Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2020 12:26 Laura Loomer er þekkt fyrir hatursfullar yfirlýsingar gegn múslimum og samsæriskernningar, meðal annars varðandi skotárásir í bandarískum skólum Getty/Stephanie Keith Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. Loomer er hvað þekktust fyrir fordómafullar yfirlýsingar sínar, fyrir að hafa hlekkjað sig við höfuðstöðvar Twitter árið 2018, eftir að hún var bönnuð á samfélagsmiðlinum vegna áðurnefndra fordómafullra yfirlýsinga, og að vera bönnuð á minnst tólf samfélagsmiðlum og vefum. Loomer, sem er 27 ára gömul, hefur sjálf lýst sér sem múslimahatara, kallað múslima „villimenn“, íslam „krabbamein“ og sagt að múslimar eigi ekki að fá að sitja í embættum í Bandaríkjunum. Hún hefur þar að auki dreift fjölmörgum samsæriskenningum og meðal annars unnið fyrir samsæriskenningasíðuna InfoWars. Great going Laura. You have a great chance against a Pelosi puppet! https://t.co/pKZp35dUYr— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 19, 2020 Loomer má ekki vera á Facebook, Twitter, Instagram né Periscope vegna brota hennar á skilmálum þeirra miðla. Henni hefur sömuleiðis verið meinað að notast við þjónustu Uber og Lyft, eftir að hún tísti um að einhver ætti að stofna sambærilegt fyrirtæki þar sem múslimar mættu ekki vinna, því hún vildi ekki styðja innflytjendur frá múslimaríkjum fjárhagslega. Hún var þó ekki bönnuð á Facebook fyrr en árið 2019 þegar rassía verð gerð og fjölmargt hatursfullt öfgafólk, og aðrir sem Facebook sagði „hættulega einstaklinga“, var bannað. Eins og bent er á í umfjöllun Gizmodo var Loomer meinaður aðgangur að ráðstefnu íhaldsmanna í mars í fyrra eftir að hún áreiti blaðamenn. Henni var sömuleiðis meinaður aðgangur að opnu leikhúsi í Central Park í New York eftir að hún ruddist upp á svið árið 2017 í mótmælaskyni við það leikrit sem verið var að flytja. Umrætt leikrit var Julius Caesar eftir Shakespeare þar sem holdgervingur Donald Trump var í aðalhlutverki. Safnaði miklu fé en á litla möguleika Þar sem Loomer er nú í framboði til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa margir stuðningsmenn hennar og Trump kallað eftir því að henni verði aftur veittur aðgangur að Twittersíðu sinni. Framboð Loomer safnaði 1,1 milljón dala, samkvæmt frétt Washington Post, og hefur hún notið stuðnings Roger Stone, vinar Trump og ráðgjafa hans til margra ára, sem forsetinn náðaði nýverið eftir að hann var dæmdur til þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsisvistar. Hún mun þó etja kappi við sitjandi þingkonuna Lois Frankel, sem hefur þegar setið fjögur kjörtímabil á þingi. Kjósendur kjördæmisins hallast til vinstri og hafa kosningar þar síðustu árin verið Demókrötum mikið í vil. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Twitter Facebook Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. Loomer er hvað þekktust fyrir fordómafullar yfirlýsingar sínar, fyrir að hafa hlekkjað sig við höfuðstöðvar Twitter árið 2018, eftir að hún var bönnuð á samfélagsmiðlinum vegna áðurnefndra fordómafullra yfirlýsinga, og að vera bönnuð á minnst tólf samfélagsmiðlum og vefum. Loomer, sem er 27 ára gömul, hefur sjálf lýst sér sem múslimahatara, kallað múslima „villimenn“, íslam „krabbamein“ og sagt að múslimar eigi ekki að fá að sitja í embættum í Bandaríkjunum. Hún hefur þar að auki dreift fjölmörgum samsæriskenningum og meðal annars unnið fyrir samsæriskenningasíðuna InfoWars. Great going Laura. You have a great chance against a Pelosi puppet! https://t.co/pKZp35dUYr— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 19, 2020 Loomer má ekki vera á Facebook, Twitter, Instagram né Periscope vegna brota hennar á skilmálum þeirra miðla. Henni hefur sömuleiðis verið meinað að notast við þjónustu Uber og Lyft, eftir að hún tísti um að einhver ætti að stofna sambærilegt fyrirtæki þar sem múslimar mættu ekki vinna, því hún vildi ekki styðja innflytjendur frá múslimaríkjum fjárhagslega. Hún var þó ekki bönnuð á Facebook fyrr en árið 2019 þegar rassía verð gerð og fjölmargt hatursfullt öfgafólk, og aðrir sem Facebook sagði „hættulega einstaklinga“, var bannað. Eins og bent er á í umfjöllun Gizmodo var Loomer meinaður aðgangur að ráðstefnu íhaldsmanna í mars í fyrra eftir að hún áreiti blaðamenn. Henni var sömuleiðis meinaður aðgangur að opnu leikhúsi í Central Park í New York eftir að hún ruddist upp á svið árið 2017 í mótmælaskyni við það leikrit sem verið var að flytja. Umrætt leikrit var Julius Caesar eftir Shakespeare þar sem holdgervingur Donald Trump var í aðalhlutverki. Safnaði miklu fé en á litla möguleika Þar sem Loomer er nú í framboði til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa margir stuðningsmenn hennar og Trump kallað eftir því að henni verði aftur veittur aðgangur að Twittersíðu sinni. Framboð Loomer safnaði 1,1 milljón dala, samkvæmt frétt Washington Post, og hefur hún notið stuðnings Roger Stone, vinar Trump og ráðgjafa hans til margra ára, sem forsetinn náðaði nýverið eftir að hann var dæmdur til þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsisvistar. Hún mun þó etja kappi við sitjandi þingkonuna Lois Frankel, sem hefur þegar setið fjögur kjörtímabil á þingi. Kjósendur kjördæmisins hallast til vinstri og hafa kosningar þar síðustu árin verið Demókrötum mikið í vil.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Twitter Facebook Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira