Facebook bannar „hættulega“ öfgamenn Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2019 08:25 Louis Farrakhan, leiðtogi Þjóðar íslams sem skilgreind hefur verið sem haturssamtök, og Alex Jones, stofnandi Infowars. Vísir/AP Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook hafa bannað öfgamenn eins og Alex Jones, stofnanda samsæriskenningamiðilsins Infowars, og Louis Farrakhan, leiðtoga Þjóðar íslams. Öfgamennirnir eru taldir brjóta gegn skilmálum Facebook um „hættulega einstaklinga“. Bannið nær einnig til annarra miðla Facebook eins og Instagram, aðdáendasíða öfgamannanna og annarra tengdra reikninga. Auk Jones og Farrakhan hafa hægriöfgamenn sem eru áberandi í Bandaríkjunum eins og Paul Nehlen, Milo Yiannopoulos, Paul Joseph Watson og Laura Loomer verið bannaðir á Facebook. Allir eiga þeir sem voru bannaðir það sameiginlegt að hafa dreift efni sem talið hefur verið hatursáróður, kynþáttahatur eða gyðingahatur, að sögn AP-fréttastofunnar. Facebook segir að fólkið hafi brotið gegn skilmálum miðilsins. Einstaklingar og stofnanir sem boði ofbeldi eða hatur hafi alltaf verið bannaðar á Facebook. Jones hafði áður verið settur í tímabundið bann en nú er það varanlegt. Twitter hefur einnig bannað Jones, Loomer og Yiannopolous. Þeir sem urðu fyrir banninu saka Facebook um ritskoðun. Gagnrýnendur þeirra segja að Facebook sé aðeins að framfylgja eigin reglum fyrst núna með því að banna þá frá miðlinum. Infowars, sem Jones stofnaði og Watson vann fyrir hefur meðal annars dreift samsæriskenningum um Sandy Hook-fjöldamorðið á grunnskólabörnum í Bandaríkjunum. Þjóð íslams sem Farrakhan stýrir hefur verið sökuð um að ala á andúð á gyðingum. Bandaríkin Facebook Twitter Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43 Twitter lokar reikningum Alex Jones Samfélagsmiðillinn Twitter hefur nú endanlega látið loka reikningi samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. 6. september 2018 21:47 Twitter setur samsæriskenningasmið í vikustraff Ekki hefur verið staðfest hvað varð til þess að stjórnendum Twitter var misboðið í framgöngu stofnanda Infowars. 15. ágúst 2018 09:33 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook hafa bannað öfgamenn eins og Alex Jones, stofnanda samsæriskenningamiðilsins Infowars, og Louis Farrakhan, leiðtoga Þjóðar íslams. Öfgamennirnir eru taldir brjóta gegn skilmálum Facebook um „hættulega einstaklinga“. Bannið nær einnig til annarra miðla Facebook eins og Instagram, aðdáendasíða öfgamannanna og annarra tengdra reikninga. Auk Jones og Farrakhan hafa hægriöfgamenn sem eru áberandi í Bandaríkjunum eins og Paul Nehlen, Milo Yiannopoulos, Paul Joseph Watson og Laura Loomer verið bannaðir á Facebook. Allir eiga þeir sem voru bannaðir það sameiginlegt að hafa dreift efni sem talið hefur verið hatursáróður, kynþáttahatur eða gyðingahatur, að sögn AP-fréttastofunnar. Facebook segir að fólkið hafi brotið gegn skilmálum miðilsins. Einstaklingar og stofnanir sem boði ofbeldi eða hatur hafi alltaf verið bannaðar á Facebook. Jones hafði áður verið settur í tímabundið bann en nú er það varanlegt. Twitter hefur einnig bannað Jones, Loomer og Yiannopolous. Þeir sem urðu fyrir banninu saka Facebook um ritskoðun. Gagnrýnendur þeirra segja að Facebook sé aðeins að framfylgja eigin reglum fyrst núna með því að banna þá frá miðlinum. Infowars, sem Jones stofnaði og Watson vann fyrir hefur meðal annars dreift samsæriskenningum um Sandy Hook-fjöldamorðið á grunnskólabörnum í Bandaríkjunum. Þjóð íslams sem Farrakhan stýrir hefur verið sökuð um að ala á andúð á gyðingum.
Bandaríkin Facebook Twitter Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43 Twitter lokar reikningum Alex Jones Samfélagsmiðillinn Twitter hefur nú endanlega látið loka reikningi samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. 6. september 2018 21:47 Twitter setur samsæriskenningasmið í vikustraff Ekki hefur verið staðfest hvað varð til þess að stjórnendum Twitter var misboðið í framgöngu stofnanda Infowars. 15. ágúst 2018 09:33 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43
Twitter lokar reikningum Alex Jones Samfélagsmiðillinn Twitter hefur nú endanlega látið loka reikningi samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. 6. september 2018 21:47
Twitter setur samsæriskenningasmið í vikustraff Ekki hefur verið staðfest hvað varð til þess að stjórnendum Twitter var misboðið í framgöngu stofnanda Infowars. 15. ágúst 2018 09:33
Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39
Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14