því að fá nýliða Leeds í heimsókn á Anfield en heimsækir svo Chelsea viku seinna. Þá kemur Arsenal í heimsókn á Anfield í þriðja leik. Áður en kemur að fyrri Merseyside slagnum við Everton þá fer Liverpool í heimsókn til Aston Villa.

Merseyside slagurinn við Everton er síðan fimmti deildarleikur tímabilsins hjá Liverpool og hann fer fram á Goodison Park 17. október eða strax á eftir landsleikjahléi. Sá seinni verður síðan á Anfield 20. febrúar 2021.

Fyrri leikur Liverpool og Manchester City fer fram á heimavelli City 7. nóvember eða rétt fyrir landsleikahléið í nóvember. Seinni leikur liðanna á Anfield er síðan settur á 6. febrúar.

Liverpool spilar við Manchester United í fyrra skiptið á Anfield 16. janúar en seinni leikurinn á Old Trafford er ekki fyrr en 1. maí. Það þarf að bíða til ársins 2021 til að sjá Manchester United liðið reyna sig á móti Englandsmeisturum Liverpool.

Innbyrðis leikir Manchester liðanna fara fram 12. desember á Old Trafford og svo 6. mars á Ethiad leikvanginum.

Annars verður október svakalegur mánuður fyrir Manchester United á Old Trafford en í þeim mánuði spilar liðið heimaleiki við Tottenham (3. október), Chelsea (24. október) og Arsenal (31. október).

 • Fyrstu fimm leikir Liverpool:
 • 12. september - Leeds United (heima)
 • 19. september - Chelsea (úti)
 • 26. september - Arsenal (heima)
 • 3. október - Aston Villa (úti)
 • 17. október - Everton (úti)
 • Fyrstu fimm leikir Manchester City:
 • 19. september - Wolves (úti)
 • 26. september - Leicester City (heima)
 • 3. október - Leeds United (úti)
 • 17. október - Arsenal (heima)
 • 24. október - West Ham (úti)
 • Fyrstu fimm leikir Manchester United:
 • 19. september - Crystal Palace (heima)
 • 26. september - Brighton (úti)
 •  3. október - Tottenham (heima)
 • 17. október - Newcastle (úti)
 •  24. október - Chelsea (heima)


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.