Brentford lenti 0-2 undir gegn Blackburn Rovers í fyrsta leik dagsins í ensku B-deildinni en kom til baka og náði í stig.
Þetta var þriðja jafntefli Brentford í röð. Liðið er í 4. sæti deildarinnar með 56 stig. Blackburn er í 8. sætinu með 51 stig.
Adam Armstrong kom gestunum yfir á 11. mínútu. Hann bætti svo öðru marki við úr vítaspyrnu á 53. mínútu.
Heimamenn gáfust ekki upp og markahrókurinn Ollie Watkins minnkaði muninn á 62. mínútu. Hann er næstmarkahæstur í ensku B-deildinni með 21 mark, einu marki minna en Aleksandar Mitrovic hjá Fulham.
Mohamed Benrahma jafnaði svo í 2-2 úr vítaspyrnu á 71. mínútu og þar við sat.
Brentford kom til baka gegn Blackburn
