Finnar telja sig hafa slátrað timburmönnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. ágúst 2020 14:59 Þessi fyrirsæta gæti verið að fá sér afréttara. Finnarnir vilja hins vegar meina að amínósýran þeirra geri hann óþarfan. getty/peter dazeley Hópur finnskra vísindmanna telur sig hafa fundið leið til að draga stórlega úr eftirköstum áfengisneyslu. Hafi í raun unnið bug á hinni svokölluðu „þynnku“ eða „timburmönnunum“ alræmdu. Töfralausnina segja þeir felast í neyslu á tiltekinni hvítri kristallaðri amínósýru (e. L-cystine). Með því að innbyrða 1200 milligrömm af amínósýrunni fundu hin drukknu tilraunadýr síður til hausverkjar eða ógleði daginn eftir. Sex hundruð millígramma skammtur dró jafnframt úr stress- og kvíðaeinkennum meðal þátttakenda í rannsókninni. Þeir voru 19 talsins og eru allir sagðir hafa verið hraustir karlmenn. Þeim var gert að að innbyrða alkóhólmagn sem samsvarar 1,5 grammi fyrir hvert kíló líkamsþyngdar og fengu til þess þrjá tíma undir eftirliti vísindamanna. Eftir drykkjuna var svo hluta hópsins úthlutað lyfleysu en aðrir fengu umrædda amínósýru. Rannsóknin var „tvíblind,“ þannig að hvorki tilraunadýrin né rannsakendur sjálfir vissu hver fékk hvað fyrr en síðar. Afréttarinn óþarfur Niðurstöðurnar voru með fyrrnefndum hætti, amínósýran hafði margvísleg jákvæð áhrif í baráttunni við timburmennina. Þar að auki segja vísindamennirnir að hún hafi stórlega dregið úr þörf tilraunadýranna til að fá sér annan drykk daginn eftir til að slá á áfengisfráhvörfin. Fyrir vikið telja þeir amínósýruna draga úr líkunum á því að fólk þrói með sér áfengissýki. Rannsóknin var þó ekki þrautalaus. Einn vísindamannanna segir þannig í samtali við finnska ríkisútvarpið að þurft hafi að vísa ýmsum þátttakendum úr rannsókninni. Ýmist var það vegna þess að þeim tókst ekki að drekka nægjanlegt magn áfengis, þeir voru með svo gott úthald að þeir þróuðu ekki með sér timburmenn eða þá að þeir gátu hreinlega ekki hætt að drekka. Hafi krafist þess að fara á barinn eftir að tilrauninni undir eftirliti vísindamanna sleppti. Niðurstöður rannsókna sinna birtu vísindamennirnir í læknaritinu Alcohol and Alcoholism, en eins og nafnið gefur til kynna birtast þar ritrýndar greinar um allt sem tengist áfengi og áfengissýki. Að rannsóknunum stóðu vísindamenn frá Háskólanum í Helsinki og Háskóla Austur-Finnlands en þeir hlutu styrk frá fyrirtækinu Catapult Cat Oy, sem selur fæðubótarefni með umræddri amínósýru. Áfengi og tóbak Finnland Vísindi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Hópur finnskra vísindmanna telur sig hafa fundið leið til að draga stórlega úr eftirköstum áfengisneyslu. Hafi í raun unnið bug á hinni svokölluðu „þynnku“ eða „timburmönnunum“ alræmdu. Töfralausnina segja þeir felast í neyslu á tiltekinni hvítri kristallaðri amínósýru (e. L-cystine). Með því að innbyrða 1200 milligrömm af amínósýrunni fundu hin drukknu tilraunadýr síður til hausverkjar eða ógleði daginn eftir. Sex hundruð millígramma skammtur dró jafnframt úr stress- og kvíðaeinkennum meðal þátttakenda í rannsókninni. Þeir voru 19 talsins og eru allir sagðir hafa verið hraustir karlmenn. Þeim var gert að að innbyrða alkóhólmagn sem samsvarar 1,5 grammi fyrir hvert kíló líkamsþyngdar og fengu til þess þrjá tíma undir eftirliti vísindamanna. Eftir drykkjuna var svo hluta hópsins úthlutað lyfleysu en aðrir fengu umrædda amínósýru. Rannsóknin var „tvíblind,“ þannig að hvorki tilraunadýrin né rannsakendur sjálfir vissu hver fékk hvað fyrr en síðar. Afréttarinn óþarfur Niðurstöðurnar voru með fyrrnefndum hætti, amínósýran hafði margvísleg jákvæð áhrif í baráttunni við timburmennina. Þar að auki segja vísindamennirnir að hún hafi stórlega dregið úr þörf tilraunadýranna til að fá sér annan drykk daginn eftir til að slá á áfengisfráhvörfin. Fyrir vikið telja þeir amínósýruna draga úr líkunum á því að fólk þrói með sér áfengissýki. Rannsóknin var þó ekki þrautalaus. Einn vísindamannanna segir þannig í samtali við finnska ríkisútvarpið að þurft hafi að vísa ýmsum þátttakendum úr rannsókninni. Ýmist var það vegna þess að þeim tókst ekki að drekka nægjanlegt magn áfengis, þeir voru með svo gott úthald að þeir þróuðu ekki með sér timburmenn eða þá að þeir gátu hreinlega ekki hætt að drekka. Hafi krafist þess að fara á barinn eftir að tilrauninni undir eftirliti vísindamanna sleppti. Niðurstöður rannsókna sinna birtu vísindamennirnir í læknaritinu Alcohol and Alcoholism, en eins og nafnið gefur til kynna birtast þar ritrýndar greinar um allt sem tengist áfengi og áfengissýki. Að rannsóknunum stóðu vísindamenn frá Háskólanum í Helsinki og Háskóla Austur-Finnlands en þeir hlutu styrk frá fyrirtækinu Catapult Cat Oy, sem selur fæðubótarefni með umræddri amínósýru.
Áfengi og tóbak Finnland Vísindi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira