Brentford kom til baka gegn Blackburn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ollie Watkins hefur skorað grimmt í vetur.
Ollie Watkins hefur skorað grimmt í vetur. vísir/getty

Brentford lenti 0-2 undir gegn Blackburn Rovers í fyrsta leik dagsins í ensku B-deildinni en kom til baka og náði í stig.Þetta var þriðja jafntefli Brentford í röð. Liðið er í 4. sæti deildarinnar með 56 stig. Blackburn er í 8. sætinu með 51 stig.Adam Armstrong kom gestunum yfir á 11. mínútu. Hann bætti svo öðru marki við úr vítaspyrnu á 53. mínútu.Heimamenn gáfust ekki upp og markahrókurinn Ollie Watkins minnkaði muninn á 62. mínútu. Hann er næstmarkahæstur í ensku B-deildinni með 21 mark, einu marki minna en Aleksandar Mitrovic hjá Fulham.Mohamed Benrahma jafnaði svo í 2-2 úr vítaspyrnu á 71. mínútu og þar við sat.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.